Karfan vill tvöfalda hlut sinn úr Afrekssjóði á árinu: „Þetta er það sem við þurfum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. janúar 2017 19:00 Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Handbolti, körfubolti, sund og frjálsíþróttir fengu stærstu sneiðarnar af afreksjóðskökunni þetta árið en þessi fjögur samband fengu í heildina tæpan helming upphæðarinnar sem var úthlutað í dag.Nýr og sögulegur samningur ÍSÍ við ríkið var undirritaður á síðasta ári sem tryggir afrekssjóði 100 milljóna króna hækkun á ári hverju fram til 2019 og endar hann í 400 milljónum. 150 fóru í dag og 100 til viðbótar verður úthlutað þegar nær dregur sumri. „Þessi úthlutun er eftir reglunum sem eru nú í gildi en síðar verður úthlutað á vordögum eða snemma sumars þeim 100 milljónum sem eftir standa og það verður væntanlega eftir því regluverki sem verið er að vinna að og verða væntanlega klárar í kringum íþróttaþing í byrjun maí,“ segir Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. „Það er ljóst að peningarnir eru að aukast mjög mikið og það gefur möguleika á að gera fleiri ánægða að sjálfsögðu.“ Það er ekkert grín að halda uppi afreksstarfi á Íslandi og sérsamböndin þurfa því á þessum styrkjum að halda. Sumir eru sáttir - aðrir ósáttir því alltaf er þörf á meiri peningum. Körfuboltasambandið á fyrir höndum stórt ár þar sem karlalandsliðið er á leið á EM í haust. Það fékk tíu milljónum krónum minna en handboltinn sem einnig er að senda A-landslið karla á EM. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við erum afar sátt með það sem við erum að fá úr úthlutuninni en maður vill alltaf meira. Við erum bara bjartsýn á að við fáum stóran hlut af þeim nýju 100 milljónum sem verður úthlutað eftir íþróttaþing,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Hann vill fá meira þegar kemur að seinni úthlutuninni í vor. „Við gerum ráð fyrir því að fá ekki undir 30-35 milljónum á þessu ár miðað við hvernig starfið okkar er í dag. Þetta er það sem við þurfum og þetta er það sem við gerum ráð fyrir því að fá. Það eru 100 milljónir eftir og ég geri ráð fyrir því að við fáum allvega 15-20 milljonir af því,“ segir Hannes. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Aðrar íþróttir Körfubolti Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira