Vandræði samherja Donalds Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2017 07:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Fjölmargir samstarfsmenn Donalds Trump, nýs Bandaríkjaforseta, hafa komið sér í klandur frá því Trump tók við embætti í janúar. Hefur klandur samstarfsmannanna orsakast ýmist af tengslum við Rússa, ósannsögli í fjölmiðlum eða notkun einkatölvupóstþjóns í opinberu starfi. Fréttablaðið tekur saman þau vandræði sem fimm nánir samstarfsmenn forsetans hafa komið sér í undanfarnar vikur.Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi.Nordicphotos/AFPFjölmiðlafulltrúinnSean Spicer er fjölmiðlafulltrúi forsetans. Á sínum fyrsta blaðamannafundi, skömmu eftir embættistöku forsetans, gerði Spicer mætingu á innsetningarathöfn forsetans að umfjöllunarefni sínu. „Þetta var mesti fjöldi áhorfenda sem hefur nokkru sinni fylgst með innsetningarathöfn. Hvort sem þú lítur til þeirra sem mættu á staðinn eða þeirra sem horfðu á útsendingu frá athöfninni,“ sagði Spicer á blaðamannafundinum. Ástæða ummæla Spicer var umfjöllum bandarískra fjölmiðla þar sem fjöldi á innsetningarathöfn forseta var borinn saman við þann fjölda sem mætti til að bera Barack Obama augum árið 2009. Ummæli Spicer voru hins vegar ósönn. Fleiri mættu á innsetningarathöfn Obama.Kellyanne Conway, ráðgjafi.Nordicphotos/AFPRáðgjafinnKellyanne Conway er ráðgjafi forsetans. Í upphafi febrúar var Conway í viðtali hjá Fox News. Hvatti hún þar áhorfendur til þess að kaupa vörur úr fatalínu Ivönku Trump, dóttur forsetans, eftir að Nordstrom hafði tekið línuna úr sölu. Jafnt Demókratar sem fjölmiðlar gagnrýndu Conway fyrir athæfið en opinberum starfsmönnum er bannað með lögum að nota stöðu sína til að auglýsa vörur eða þjónustu. Um miðjan febrúarmánuð tóku umsjónarmenn þátta á bandarísku sjónvarpsstöðvunum CNN og MSNBC þá ákvörðun að fá Conway ekki lengur í viðtöl. Var það gert þar sem stjórnendum þykir hún óáreiðanlegur viðmælandi.Mike Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi.Nordicphotos/AFPÞjóðaröryggisráðgjafinnMike Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi forseta. Þann 22. janúar greindi Wall Street Journal frá því að Flynn sætti rannsókn leyniþjónustustofnana fyrir samskipti við sendiherra Rússlands, Sergey Kislyak. Upplýsingum um símtöl Flynn við Kislyak var lekið til blaðsins og gagnrýndi Trump forseti lekann harðlega. Greint var frá því að Flynn hefði rætt við sendiherrann áður en hann tók við embætti og snerust samtölin um mögulega afléttingu viðskiptaþvingana. Flynn sagði varaforsetanum Mike Pence síðan ósatt um samskiptin. Var hann í kjölfarið beðinn um að segja af sér og varð hann við þeirri ósk forseta.Jeff Sessions, dómsmálaráðherra.Nordicphotos/AFPDómsmálaráðherrannJeff Sessions er dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Á miðvikudag birti Wall Street Journal frétt þar sem sagt var frá fundum Sessions með sama Kislyak og Flynn fundaði með. Áttu fundirnir sér stað þegar kosningabarátta Trump stóð yfir og meint afskipti Rússa af kosningunum eru talin hafa verið sem mest. Demókratar hafa í kjölfarið krafist afsagnar Sessions. Er það einkum þar sem þeir segja Sessions hafa sagt ósatt þegar hann mætti í yfirheyrslu fyrir nefnd öldungadeild þingsins áður enn hann var settur í embætti. Var Sessions þá spurður hvort einhver gögn sýni fram á að fólk úr framboði Trump hafi talað við rússnesk yfirvöld á meðan kosningabaráttu stóð. Sessions svaraði því að hann hafði verið kallaður staðgengill Trumps í kosningabaráttunni einu sinni eða tvisvar. Hann hafi hins vegar ekki átt samskipti við Rússa. Sessions var eiðsvarinn þegar hann svaraði spurningunni. Hann greindi frá því á fimmtudagskvöld að hann myndi ekki koma nálægt rannsókn Alríkislögreglu á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni.Mike Pence, varaforseti.Nordicphotos/AFPVaraforsetinnMike Pence er varaforseti Bandaríkjanna. Indianapolis Star, dagblað frá Indiana-ríki, greindi frá því í gær að Pence hefði notað einkatölvupóstþjón þegar hann var ríkisstjóri Indiana. Átti hann í samskiptum við heimavarnaryfirvöld. Þó er tekið fram í fréttinni að slíkt sé ekki ólöglegt. BBC greindi frá því í gær að Pence hafi verið sakaður um hræsni fyrir athæfið. Hann hafi gagnrýnt Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, harðlega fyrir að nota einkapóstþjón í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Washington Post greindi frá muninum á máli Clinton og Pence í gær. Er þar sagt að þótt póstþjónn Clinton hafi ekki verið ólöglegur hafi hann brotið gegn hefðum. Enn fremur hafi Clinton eingöngu notað einkapóstþjón en ekki hafi verið sýnt fram á að Pence hafi gert slíkt hið sama.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira