„Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2017 10:49 Jim Mattis, nýkominn til Baghdad. Vísir/AFP Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, mætti í óvænta heimsókn til Írak í morgun. Þar vill hann kynna sér hvernig baráttan gegn Íslamska ríkinu og frelsun Mosul gengur. Hann þurfti þó að byrja á því að takast á við vandræði sem hafa komið upp vegna ummæla og aðgerða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni og nú síðast í janúar sagði Trump að Bandaríkin hefðu átt að leggja hald á olíu Írak, eftir að hafa komið Saddam Hussein frá völdum árið 2003. Í ræðu í höfuðstöðvum CIA í janúar sagði hann: „Við hefðum átt að hirða olíuna, en okei. Kannski fáið þið annað tækifæri.“Mattis sagði hins vegar að það stæði alls ekki til. „Við erum ekki hérna til að leggja hald á olíu,“ sagði Mattis við blaðamenn sem fylgdu honum í Baghdad í morgun. Á árum áður leiddi Mattis hermenn Bandaríkjanna í Írak. Þá þykir líklegt að Mattis muni þurfa að svara spurningum ráðamanna vegna ferðabanns Trump. Írak er eitt þeirra sjö landa sem „múslimabannið“ svokallaða nær til. Samkvæmt því mættu Írakar ekki ferðast til Bandaríkjanna um tíma.Fjarlægist yfirlýsingar forsetans Hann sagði blaðamönnum að hann hefði ekki séð nýju forsetatilskipunina, en hann væri fullviss um að Írakar sem hefðu barist með bandarískum hersveitum, til dæmis í hlutverki túlka, myndu fá að koma til Bandaríkjanna.Mattis hefur að undanförnu sýnt fram á að hann er ekki sömu skoðunar og Trump á ýmsum málefnum. Til dæmis hefur Trump sagt að hershöfðinginn fyrrverandi sé ekki sammála sér um notagildi pyntinga. Hann horfir ekki til Moskvu með jafn mikilli jákvæðni og Trump og segir yfirvöld þar vilja brjóta upp Atlantshafsbandalagið. Þá sagði Mattis í gær að hann hefði ekkert út á fjölmiðla að setja eftir að Trump lýsti þeim sem „óvinum bandarísku þjóðarinnar“. Auk Bandaríkjanna styðja yfirvöld Íran við bakið á Írökum í baráttunni gegn ISIS og í orustunni um Mosul. Mattis hefur lýst því yfir að hann hafi áhyggjur af auknum áhrifum Írana á Írak.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mið-Austurlönd Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent