Nýárskveðja til landbúnaðarráðherra Ólafur Arnarson skrifar 27. desember 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Arnarson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sendi mér jólakveðju með aðsendri grein á Vísi, miðvikudaginn 21. desember. Í inngangi að jólakveðju sinni gerir ráðherrann að umfjöllunarefni opið bréf sem ég sendi f.h. Neytendasamtakanna til allra þingmanna vegna fyrirætlana stjórnvalda um að nota skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í neytendur í útlöndum til að hægt verði að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda. Bersýnilega misskilur ráðherrann opið bréf Neytendasamtakanna og hið alvarlega mál, sem varð kveikjan að því. Ráðherrann heldur því fram að fjármunirnir sem nota á í niðurgreiðslur til útlendra neytenda séu til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Þetta er einfaldlega rangt hjá ráðherranum. Í athugasemdum við frumvarp til fjáraukalaga kemur skýrt fram að búið er að lækka afurðaverð til bænda. Hundrað milljónirnar, sem um ræðir, eru alls ekki ætlaðar til að bæta kjör bænda. Þær eru til þess ætlaðar að koma í veg fyrir verðlækkun til íslenskra neytenda. Þær eru ætlaðar afurðastöðvum og milliliðum í íslenskum landbúnaði en ekki bændum sjálfum. Og þær eru á kostnað neytenda á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi eru skattgreiðendur og neytendur einn og sami aðilinn og það á að nota skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga í útlöndum. Í öðru lagi er þessi ráðstöfun skattfjár beinlínis ætluð til að halda uppi verði á matvælum til íslenskra neytenda hér á Íslandi. Í þriðja lagi eru húsnæðislán íslenskra neytenda verðtryggð og hækkun matarverðs veldur hækkun vísitölu neysluverðs og leggst þannig ofan á höfuðstól húsnæðislánanna. Ráðherrann nefnir ekki einu orði í inngangi jólakveðju sinnar þá alvarlegu staðreynd að vegna verðtryggingar neytendalána hér á landi eru allar aðgerðir ríkisvaldsins til að halda uppi matvælaverði mun alvarlegri en í löndum þar sem engin verðtrygging lánaskuldbindinga er. Ólíkt hafast menn að. Í eina tíð niðurgreiddu íslensk stjórnvöld lambakjöt ofan í Íslendinga til að hafa hemil á verðbólgu hér á landi. Nú nota stjórnvöld íslenska skattpeninga til að niðurgreiða lambakjöt ofan í útlendinga í útlöndum beinlínis til að auka eða viðhalda verðbólgu hér á landi. Ráðherrann lætur að því liggja að þessar niðurgreiðslur/útflutningsbætur séu ætlaðar til að viðhalda byggð í landinu og tryggja kjör bænda. Ekki gef ég mikið fyrir slíkt frá ráðherra sem stendur dyggan vörð um landbúnaðarkerfi sem þjónar hvorki bændum né neytendum en virðist hannað utan um hagsmunagæslu milliliða. Einnig ítreka ég að í fyrrnefndu opnu bréfi til þingmanna bendi ég á að ef vilji stjórnvalda stendur til að bæta hag sauðfjárbænda eru til leiðir að því markmiði aðrar en þær að nota íslenskt skattfé til að niðurgreiða mat ofan í útlendinga og halda uppi matvælaverði á Íslandi. Þá heldur ráðherrann því fram að lambakjöt sé svo ódýrt hér á landi í alþjóðlegum samanburði að áhyggjur mínar af verðlagningu þess til íslenskra neytenda séu óþarfar. Lauslegur samanburður á verði lambalæris hér á landi og í nokkrum nágrannalöndum okkar bendir til þess að ekki sé mikill munur á verðinu hér á landi og ytra. Jafnvel virðist fremur halla á Ísland í þeim samanburði. Ráðherrann hefur af því miklar áhyggjur að Neytendasamtökin skipti sér af tilraunum stjórnvalda til að nota skattpeninga til að halda uppi verði á lambakjöti til íslenskra neytenda og beinir því til mín að horfa frekar á álagningu verslunarinnar hér á landi. Nú efast ég ekki um að Gunnar Bragi er önnum kafinn maður en er það virkilega svo að umræðan síðustu vikna um okur á Íslandi og þátttaka okkar hjá Neytendasamtökunum, sem höfum einmitt gagnrýnt okur í íslenskri verslun, í henni hafi með öllu farið fram hjá honum? Landbúnaðarráðherra er hér með boðið í kaffi til mín á skrifstofu Neytendasamtakanna þar sem ég get farið yfir áherslur samtakanna og helstu atriði sem snúa að neytendavernd með honum. Ég held að við eigum ekki Bragakaffi uppi í skáp en ég lofa honum góðum sopa og íslenskri mjólk eða rjóma út í ef hann tekur það ekki svart. Ég óska svo Gunnari Braga og öllum landsmönnum farsældar á komandi ári og vona að hann sé einhvers vísari eftir lestur inngangs þessarar jólakveðju.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun