Umboðsmaður Nurmagomedov útskýrir hvað gerðist síðasta föstudag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2017 10:00 Khabib með Joe Rogan. vísir/getty UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst. MMA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
UFC-aðdáendur voru í sárum fyrir síðustu helgi er það varð ljóst að Khabib Nurmagomedocv gat ekki barist við Tony Ferguson þar sem hann veiktist er hann var að berjast við að komast í rétta þyngd fyrir bardagann. Khabib hefur lítið tjáð sig sjálfur en hann er kominn heim til Rússlands. Hann segist vera heill heilsu og hefur beðist afsökunar á að hafa valdið öllum vonbrigðum. Umboðsmaður hans og náinn vinur, Ali Abdel-Aziz, mætti í MMA Hour hjá Ariel Helwani í gær og fór í gegnum atburðarrásina. „Við byrjum venjulega klukkan sex um morguninn að taka síðustu kílóin af honum en klukkan 3.45 um nóttina fór ég til hans inn á herbergi og þá var hann sárþjáður,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég fór á taugum því þetta er vinur minn sem liggur þarna þjáður.“Sjá einnig: Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Dana White, forseti UFC, sagði að ef menn Khabib hefðu farið að reglum og hringt í lækna UFC hefði kannski mátt bjarga bardaganum. Þess í stað hafi þeir farið á taugum og endað á einhverjum spítala. „Ég vildi bara hjálpa honum. Ég ætlaði að hringja í 911 en sá að við gátum alveg borið hann út í bíl og því gerðum við það. Við brunuðum svo bara beint á spítalann. Á leiðinni reyndi ég að hringja í UFC en klukkan var 4 um nótt og enginn svaraði,“ sagði Abdel-Aziz og viðurkenndi að hann hefði átt að gera það sem Dana sagði honum að gera. „Það var rétt hjá honum. Ég hefði átt að hringja í læknalið UFC en ég hef aldrei lent í svona áður. Við fórum á spítala og fengum ömurlega þjónustu. Ef við hefðum hringt í UFC þá hefðum við örugglega fengið konunglega meðferð.“ Umbinn segir að Khabib hafi verið með flensueinkenni í aðdraganda bardagans og svo hætti lifrin að virka er hann veiktist. Hann segir að líklega þurfi að byrja niðurskurðinn fyrr næst.
MMA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira