"Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2017 18:45 Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Sérsamböndum innan ÍSÍ verður skipt í þrjá flokka þegar kemur að úthlutun úr afrekssjóði ef nýjar reglur verða samþykktar á næsta íþróttaþingi eins og Vísir fjallaði um í dag. Vinnuhópur sem skipaður var af framkvæmdastjórn ÍSÍ í september í fyrra kynnti í dag tillögur sínar til breytinga á reglum Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambandsins er kemur að úthlutun úr sjóðnum. Stærsta breytingin er sú að sérsamböndunum 32 verður skipt upp í þrjá flokka; Afrekssambönd sem eiga að fá 45-70 prósent af hverri úthlutun, Alþjóðleg sérsambönd sem eiga að fá 33-35 prósent og Þróunarsamönd sem eiga að fá 10-15 prósent af hverri úthlutun. Þessi skipting var kynnt fyrir formönnum sérsambandanna í gær. „Auðvitað eru ekki allir sammála og við skiljum það og það er bara fínt. Við leggjum áherslu á að þetta verði rætt í íþróttahreyfingunni. Við erum aftur á móti að reyna að fækka matskenndu atriðunum í Afrekssjóði og efla sjálfstæði sjóðsins, gegnsæi og rökstuðng fyrir því sem er verið að gera,“ segir Stefán Konráðson, formaður íþróttanefndar ríkisins, sem er einn fjögurra í vinnuhópnum. 96 blaðsíðna skýrsla vinnuhópsins verður tekin til umræðu á íþróttaþingi í maí þar sem tillögurnar verða mögulega samþykktar. Stefán er sjálfur spenntastur fyrir þessari flokkaskiptingu því þeir sem gera mest eiga að fá mest. „Miðað við daginn í dag og vöxt íþróttahreyfingarnnar er skynsamlegt að reyna að skilgreina afrek og skilgreina flokkana. Afrekssjóður á að vera afrekssjóður ekki félagslegur afrekssjóður. Þeir sem eru í mesta afreksstarfinu eiga að fá mest af þessu fé,“ segir Stefán. Vinnuhópurinn kallar eftir meira gegnsæi við úthlutun úr sjóðnum. Nú skal Afrekssjóður vera með heimasíðu og rökstyðja opinberlega hvers vegna viðkomandi samband fær hvað. Af hverju hefur þetta ekki verið til áður? „Rökstuðningurinn hefur verið inn á við en árið 2017 er krafan sú að rökstuðningurinn sé út á við og alltaf uppi á borði. ÍSÍ hefur alltaf reynt að koma heiðarlega fram í þessu,“ segir Stefán Konráðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
Tillögur um breytingar á Afrekssjóði: Sérsamböndum skipt í þrjá flokka og sterkari heimild til að hafna KSÍ Vinnuhópur skipaður til að gera tillögur til framkvæmdastjórar ÍSÍ um breytingar á Afrekssjóði kynnti skýrslu sína í dag. 8. mars 2017 15:00