McCain gagnrýnir pyndingaummæli Trump harðlega atli ísleifsson skrifar 26. janúar 2017 12:34 John McCain var um árabil stríðsfangi í Víetnam. Vísir/AFP Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur harðlega gagnrýnt ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hann vilji taka upp pyndingaaðferðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í viðtali við ABC News í gær sagðist Trump vilja taka upp aðferðir á borð við svo kallað waterboarding, sem er ætlað að framkalla drukknunartilfinningu, við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Aðferðin var notuð í forsetatíð George W. Bush en síðar hætt. Trump segir hins vegar nauðsynlegt að „láta hart mæta hörðu“ í þessum málum og kveðst hafa fengið staðfest að yfirheyrsluaðferðin skili árangri. Trump greindi þó ekki frá við hverja hann hafi rætt, en hefur nú beðið um álit Mike Pompeo, nýskipaðs forstjóra CIA, og James Mattis, nýs varnarmálaráðherra landsins. Repúblikaninn McCain var lengi stríðsfangi í Víetnam og þurfti á þeim tíma sjálfur að sæta pyndingum. „Forsetinn getur undirritað hverja þá tilskipun sem hann vill, en lög eru lög. Við ætlum ekki að taka upp pyndingar að nýju,“ sagði McCain á Twitter-síðu sinni. Leon Panetta, fyrrverandi varnarmálaráðherra og forstjóri CIA, gagnrýnir sömuleiðis Trump og segir að það yrðu mikil mistök að heimila pyndingar á ný..@POTUS can sign whatever executive orders he likes, but the law is the law - we're not bringing back torture https://t.co/m9YjDtNYBQ— John McCain (@SenJohnMcCain) January 25, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45 Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn John McCain hefur harðlega gagnrýnt ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hann vilji taka upp pyndingaaðferðir í baráttunni gegn hryðjuverkum. Í viðtali við ABC News í gær sagðist Trump vilja taka upp aðferðir á borð við svo kallað waterboarding, sem er ætlað að framkalla drukknunartilfinningu, við yfirheyrslur á grunuðum hryðjuverkamönnum. Aðferðin var notuð í forsetatíð George W. Bush en síðar hætt. Trump segir hins vegar nauðsynlegt að „láta hart mæta hörðu“ í þessum málum og kveðst hafa fengið staðfest að yfirheyrsluaðferðin skili árangri. Trump greindi þó ekki frá við hverja hann hafi rætt, en hefur nú beðið um álit Mike Pompeo, nýskipaðs forstjóra CIA, og James Mattis, nýs varnarmálaráðherra landsins. Repúblikaninn McCain var lengi stríðsfangi í Víetnam og þurfti á þeim tíma sjálfur að sæta pyndingum. „Forsetinn getur undirritað hverja þá tilskipun sem hann vill, en lög eru lög. Við ætlum ekki að taka upp pyndingar að nýju,“ sagði McCain á Twitter-síðu sinni. Leon Panetta, fyrrverandi varnarmálaráðherra og forstjóri CIA, gagnrýnir sömuleiðis Trump og segir að það yrðu mikil mistök að heimila pyndingar á ný..@POTUS can sign whatever executive orders he likes, but the law is the law - we're not bringing back torture https://t.co/m9YjDtNYBQ— John McCain (@SenJohnMcCain) January 25, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00 Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15 Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03 Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45 Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið. 26. janúar 2017 07:00
Lýðræði á Vesturlöndum lengi átt undir högg að sækja Höfundar lýðræðisskýrslu EIU segja að undanfarin ár hafi áhyggjur vegna vandræða lýðræðis aukist sífellt og jafnvel sé um krísu að ræða í dag. 26. janúar 2017 12:15
Trump sagður glíma við óöryggi vegna atkvæðafjölda og umfjöllunar Donald Trump telur sig ekki geta notið þess að vera kominn í Hvíta húsið, eins og hann eigi skilið. 25. janúar 2017 11:03
Cate Blanchett sparaði ekki stóru orðin um Donald Trump í spjallþætti Jimmy Fallon Ástralska leikkonan Cate Blanchett var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon, The Tonight Show, í vikunni. 26. janúar 2017 08:45
Trump styður notkun pyndinga Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að grimmd meðlima hryðjuverkasamtakanna Ríkis Íslams, kalli á hertari aðgerðir, af hálfu Bandaríkjanna. 25. janúar 2017 23:05