Umfjöllun: Frakkland - Ísland 31-25 | Frakkar hnykluðu vöðvana eftir hlé Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2017 18:45 Rúnar Kárason í hörðum slag. vísir/afp Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbola er úr leik á heimsmeistaramótinu í Farkklandi eftir 31-25 tap fyrir gestgjöfunum í 16 liða úrslitum í kvöld. Eftir frábæran fyrri hálfleik var valtað yfir strákana okkar gegn sterkum Frökkum í Lille. HM-ævintýrinu er því lokið þetta árið en liðið fer heim með mikla reynslu í farteskinu. Þeir féllu út með mikilli sæmd. Það höfðu margir áhyggjur af því að 28 þúsund áhorfendur myndu hræða okkar menn svo rosalega að það yrði keyrt yfir þá í upphafi leiks. Það var sko öðru nær. Á meðan okkar menn mættu með kassann úti virtist hið reynda lið Frakklands vera drullustressað. Með þjóðina á herðunum og allt það. Okkar menn gengu á lagið og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Það var yndislegt að heyra þöngina í húsinu er strákarnir röðuðu inn mörkunum. Nikola Karabatic skoraði fyrsta mark Frakkanna eftir fimm og hálfa mínútu. Strákarnir okkar héldu áfram að spila frábæra vörn og uppstilltur sóknarleikur var sá besti til þessa á mótinu. Smám saman klóruðu heimamenn sig inn í leikinn og eftir korter náðu þeir í fyrsta skipti að jafna, 7-7. Fimm mínútum síðar voru Frakkar komnir yfir í fyrsta skipti, 9-8. Vörnin farin að smella hjá Frökkunum og maður beið eftir að þeir settu í fimmta gírinn. Það var bara ekkert í boði hjá okkar mönnum. Þeir gáfu ekki tommu eftir og munurinn aðeins eitt mark, 14-13, í hálfleik. Stórkostleg frammistaða í fyrri hálfleiknum og með smá klókindum hefði íslenska liðið getað verið yfir. Það voru fáir varðir boltar og eftir mikinn aga í sókninni fyrstu 20 mínúturnar komu óþarflega margir tapaðir boltar á síðustu tíu mínútunum. Ólafur Guðmundsson var að eiga sinn langbesta leik á mótinu, Rúnar klúðraði svolítið framan af en kom svo sterkur til baka. Við fengum ekki mark úr horni eða línu heldur í hálfleiknum en við fengum frábæra vörn, hugrekki og ákveðni sem skilaði liðinu því að það var enn inn í leiknum. Eins og strákarnir byrjuðu fyrri hálfleikinn vel þá byrjuðu þeir þann seinni jafn illa. Þeir tóku léleg skot, köstuðu boltanum frá sér hvað eftir annað og Frakkar gengu á lagið. Þegar aðeins fimm mínútur voru búnar af hálfleiknum voru heimamenn komnir með fimm marka forskot, 19-14. Geir Sveinsson varð að taka leikhlé. Menn algjörlega búnir að missa hausinn og meira að segja vörnin hætt að virka. Markvarslan engin sem fyrr. Vörn Frakka var vissulega frábær en sóknarleikurinn var of hægur og ekki sama hugrekki hjá okkur mönnum og í fyrri hálfleik. Því er nú verr og miður. Fyrra leikhlé Geirs skilaði nákvæmlega engu og hann neyddist til að taka seinna leikhléið sitt eftir aðeins ellefu mínútur í síðari hálfleik. Staðan 23-16 og verið að labba yfir drengina okkar við mikla kátínu 28 þúsund Frakka í höllinni. Eftir að hafa aðeins tapað einum bolta fyrstu 20 mínútur leiksins tapaði liðið fimm á síðustu tíu. Það tapaði svo aftur fimm boltum á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Það er einfaldlega allt, allt of mikið. Geir prófaði að spila með sjö í sókn og við það lagaðist sóknarleikurinn aðeins. Svo kom vörn og markvarsla. Við það opnaðist smá rifa á glugganum. 24-20 og tólf mínútur eftir. Það verður ekki tekið af strákunum okkar að þeir eru með stórt hjarta. Þeir bara neituðu að gefast upp og köstuðu sér á alla bolta. Það var því miður bara ekki nóg. Andstæðingurinn of sterkur og strákarnir urðu að játa sig sigraða en þeir skildu svo sannarlega allt eftir á gólfinu.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira