Björgvin Páll: Má vel vera að við séum að gleymast Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. janúar 2017 13:45 Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur leik á HM í Frakklandi eftir átta daga þegar það mætir Spáni í fyrsta leik riðlakeppninnar. Þetta er 18. heimsmeistaramótið sem karlalandsliðið tekur þátt í en það hefur verð með á öllum nema einu síðan 2001. Spennan fyrir HM í handbolta hefur oft verið meiri hér á landi.HSÍ og Icelandair þurftu til dæmis að hætta við hópferð á mótið í Frakklandi vegna lítillar þátttöku eins og kom fram á Vísi í gær. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslands númer eitt, er að fara á sitt fjórða heimsmeistaramót en hann er búinn að standa vaktina í marki strákanna okkar síðan á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Finnst honum strákarnir vera aðeins að gleymast í byrjun nýs árs eftir stórkostlegt íþróttaár 2016? „Það má vel vera en við gleymum sjálfum okkur ekki. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að okkur sjálfum og nýtum þessi geggjuðu afrek íslenska íþróttafólksins til að keyra okkur áfram hvort sem um ræðir sundstelpurnar, golfið eða fótboltann.Björgvin Páll er alltaf litríkur í markinu.vísir/valliAlls ekki farinn að hugsa heim „Sjálfur horfði ég á íþróttaannálinn og allan þennan pakka og það hvatti mig bara til dáða. Við notum þetta sem fyrirmyndir. Sjálfir höfum við verið fyrirmyndir á einhverjum tímapunkti fyrir þessa íþróttamenn líka.“ „Við erum að fara á stórmót og þurfum þá fyrst og fremst að spá í okkur sjálfum. Við erum að fara að berjast fyrir land og þjóð. Við viljum gera þetta vel og því verðum við að halda fókus á okkur sjálfum. Við erum að fara í ansi stórt verkefni eins og á hverju ári,“ segir Björgvin. Eftir tæpan áratug í atvinnumennskunni er Björgvin Páll á heimleið en hann er búinn að semja við Hauka og gengur í raðir Íslandsmeistaranna í sumar. „Það er alltaf ákveðinn léttir þegar maður tekur ákvarðanir. Sérstaklega þegar manni líður svona vel með þær eins og þessa ákvörðun,“ segir Björgvin Páll sem er í erfiðum málum með liði sínu Bergischer í þýsku 1. deildinni? „Það hefur gengið brösulega hjá okkur úti. Við erum neðstir í deildinni og erum í heildina búnir að spila í heildina hræðilega fyrir utan síðustu tvo leiki. Ég er því aðeins að komast í gírinn.“ „Þó ég sé alls ekki farinn að hugsa heim þá er ákveðinn léttir að vera búinn að losa um í hausnum. Núna fyrst og fremst hugsa ég bara um landsliðið. Það er enn þá langt í sumarið og þó ég sé ánægður með ákvörðunina í hjartanu er langt í þetta,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27 Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00 Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40 Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58 Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Björgvin Páll kominn heim og samdi við Hauka Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta Björgvin Páll Gústavsson er búinn að ákveða að koma heim og hefur gengið frá samningi við Íslandsmeistara Hauka. 24. október 2016 08:27
Björgvin reyndi að meiða samherja og tilvonandi andstæðing Það er farið að styttast í leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM í handbolta og landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var með hugann við leikinn í dag. 25. október 2016 15:00
Björgvin Páll: Hef þekkt Gunna þjálfara frá því að ég var smápjakkur Björgvin Páll Gústavsson ætlar að spila með Haukum í Olís-deildinni næsta vetur og snýr því til baka í íslensku deildina eftir níu ára fjarveru. Björgvin Páll fór vel yfir ástæðurnar á fésbókarsíðu sinni í morgun. 24. október 2016 08:40
Aron fer ekki með landsliðinu til Danmerkur | Fjórir dottnir út Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá átján leikmenn sem fara með íslenska landsliðinu á æfingamótið í Danmörku sem hefst á fimmtudaginn en lýkur á sunnudaginn. 3. janúar 2017 19:58
Björgvin: Ég þarf að finna gleðina og gredduna aftur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson kom ansi mörgum á óvart í morgun er hann tilkynnti að hann hefði samið við Hauka. Hann mun þó ekki ganga í raðir Hauka fyrr en næsta sumar. 24. október 2016 11:14