Gunnar: Fallegra að hengja hann heldur en að djöflast eins og graður hundur Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. mars 2017 23:24 Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í bardaga þeirra á UFC-bardagakvöldinu í O2-höllinni í London í kvöld en Gunnar afgreiddi Bandaríkjamanninn með hengingartaki í annarri lotu. Gunnar hafði yfirhöndina nánast frá fyrstu sekúndu en Jouban átti ekkert í íslenska bardagakappann sem vann sannfærandi sigur.Sjá einnig:Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson „Þetta var frábær bardagi sem fór í aðra lotu. Við fengum góða tilfinningu fyrir hvorum öðrum. Ég kláraði bardagann og sló hann vel. Ég klára hann með hengingu þó ég held að höggið hafi verið það sem nokkurn veginn kláraði bardagann,“ sagði Gunnar við Vísi skömmu eftir bardagann en kom aldrei til greina að rota Jouban þegar hann var kominn í góða stöðu? „Þetta var það klíníska í stöðunni fannst mér. Bara að taka hann og hengja hann. Þetta var svo galopið og augljóst. Það er hreinna og fallegra heldur en að vera að djöflast á honum eins og graður hundur,“ sagði Gunnar og brosti breitt. Jouban er þekktur fyrir spörkin sín og hann landaði einu góðu í bardaganum sem Gunnar hrósaði honum fyrir. „Það var eitt spark sem hann náði í löppina á mér sem var snyrtilegt hjá honum. Það hitti vel. Ég hristi það bara úr mér og var orðinn góður. Hann gerði vel með að blanda höggum og spörkum en það er líka það sem hans stíll snýst um,“ segir Gunnar sem var alveg ótrúlega rólegur alla vikuna. Var hann svona sigurviss? „Mér líður alltaf voðalega svipað ef ég á að segja eins og er. Ég er bara alltaf að spá í mig og spá í það sem ég geri en ekki hvað mótherjinn gerir. Mér leið mjög vel þegar ég var að hita upp. Skrokkurinn var góður og mér leið vel að fara inn í þennan bardaga.“ Fór allt eftir áætlun í þessum bardaga? „Það er ekki hægt að biðja um eitthvað mikið meira. Það hefði verið geggjað að klára hann svakalega snöggt en ég er líka að fíla að fá góðan tíma í búrinu án þess að taka mikinn skaða. Það skilar sér hrikalega vel inn í æfingarnar. Þannig getur maður bætt sig,“ segir Gunnar. Eins og alltaf þegar íslenskur íþróttamaður keppir í einhverri íþrótt þarf að taka Víkingaklappið og það var tekið af Bretunum og Íslendingunum í Höllinni. Gunnar var að elska það. „Það var geggjað. Ég tók eiginlega ekki eftir því á meðan ég var að berjast enda var ég að hugsa um eitthvað annað. Um leið og bardaginn var búinn heyrði ég að það var kominn helvítis hraði í þetta og þá ætlaði ég að taka undir en það var orðið of seint. Það var samt geggjað að heyra þetta,“ sagði Gunnar Nelson við Vísi. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30 Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Gunnar afgreiddi Jouban í annarri lotu Gunnar Nelson pakkaði Bandaríkjamanninum Alan Jouban samt í bardaga þeirra í London. 18. mars 2017 22:30
Twitter fylgdist vel með Gunnari Nelson Eins og alltaf þegar Gunnar Nelson berst var lífleg umræða á Twitter. Hér er brot af því sem myllumerkið #ufc365 gaf. 18. mars 2017 22:40