Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Guðsteinn Bjarnason skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ásamt John Kelly heimavarnaráðherra, en ráðuneyti hans hefur sent frá sér tvö minnisblöð um óskráða innflytjendur og brottrekstur þeirra úr landi. Brottvísunum hefur verið forgangsraðað. Nordicphotos/AFP Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Á þriðjudaginn birti bandaríska heimavarnaráðuneytið tvö minnisblöð um væntanlegar aðgerðir gagnvart ólöglegum innflytjendum í Bandaríkjunum. Minnisblöðin sýna að Donald Trump forseta var full alvara þegar hann sagðist ætla að vísa milljónum slíkra úr landi. Hann er þegar tekinn til við að undirbúa framkvæmdina. Birting minnisblaðanna tveggja kemur nokkrum dögum eftir að drögum að minnisblaði var lekið til fjölmiðla, þar sem fram kom að ráða ætti tugi þúsunda manna til þess meðal annars að smala saman innflytjendum og reka úr landi. Ráðuneytið sagði þessi drög vera ófullburða, en margt í þeim snýr aftur í minnisblöðunum tveimur sem birt voru á þriðjudag. Í þessum minnisblöðunum kemur fram að væntanlegum aðgerðum er beint gegn „fjarlægjanlegum“ eða „brottvísanlegum“ innflytjendum. „Removable“ er enska orðið. Þessum brottvísanlegu innflytjendum er síðan forgangsraðað eftir hópum, þannig að efstir á brottvísunarlistanum séu þeir sem hafa hlotið dóm fyrir afbrot, þar næst komi þeir sem hafa verið ákærðir fyrir afbrot en máli þeirra sé ólokið, en það þýðir væntanlega að ekki sé búið að sanna brotið þannig að hinn ákærði gæti vel verið saklaus. Næst komi svo þeir sem hafa gert eitthvað, sem hægt væri að ákæra þá fyrir – án þess að tilgreint sé hver eigi að staðfesta þann glæp áður en búið er að ákæra, hvað þá dæma í málinu. Neðst á þessum lista eru þeir sem fulltrúi innflytjendastofnunar telur að hætta geti stafað af. Óskráðir innflytjendur í Bandaríkjunum skipta milljónum og margir þeirra eru nú farnir að verða uggandi um sinn hag. Samkvæmt frásögn The New York Times eru sumir þeirra hættir að fara í búðir, sumir þora hvorki í skólann né að fara til læknis. Sumir eru jafnvel hættir að keyra bíl af ótta við að það geti kostað þá brottflutning úr landi verði þeir stöðvaðir af lögreglu. Jafnvel þótt það sé ekki vegna annars en að afturljósið sé bilað. „Þeir geta verið að bíða eftir okkur hvar sem er. Á hverju götuhorni,“ hefur blaðið eftir Meli, 37 ára konu frá El Salvador sem búið hefur í Los Angeles í tólf ár. „Ég vil ekki fara út í búð eða í kirkju. Þeir eru að leita alls staðar og þeir vita hvar þeir finna okkur,“ segir hún. Alls eru rúmlega ellefu milljónir óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Trump hefur fullyrt að tvær eða jafnvel þrjár milljónir hafi framið afbrot og þeim eigi því að vísa úr landi. Óljóst er reyndar hvaðan hann fékk þær tölur, en opinberar tölur tala um að 1,9 milljónir innflytjenda hafi framið afbrot, en inni í þeirri tölu eru bæði óskráðir og skráðir innflytjendur.Trump lýgur daglegaBandaríska dagblaðið Washington Post fylgist grannt með orðum og gjörðum Trumps, og heldur meðal annars úti síðu þar sem tínd eru saman öll ummæli forsetans sem talist geta lygar eða rangfærslur. Þar kemur fram að á fyrstu 35 dögum sínum í embætti lét Trump frá sér fara 133 rangar eða villandi yfirlýsingar. Enginn dagur leið án þess að hann færi ekki einhvers staðar með rangt mál. Flestar rangfærslnanna snúast um innflytjendur, eða 24 samtals. Næst flestar snúa að æviferli hans sjálfs, eða 18, og atvinnumálum, 17. Flestar slíkar yfirlýsingar, sem fara þvert gegn eða á svig við sannleikann, komu frá honum fimmtudaginn 16. febrúar, sem var 28. dagur hans í embætti, eða 21 talsins. Næstflestar eru frá miðvikudeginum 25. janúar, þegar þær voru 13 talsins, en það var sjötti dagur Trumps í embættinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira