Segja aðgerðirnar til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2016 21:45 Vladimir Putin, forseti Rússlands. Vísir/AFP Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira
Rússar segja refsiaðgerðir Bandaríkjanna vera til marks um „óútreiknanlega og árásargjarna“ utanríkisstefnu Barack Obama. Þar að auki telja þeir aðgerðirnar vera óréttlátar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum. Þeir vara við því að aðgerðirnar muni ganga frá öllum samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna. Rússar segja allar ásakanir um tölvuárásir og tilraunir til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum vera rangar. Bandaríkin tilkynntu í kvöld viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi og að 35 erindrekar yrðu reknir úr landi.Sjá einnig: Bandaríkin reka 35 rússneska erindreka úr landi Talsmaður Vladimir Putin, forseta Rússlands, segir að aðgerðunum verði svarað en hins vegar liggi ekki á viðbrögðum Rússlands. Stutt sé í að nýr forseti taki við völdum í Bandaríkjunum.Sendiráð Rússlands í Bretlandi hefur tjáð sig um aðgerðir Bandaríkjanna á Twitter.„Við búumst við því að okkur takist að losna við svo klaufalegar aðgerðir,“ er haft eftir Dmitry Peskov, talsmanni Putin, á vef RT. Enn fremur segist hann telja að Bandaríkin og Rússland muni geta tekið sameiginleg skref í átt að bættum samskiptum ríkjanna.Peskov segir að Putin muni skipa fyrir um „viðeigandi“ viðbrögð gegn refsiaðgerðum Bandaríkjanna. Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gæti snúið ákvörðun ríkisstjórnar Obama við þegar hann tekur við völdum þann 20. janúar. Ónefndur en háttsettur embættismaður sem Reuters ræddi við segir hins vegar að það væri ekki ráðlegt. Engin ástæða sé til þess að trúa að Rússar ætli sér að hætta afskiptum af kosningum annarra ríkja. Þar á meðal í evrópskum ríkjum sem séu bandamenn Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira