Segir hvíta karlmenn „í útrýmingarhættu“ í stjórnum breskra fyrirtækja 11. mars 2017 17:44 John Allan, stjórnarformaður TESCO. Skjáskot/TESCO John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
John Allan, stjórnarformanns bresku verslunarkeðjunnar Tesco, segir að hvítir karlmenn séu í „útrýmingarhættu“ í yfirmannsstöðum og stjórnum fyrirtækja og hafi þurft að víkja fyrir konum og fólki af öðrum kynþáttum. Ummælin féllu á ráðstefnu verslunarfólks í Bretlandi á fimmtudag og sagði hann að hlutirnir væru að breytast mjög hratt þó að hvítir karlmenn séu enn í meirihluta í stjórnunarstöðum. „Í þúsundir ára hafa karlmenn fengið flestar stöður, en nú eru hlutirnir að breytast í hina áttina og munu halda áfram að breytast að ég held,“ sagði Allan í ræðu sinni á ráðstefnunni á fimmtudag. „En ef þú ert hvítur karlmaður ertu í útrýmingarhættu og munt þurfa að hafa tvöfalt meira fyrir hlutunum.“ Þess má geta að í stjórn Tesco sitja, ásamt Allan, átta hvítir karlmenn og þrjár hvítar konur. Ummæli Allan hafa farið misvel ofan í fólk í Bretlandi og hefur Sophie Walker, leiðtogi kvennaflokksins þar í landi, kallað eftir því að fólk sniðgangi verslanir Tesco. Í yfirlýsingu Allan sem birtist á vefsíðu Tesco í dag sagði Allan að hann hafi viljað segja að nú væri góður tími fyrir konur að sækjast eftir stjórnunarstöðum og harmaði ef ummæli hans voru túlkuð á annan hátt.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira