Mike Pence ver svívirðingar Trump í garð dómarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 21:22 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“ Donald Trump Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, varði ummæli forsetans Donald Trump í garð alríkisdómarans James Robart, sem úrskurðaði að tilskipun Trump um ferðabann fólks frá sjö múslímaríkjum ætti ekki rétt á sér. Ákvörðun Robart gerði forsetann æfan, sem tók sig til og nýtti sér Twitter aðgang sinn til að gera lítið úr dómaranum. Sagði hann ákvörðun dómarans „vera fáránlega“ og að henni „yrði hnekkt.“Sjá einnig: Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabannDómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áfrýjaði banni dómarans, en áfrýjunardómstóll hafnaði beiðninni og því ljóst að tilskipunin er ekki í gildi, að svo stöddu. „Forseti Bandaríkjanna á allan rétt á því að gagnrýna dómsvaldið og löggjafarvaldið,“ sagði Pence, en óvenjulegt þykir þó að forsetinn ráðist með þessum hætti á einstaklinga sem vinna innan dómsvaldsins. „Ég held ekki að hann hafi verið að efast um lögmæti dómarans,“ sagði Pence, sem tók fram að hann hefði fulla trú á því að tilskipun forsetans muni lifa af meðferð dómstóla.„Við erum þess fullviss um að aðgerðir forsetans eru fullkomlega löglegar samkvæmt stjórnarskránni,“ sagði Pence, sem sagði auk þess að innflytjendabannið hefði „ekkert með trú að gera,“ en mikill meirihluti ríkisborgara í löndunum sjö, sem falla undir tilskipun Trump, eru múslímar. Margir þingmenn, Demókratar sem og Repúblikanar, hafa gagnrýnt Trump harðlega fyrir að skipta sér af dómstiginu með þessum hætti. „Við höfum forseta, sem ég er mjög hræddur um að sé að snúa Bandaríkjunum í átt að valdboðsstjórn, en hann hefur augljósa fyrirlitningu á dómsstiginu okkar,“ sagði fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Bernie Sanders. „Við erum lýðræði, en ekki eins manns þáttur. Við erum ekki enn eitt Trump fyrirtækið.“
Donald Trump Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira