Stefnt að einkarekstri í heilbrigðiskerfi Finna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Auðjöfurinn Juha Sipila er forsætisráðherra Finnlands. Stjórn hans ætlar að ráðast í breytingarnar. vísir/getty Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira