Ungu strákarnir lofa góðu en varnarleikurinn er enn þá til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 19:00 Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00
Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00
Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01