Aukaleikarinn eignar sér sviðið | Besti varnarmaðurinn í Hafnarfjarðarslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. desember 2016 20:30 Daníel skoraði fimm mörk gegn FH. vísir/ernir Daníel Þór Ingason hefur reynst góð viðbót við lið Hauka. Þessi 21 árs gamla skytta kom til Hauka frá Val fyrir tímabilið og eftir rólega byrjun hefur hann fundið sig vel í liði Íslandsmeistarana. Daníel var í aukahlutverki hjá Val en er byrjunarliðsmaður hjá Haukum í dag. Daníel er fjórði markahæsti leikmaður Hauka í vetur með 75 mörk í 15 deildarleikjum. Fimm þeirra komu í sigrinum á erkifjendunum í FH í gær.HB Statz greindi Hafnarfjarðarslaginn í gær og samkvæmt einkunnagjöf þeirra var Daníel næstbesti leikmaður Hauka í leiknum. Hann fékk 9,0 í heildareinkunn; 8,9 fyrir frammistöðuna í sókn og 9,1 fyrir varnarframmistöðu sína. Enginn leikmaður á vellinum fékk betri einkunn fyrir varnarleik sinn í gær.Varnarmaður leiksins: Daniel Ingi (9.1) 7 löglegar stöðvanir - 1 stolinn - 1 blokk #handbolti#olisdeildin — HBStatz (@HBSstatz) December 15, 2016Samkvæmt tölfræði HB Statz var Daníel með sjö löglegar stöðvanir, þ.e. brot þar sem varnarmaðurinn fær ekki tvær mínútur fyrir. Daníel var með flestar löglegar stöðvanir af öllum á vellinum. Raunar höfðu Haukar mikla yfirburði í þessum efnum; voru með 25 löglegar stöðvanir gegn 15 hjá FH. Daníel stal boltanum einu sinni í leiknum í gær og varði eitt skot. Alls vörðu varnarmenn Hauka níu skot í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. Á meðan varði FH-vörnin aðeins eitt skot. Daníel skoraði sem áður sagði fimm mörk í leiknum. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og tapaði aðeins einum bolta. Skínandi leikur hjá þessum efnilega leikmanni. Þess má geta að Daníel er sonur Inga Rafns Jónssonar sem lék með Val á 10. áratug síðustu aldar. Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Haukum. Þeir fara inn í HM-fríið í 2. sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00 Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Daníel Þór Ingason hefur reynst góð viðbót við lið Hauka. Þessi 21 árs gamla skytta kom til Hauka frá Val fyrir tímabilið og eftir rólega byrjun hefur hann fundið sig vel í liði Íslandsmeistarana. Daníel var í aukahlutverki hjá Val en er byrjunarliðsmaður hjá Haukum í dag. Daníel er fjórði markahæsti leikmaður Hauka í vetur með 75 mörk í 15 deildarleikjum. Fimm þeirra komu í sigrinum á erkifjendunum í FH í gær.HB Statz greindi Hafnarfjarðarslaginn í gær og samkvæmt einkunnagjöf þeirra var Daníel næstbesti leikmaður Hauka í leiknum. Hann fékk 9,0 í heildareinkunn; 8,9 fyrir frammistöðuna í sókn og 9,1 fyrir varnarframmistöðu sína. Enginn leikmaður á vellinum fékk betri einkunn fyrir varnarleik sinn í gær.Varnarmaður leiksins: Daniel Ingi (9.1) 7 löglegar stöðvanir - 1 stolinn - 1 blokk #handbolti#olisdeildin — HBStatz (@HBSstatz) December 15, 2016Samkvæmt tölfræði HB Statz var Daníel með sjö löglegar stöðvanir, þ.e. brot þar sem varnarmaðurinn fær ekki tvær mínútur fyrir. Daníel var með flestar löglegar stöðvanir af öllum á vellinum. Raunar höfðu Haukar mikla yfirburði í þessum efnum; voru með 25 löglegar stöðvanir gegn 15 hjá FH. Daníel stal boltanum einu sinni í leiknum í gær og varði eitt skot. Alls vörðu varnarmenn Hauka níu skot í leiknum, þar af átta í fyrri hálfleik. Á meðan varði FH-vörnin aðeins eitt skot. Daníel skoraði sem áður sagði fimm mörk í leiknum. Hann gaf einnig þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og tapaði aðeins einum bolta. Skínandi leikur hjá þessum efnilega leikmanni. Þess má geta að Daníel er sonur Inga Rafns Jónssonar sem lék með Val á 10. áratug síðustu aldar. Sigurinn í gær var sá níundi í röð hjá Haukum. Þeir fara inn í HM-fríið í 2. sæti Olís-deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00 Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00 Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Fjórföld ástæða fyrir sigurhring Hauka Fjórir leikmenn Hauka hafa skorað fimm mörk eða fleiri í leik í átta leikja sigurgöngu liðsins í Olís-deild karla. Haukaliðið getur lokað hringnum með sigri á nágrönnum sínum í Kaplakrika í kvöld en Haukaliðið væri þá búið að 15. desember 2016 06:00
Sjáðu pungsparkið sem breytti Hafnarfjarðarslagnum | Myndband Adam Haukur Baumruk fékk að líta rauða spjaldið í Hafnarfjarðarslagnum og í kjölfarið kom 6-2 kafli hjá Haukum sem taldi mikið þegar uppi var staðið. 16. desember 2016 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 29-30 | Dramatískur Haukasigur Haukar unnu dramatískan sigur á FH, 29-30, í Hafnarfjarðarslagnum í Olís-deild karla í kvöld. 15. desember 2016 22:00
Utan vallar: Handboltaáhugafólk fékk óvænta veisluþjónustu í tölfræði Tölfræði er framandi hugtak fyrir Handknattleikssamband Íslands en handboltamenn eiga hauk í horni í handboltatölfræðisíðunni hbstatz.is. 16. desember 2016 12:00