Kóreski uppvakningurinn með frábæra endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. febrúar 2017 06:59 Vísir/Getty Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sjá meira
Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45