Spurt og svarað um samskipti Flynn og Rússa atli ísleifsson skrifar 16. febrúar 2017 11:30 Donald Trump, Reince Priebus, Michael Flynn, Mike Pence og Steve Bannon á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um samskipti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, og sendiherra Rússlands áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Málið hefur reynst afar Trump-stjórninni erfitt og leitt til afsagnar Flynn. Dan Rather, einn virtasti fréttamaður Bandaríkjanna, hefur sagt að hneykslismálið kunni, þegar upp er staðið, að verða stærra en Watergate-hneykslið á áttunda áratugnum sem leiddi að lokum til afsagnar Richard Nixon forseta. En um hvað snýst málið?Af hverju varð Michael Flynn að segja af sér?Bandaríkjastjórn kveðst hafa krafist afsagnar Flynn þar sem hann nyti ekki lengur stuðnings forsetans. Ástæðan er sú að Flynn á að hafa gefið varaforsetanum Mike Pence rangar upplýsingar varðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey I. Kislyak, skömmu fyrir áramót, eða áður en Trump tók við embætti forseta.Sean Spicer og Michael Flynn.Vísir/AFPHver voru samskipti Flynn og Kislyak?Trump skipaði Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sinn þann 18. nóvember, nokkrum dögum eftir að hann bar sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum. Á jóladag á Flynn að hafa sent jólakveðju til sendiherrans, og sendiherrann svarar. Þann 29. desember tilkynnir Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Þá var 35 rússneskum erindrekum gert að yfirgefa landið. Eftir tilkynningu Obama ræðir Flynn viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar við Kislyak í síma, samkvæmt embættismönnum sem búa yfir afriti af hljóðrituðu samtali þeirra Flynn og Kislyak. Daginn eftir tilkynningu Obama forseta greinir Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því að hann ætli sér ekki að svara í sömu mynt með því að reka bandaríska erindreka frá Rússlandi. Sagðist hann þess í stað vilja bjóða börnum bandarískra sendiráðsstarfsmanna á jólaskemmtun Kremlarhallar. Trump tjáir sig svo á Twitter þar sem hann hrósar Pútín fyrir viðbrögð sín. „Ég vissi alltaf að hann væri gáfaður!“Af hverju skipta umræður um viðskiptaþvinganir svo miklu í þessu máli?Ríki getur einungis verið með eina ríkisstjórn og eina stefnu í hverju máli fyrir sig á hverjum tíma. Samtöl Flynn við rússneska sendiherrann eiga að hafa átt sér stað 29. desember, sama dag og Obama rak 35 rússneska erindreka úr landi sem sakaðir eru um að hafa reynt að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar. Eins og áður sagði ákvað Pútín degi síðar að svara ekki í sömu mynt. Grunur leikur því á að Flynn eigi að hafa í samtölum sínum minnst á þann möguleika að aflétta viðskiptaþvingununum sem hafi þá mögulega haft áhrif á ákvörðun Rússlandsstjórnar að reka enga bandaríska erindreka úr landi.Michael Flynn.Vísir/AFPHver vissi hvað og hvenær?Mike Pence varaforseti ræddi það í röð sjónvarpsviðtala um miðjan janúar að Flynn og Kislyak hafi ekki rætt viðskiptaþvinganirnar í samtölum sínum. Starfsmannastjórinn Reince Priebus sagði það sama í viðtölum. Í frétt New York Times segir að þann 22. janúar hafi Flynn neitað í samtali við Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúa Trump, að hafa rætt við Kislyak og greinir Spicer frá þessu á blaðamannafundi degi síðar. Milli 23. og 26. janúar ræða fulltrúar alríkislögreglunnar FBI við Flynn um samskipti hans og rússneska sendiherrans. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins greina svo fulltrúa Bandaríkjastjórnar, Donald F. McGahn II, frá því að Flynn hafi ekki sagt satt um samskipti sín og Kislyak og að sérstök hætta væri talin á að rússnesk leyniþjónusta gæti nú kúgað þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. McGahn greinir Trump forseta frá skýrslu dómsmálaráðyneytisins þann 26. janúar. Þann 8. febrúar neitar Flynn í samtali við Washington Post að hafa rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Degi síðar segja Post og New York Times frá því að Flynn hafi sagt ósatt og í raun og veru rætt þvinganirnar við sendiherrann. Flynn segir þá að „þó að hann muni ekki sérstaklega eftir að hafa rætt þvinganirnar, geti hann ekki útilokað að þær hafi borið á góma í samtölunum“. Þann 10. febrúar segir Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni að hann hafi ekki séð nýjustu fréttir af samtölum Flynn og Kislyak. Um miðjan dag 13. febrúar segir ráðgjafi Trump, Kellyanne Conway, að Flynn hafi ekki sagt varaforsetanum Pence satt og rétt frá samskipum hans við sendiherrann, en að Flynn nyti enn stuðnings forsetans. Fjölmiðlafulltrúinn Spicer segir að Trump sé að fara yfir stöðuna, en síðar um kvöldið er tilkynnt um afsögn Flynn.Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Vísir/AFPHvað með fréttir CNN og New York Times á þriðjudag?Fréttir bandarísku fjölmiðlanna CNN og New York Times á þriðjudag sneru ekki að Flynn heldur sögðu frá því að fleiri úr starfsliði Trump hafi átt í samskiptum við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni.Verður málið rannsakað?Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur ekki greint frá því opinberlega að rannsókn á málinu standi yfir, en lekar til fjölmiðla benda til að verið sé að skoða málið. Þá bendir allt til að bæði leyniþjónustan CIA og NSA séu nú að afla upplýsinga. Bæði Repúblikar og Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafa sammælst um að rannsóknarnefnd þingsins kanni málið. Nefndin á möguleika á að yfirheyra eiðsvarna menn og að hægt verði að refsa þeim vitnum sem síðar kemur í ljós að hafi logið að nefndinni. Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um samskipti Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, og sendiherra Rússlands áður en Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Málið hefur reynst afar Trump-stjórninni erfitt og leitt til afsagnar Flynn. Dan Rather, einn virtasti fréttamaður Bandaríkjanna, hefur sagt að hneykslismálið kunni, þegar upp er staðið, að verða stærra en Watergate-hneykslið á áttunda áratugnum sem leiddi að lokum til afsagnar Richard Nixon forseta. En um hvað snýst málið?Af hverju varð Michael Flynn að segja af sér?Bandaríkjastjórn kveðst hafa krafist afsagnar Flynn þar sem hann nyti ekki lengur stuðnings forsetans. Ástæðan er sú að Flynn á að hafa gefið varaforsetanum Mike Pence rangar upplýsingar varðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergey I. Kislyak, skömmu fyrir áramót, eða áður en Trump tók við embætti forseta.Sean Spicer og Michael Flynn.Vísir/AFPHver voru samskipti Flynn og Kislyak?Trump skipaði Flynn þjóðaröryggisráðgjafa sinn þann 18. nóvember, nokkrum dögum eftir að hann bar sigur úr býtum í bandarísku forsetakosningunum. Á jóladag á Flynn að hafa sent jólakveðju til sendiherrans, og sendiherrann svarar. Þann 29. desember tilkynnir Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Rússum vegna meintra tölvuárása Rússa í Bandaríkjunum. Þá var 35 rússneskum erindrekum gert að yfirgefa landið. Eftir tilkynningu Obama ræðir Flynn viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar við Kislyak í síma, samkvæmt embættismönnum sem búa yfir afriti af hljóðrituðu samtali þeirra Flynn og Kislyak. Daginn eftir tilkynningu Obama forseta greinir Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því að hann ætli sér ekki að svara í sömu mynt með því að reka bandaríska erindreka frá Rússlandi. Sagðist hann þess í stað vilja bjóða börnum bandarískra sendiráðsstarfsmanna á jólaskemmtun Kremlarhallar. Trump tjáir sig svo á Twitter þar sem hann hrósar Pútín fyrir viðbrögð sín. „Ég vissi alltaf að hann væri gáfaður!“Af hverju skipta umræður um viðskiptaþvinganir svo miklu í þessu máli?Ríki getur einungis verið með eina ríkisstjórn og eina stefnu í hverju máli fyrir sig á hverjum tíma. Samtöl Flynn við rússneska sendiherrann eiga að hafa átt sér stað 29. desember, sama dag og Obama rak 35 rússneska erindreka úr landi sem sakaðir eru um að hafa reynt að hafa áhrif á bandarísku kosningarnar. Eins og áður sagði ákvað Pútín degi síðar að svara ekki í sömu mynt. Grunur leikur því á að Flynn eigi að hafa í samtölum sínum minnst á þann möguleika að aflétta viðskiptaþvingununum sem hafi þá mögulega haft áhrif á ákvörðun Rússlandsstjórnar að reka enga bandaríska erindreka úr landi.Michael Flynn.Vísir/AFPHver vissi hvað og hvenær?Mike Pence varaforseti ræddi það í röð sjónvarpsviðtala um miðjan janúar að Flynn og Kislyak hafi ekki rætt viðskiptaþvinganirnar í samtölum sínum. Starfsmannastjórinn Reince Priebus sagði það sama í viðtölum. Í frétt New York Times segir að þann 22. janúar hafi Flynn neitað í samtali við Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúa Trump, að hafa rætt við Kislyak og greinir Spicer frá þessu á blaðamannafundi degi síðar. Milli 23. og 26. janúar ræða fulltrúar alríkislögreglunnar FBI við Flynn um samskipti hans og rússneska sendiherrans. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins greina svo fulltrúa Bandaríkjastjórnar, Donald F. McGahn II, frá því að Flynn hafi ekki sagt satt um samskipti sín og Kislyak og að sérstök hætta væri talin á að rússnesk leyniþjónusta gæti nú kúgað þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. McGahn greinir Trump forseta frá skýrslu dómsmálaráðyneytisins þann 26. janúar. Þann 8. febrúar neitar Flynn í samtali við Washington Post að hafa rætt viðskiptaþvinganirnar við Kislyak. Degi síðar segja Post og New York Times frá því að Flynn hafi sagt ósatt og í raun og veru rætt þvinganirnar við sendiherrann. Flynn segir þá að „þó að hann muni ekki sérstaklega eftir að hafa rætt þvinganirnar, geti hann ekki útilokað að þær hafi borið á góma í samtölunum“. Þann 10. febrúar segir Trump við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni að hann hafi ekki séð nýjustu fréttir af samtölum Flynn og Kislyak. Um miðjan dag 13. febrúar segir ráðgjafi Trump, Kellyanne Conway, að Flynn hafi ekki sagt varaforsetanum Pence satt og rétt frá samskipum hans við sendiherrann, en að Flynn nyti enn stuðnings forsetans. Fjölmiðlafulltrúinn Spicer segir að Trump sé að fara yfir stöðuna, en síðar um kvöldið er tilkynnt um afsögn Flynn.Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.Vísir/AFPHvað með fréttir CNN og New York Times á þriðjudag?Fréttir bandarísku fjölmiðlanna CNN og New York Times á þriðjudag sneru ekki að Flynn heldur sögðu frá því að fleiri úr starfsliði Trump hafi átt í samskiptum við fulltrúa rússneskra stjórnvalda í kosningabaráttunni.Verður málið rannsakað?Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur ekki greint frá því opinberlega að rannsókn á málinu standi yfir, en lekar til fjölmiðla benda til að verið sé að skoða málið. Þá bendir allt til að bæði leyniþjónustan CIA og NSA séu nú að afla upplýsinga. Bæði Repúblikar og Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþingsins hafa sammælst um að rannsóknarnefnd þingsins kanni málið. Nefndin á möguleika á að yfirheyra eiðsvarna menn og að hægt verði að refsa þeim vitnum sem síðar kemur í ljós að hafi logið að nefndinni.
Donald Trump Fréttaskýringar Tengdar fréttir Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45 Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Múrinn hans Donald Trump: Um hvað snýst málið? Bandaríkjaforseti skrifaði í vikunni undir tilskipun um að framkvæmdir skuli hefjast við byggingu ókleifs múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó eins fljótt og auðið er. 27. janúar 2017 12:45
Sean Spicer: Spunameistari Trump öllu vanur þegar kemur að neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun Sean Spicer vakti mikla athygli þegar hann húðskammaði fjölmiðla um helgina vegna umfjöllunar þeirra um fjölda þeirra sem höfðu sótt innsetningarathöfn Donald Trump forseta. 23. janúar 2017 15:21