Ragnar Sig: Aldrei áður lent í því að fara efast um sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 09:30 Ragnar Sigurðsson var frábær á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira