Freyr, formaður FRÍ: Þetta er frábært skref á ferli Anítu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2017 17:31 Aníta Hinriksdóttir keppti á Ól í Ríó á síðasta ári. Vísir/Getty Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Freyr var staddur út í Belgrad og fylgdist með Anítu vinna fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti innanhúss í 19 ár eða síðan að Vala Flosadóttir vann brons á EM í Valencia 1998. „Það er ekki hægt annað en að vera kát með árangurinn,“ sagði Freyr Ólafsson þegar Vísir heyrði í honum eftir hlaupið.Sjá einnig:Aníta vann bronsverðlaun á EM „Árið 2016 var einstak í íslenskri íþróttasögu og það er ekki leiðinlegt að við höldum áfram með þessi góðu afrek á árinu 2017,“ sagði Freyr en hvernig leið honum sjálfum á meðan hlaupinu stóð. „Ég var bara stressaður og spenntur eins og væntanlega flestir sem fylgdust með þessu hvar sem menn voru staddir í heiminum. Ég var svo heppinn að fá að horfa á þetta beint í stúkunni. Ég viðurkenni það alveg að þetta var afskaplega taugatrekkjandi en skemmtilegt,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Aníta ætlar að reyna að klára lyfjaprófið fyrir verðlaunahendinguna „Hún kláraði ekki bara eitt hlaup heldur kláraði hún þrjú hlaup með glæsibrag. Hún sýndi í hversu góðu formi hún er og þó að hún hafði þurft að berjast í tveimur hlaupum þá átti hún nóg eftir í þetta þriðja,“ sagði Freyr. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hana stíga þetta skref. Þetta er frábært skref á ferli Anítu. Það er mjög gaman að þessu. Þetta er æðislegt og við komum brosandi heim,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998 Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasambands Íslands, var að sjálfsögðu mjög kátur þegar Vísir heyrði í honum eftir að Aníta Hinriksdóttir tryggði sér bronsverðlaun á EM innanhúss í Belgrad í Serbíu. Freyr var staddur út í Belgrad og fylgdist með Anítu vinna fyrstu verðlaun Íslands á Evrópumóti innanhúss í 19 ár eða síðan að Vala Flosadóttir vann brons á EM í Valencia 1998. „Það er ekki hægt annað en að vera kát með árangurinn,“ sagði Freyr Ólafsson þegar Vísir heyrði í honum eftir hlaupið.Sjá einnig:Aníta vann bronsverðlaun á EM „Árið 2016 var einstak í íslenskri íþróttasögu og það er ekki leiðinlegt að við höldum áfram með þessi góðu afrek á árinu 2017,“ sagði Freyr en hvernig leið honum sjálfum á meðan hlaupinu stóð. „Ég var bara stressaður og spenntur eins og væntanlega flestir sem fylgdust með þessu hvar sem menn voru staddir í heiminum. Ég var svo heppinn að fá að horfa á þetta beint í stúkunni. Ég viðurkenni það alveg að þetta var afskaplega taugatrekkjandi en skemmtilegt,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Aníta ætlar að reyna að klára lyfjaprófið fyrir verðlaunahendinguna „Hún kláraði ekki bara eitt hlaup heldur kláraði hún þrjú hlaup með glæsibrag. Hún sýndi í hversu góðu formi hún er og þó að hún hafði þurft að berjast í tveimur hlaupum þá átti hún nóg eftir í þetta þriðja,“ sagði Freyr. „Það er mjög skemmtilegt að sjá hana stíga þetta skref. Þetta er frábært skref á ferli Anítu. Það er mjög gaman að þessu. Þetta er æðislegt og við komum brosandi heim,“ sagði Freyr.Sjá einnig:Sjöttu verðlaun Íslendings á EM og þau fyrstu síðan 1998
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira