Einar Andri gerir upp leik Íslands: Frábær seinni hálfleikur en svekkjandi tap Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2017 15:58 Rúnar Kárason átti flottan leik og skoraði sex mörk. vísir/epa „Það var hrikalega svekkjandi að ná ekki jafntefli. Seinni hálfleikurinn var frábær og það var allt annað lið sem mætti til leiks þar.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Slóveníu sem nú er nýlokið. Slóvenar höfðu sigur, 25-26, eftir hörkuleik. Íslenska liðið spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu, líkt og gegn Spánverjum. En sóknarleikurinn var slakur og Slóvenar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. „Það var mikill vilji og barátta í fyrri hálfleik en þetta var stirt í sókninni. Vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik, við vorum þéttir en pínu flatir á vinstri skyttuna [Borut Mackovsek]. Bjöggi var frábær í markinu, tók fjögur dauðafæri á fyrstu átta mínútunum, en það var svekkjandi að það skilaði ekki fleiri hraðaupphlaupum,“ sagði Einar Andri. Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik þar sem íslenska liðið skoraði 17 mörk. En íslensku strákarnir klikkuðu á grunnatriðum eins og að hlaupa til baka. Slóvenar refsuðu grimmt með hraðri miðju og skoruðu ódýr mörk.Yfirtalan vel nýtt „Þeir fengu alltof mörg mörk úr hraðaupphlaupum og það var mikið skorað í yfirtölunni. Menn skiptu of hægt og hlupu of hægt til baka. Þá datt markvarslan niður. Það var svolítið skrítið að Bjöggi var tekinn út af og var svona lengi á bekknum,“ sagði Einar Andri. Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið í seinni hálfleik og varði aðeins tvö skot. Björgvin Páll kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Einar Andri segir að bæði lið hafi spilað yfirtöluna, þegar þau voru manni fleiri, vel í leiknum. „Liðin voru bæði að refsa og yfirtalan okkar var góð. Maður hélt að yfirtalan myndi ráða úrslitum, hvort liðið fengi fleiri brottvísanir,“ sagði Einar Andri en Íslendingar fengu fimm brottvísanir gegn fjórum hjá Slóvenum.Bjarki Már sýndi að hann á heima þarna Bjarki Már Elísson spilaði allan leikinn í vinstra horninu og átti frábæran leik, skoraði sjö mörk úr átta skotum. „Hann var frábær og það var áhugavert að sjá hann byrja. Bjarki nýtti tækifærið og sýndi að hann á heima þarna,“ sagði Einar Andri. „Rúnar Kárason steig líka upp og Arnór Atlason í seinni hálfleik. Hann kom okkur inn í þetta. Guðmundur Hólmar og Ólafur Guðmundsson spiluðu líka vel í þristunum í vörninni.“Brottvísunin á bekkinn fáránleg Aðspurður um frammistöðu kóresku dómaranna hafði Einar Andri þetta að segja: „Á HM koma lið og dómarar frá öllum heimshornum og það er kannski svolítið önnur menning í dómgæslunni. Það var erfitt að greina ákveðna línu,“ sagði Einar Andri sem var enn svekktari með eftirlitsmann leiksins, sem kvartaði yfir mótmælum íslenska liðsins eftir að Marko Bezjak gerði sig sekan um ömurlegan leikaraskap um miðjan seinni hálfleik. „En það sem stuðaði mig meira var að bekkurinn okkar fékk tvær fyrir að mótmæla. Það var eins og menn séu að sjá handbolta í fyrsta sinn.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM er Einar Andri bjartsýnn fyrir leikinn gegn Túnis á morgun. „Við sækjum fyrsta sigurinn á morgun, ég hef fulla trú á því. Margir hafa sýnt góða leiki og við höfum verið lengi yfir gegn sterkum liðum,“ sagði Einar Andri að endingu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
„Það var hrikalega svekkjandi að ná ekki jafntefli. Seinni hálfleikurinn var frábær og það var allt annað lið sem mætti til leiks þar.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla í handbolta og sérfræðingur 365 um HM í handbolta, um leik Íslands og Slóveníu sem nú er nýlokið. Slóvenar höfðu sigur, 25-26, eftir hörkuleik. Íslenska liðið spilaði frábæran varnarleik í fyrri hálfleik og Björgvin Páll Gústavsson var í miklum ham í markinu, líkt og gegn Spánverjum. En sóknarleikurinn var slakur og Slóvenar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 8-11. „Það var mikill vilji og barátta í fyrri hálfleik en þetta var stirt í sókninni. Vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik, við vorum þéttir en pínu flatir á vinstri skyttuna [Borut Mackovsek]. Bjöggi var frábær í markinu, tók fjögur dauðafæri á fyrstu átta mínútunum, en það var svekkjandi að það skilaði ekki fleiri hraðaupphlaupum,“ sagði Einar Andri. Sóknarleikurinn var miklu betri í seinni hálfleik þar sem íslenska liðið skoraði 17 mörk. En íslensku strákarnir klikkuðu á grunnatriðum eins og að hlaupa til baka. Slóvenar refsuðu grimmt með hraðri miðju og skoruðu ódýr mörk.Yfirtalan vel nýtt „Þeir fengu alltof mörg mörk úr hraðaupphlaupum og það var mikið skorað í yfirtölunni. Menn skiptu of hægt og hlupu of hægt til baka. Þá datt markvarslan niður. Það var svolítið skrítið að Bjöggi var tekinn út af og var svona lengi á bekknum,“ sagði Einar Andri. Aron Rafn Eðvarðsson kom í markið í seinni hálfleik og varði aðeins tvö skot. Björgvin Páll kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Einar Andri segir að bæði lið hafi spilað yfirtöluna, þegar þau voru manni fleiri, vel í leiknum. „Liðin voru bæði að refsa og yfirtalan okkar var góð. Maður hélt að yfirtalan myndi ráða úrslitum, hvort liðið fengi fleiri brottvísanir,“ sagði Einar Andri en Íslendingar fengu fimm brottvísanir gegn fjórum hjá Slóvenum.Bjarki Már sýndi að hann á heima þarna Bjarki Már Elísson spilaði allan leikinn í vinstra horninu og átti frábæran leik, skoraði sjö mörk úr átta skotum. „Hann var frábær og það var áhugavert að sjá hann byrja. Bjarki nýtti tækifærið og sýndi að hann á heima þarna,“ sagði Einar Andri. „Rúnar Kárason steig líka upp og Arnór Atlason í seinni hálfleik. Hann kom okkur inn í þetta. Guðmundur Hólmar og Ólafur Guðmundsson spiluðu líka vel í þristunum í vörninni.“Brottvísunin á bekkinn fáránleg Aðspurður um frammistöðu kóresku dómaranna hafði Einar Andri þetta að segja: „Á HM koma lið og dómarar frá öllum heimshornum og það er kannski svolítið önnur menning í dómgæslunni. Það var erfitt að greina ákveðna línu,“ sagði Einar Andri sem var enn svekktari með eftirlitsmann leiksins, sem kvartaði yfir mótmælum íslenska liðsins eftir að Marko Bezjak gerði sig sekan um ömurlegan leikaraskap um miðjan seinni hálfleik. „En það sem stuðaði mig meira var að bekkurinn okkar fékk tvær fyrir að mótmæla. Það var eins og menn séu að sjá handbolta í fyrsta sinn.“ Þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum Íslands á HM er Einar Andri bjartsýnn fyrir leikinn gegn Túnis á morgun. „Við sækjum fyrsta sigurinn á morgun, ég hef fulla trú á því. Margir hafa sýnt góða leiki og við höfum verið lengi yfir gegn sterkum liðum,“ sagði Einar Andri að endingu.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50 Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46 Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05 Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15 Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Guðmundur Hólmar: Við mætum bara dýrvitlausir á morgun Guðmundur Hólmar Helgason var daufur í dálkinn eftir eins marks tap á móti Slóveníu á HM í handbolta í dag. 14. janúar 2017 15:50
Arnór: Hefðum getað komist tveimur mörkum yfir en ég klúðraði dauðafæri „Þetta er ótrúlega svekkjandi. Við áttum séns að komast tveimur mörkum yfir og ég til að mynda klúðraði þá dauðafæri,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:46
Kom alla leið frá Hólmavík á leikinn: „Okkur lýst ótrúlega vel á nýju strákana“ „Af hverju ættum við ekki að vera hér?," segir Svanhildur Jónsdóttir, hress stuðningsmaður íslenska landsliðsins, í Metz fyrir leik Íslands og Slóveníu á HM í handbolta sem fram fer í Frakklandi. 14. janúar 2017 14:05
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 25-26 | Grátlegt tap í bardaga gegn Slóveníu Strákarnir okkar urðu að sætta sig við tap í æsilegum slag gegn Slóveníu í dag. Lokatölur 25-26, Slóvenum í vil. 14. janúar 2017 15:15
Ólafur: Höfum ekki tíma til að svekkja okkur „Við vorum ekkert langt frá þessu, vorum inn í leiknum allan tímann og þetta hefði getað dottið báðum megin,“ segir Ólafur Guðmundsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir svekkkjandi tap gegn Slóvenum á HM í handbolta í Frakklandi. 14. janúar 2017 15:32