Rosberg: Næsta skref er að einbeita mér eingöngu að því að vera faðir og eiginmaður Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. desember 2016 17:17 Rosberg fagnar titlinum fyrir fimm dögum síðan. Vísir/Getty Nico Rosberg sem tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil ökumanna um síðustu helgi tilkynnti óvænt í dag að hann sé hættur keppni í Formúlu 1. Rosberg tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem haldin var í tilefni af því að í kvöld fær hann bikarinn formlega afhendann við hátíðlega athöfn í Vín í Austurríki. Kappakstursheimurinn er sleginn yfir óvæntum tíðindum dagsins. Rosberg er fyrsti ríkjandi heimsmeistarinn til að hætta síðan Alain Prost gerði það árið 1993. Ástæðurnar sem Rosberg gaf á fundinum voru meðal annars að tímabilið hefði tekið verulega á og hann hefði ekki getað sinnt fjölskyldu sinni eins og hann vildi. Eins sagði heimsmeistarinn að hann hefði alltaf haft þann draum að verða heimsmeistari í Formúlu 1 og sá draumur væri nú orðinn að veruleika. „Næsta skref er að einbeita mér eingöngu að því að vera faðir og eiginmaður í bili. Ég hlakka mjög mikið til þess,“ sagði Rosberg. „Það þarf mikinn kjark í að taka svona ákvörðun og sýnir hún hvernig mann Nico hefur að geyma. Hann er að hætta á toppi ferilsins, sem heimsmeistari, hann hefur nú náð markmiðinu sem hann setti sér í æsku. Hann var svo skýr með þessa hugsun þegar hann tilkynnti mér þetta fyrst að ég tók þessu strax sem raunverulegu. Nico hefur verið gríðarlega mikill keppnismaður og komið til baka eftir erfiða tíma á ferlingum og verið okkur innblástur. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu innan íþróttarinnar og gefið sig allan til liðsins síðan 2010. Við viljum einfaldlega þakka honum fyrir hans magnaða framlag til þess árangurs sem við höfum náð. Hann hefur ekið með tveimur af allra bestu ökumönnum sögunnar, Michael [Schumacher] og Lewis [Hamilton],“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Rosberg hóf keppni í Formúlu 1 árið 2006 með Williams liðinu.Vísir/GettyStólaleikurinn um sæti hjá Mercedes Mercedes liðið þarf nú að finna annan ökumann í stað Rosberg. Síminn hjá Wolff hefur líklega ekki stoppað mikið síðan tilkynningin kom fyrr í dag. Þegar eru uppi sögur um hver hreppir hnossið ef svo má segja, enda líklega eftirsóknarverðasta kappaksturssæti í heiminum að losna. Fernando Alonso, Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og fleiri hafa verið nefndir sem mögulegir ökumenn í sætið. Fleiri geta þó komið til greina en það mun væntanlega skýrast á næstu dögum. Stólaleikurinn hefst þá frá og með deginum í dag. Lewis Hamilton, nú fyrrum liðsfélagi Rosberg hefur sagt að honum sé sama hver tekur við sæti Rosberg. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Hamilton. „Það verður skrýtið og sorglegt að hafa hann ekki með á næsta ári,“ bætti Hamilton við. Hamilton bætti við að ef liðið vildi leita ráða hjá honum um hver ætti að fá sætið þá myndi hann veita aðstoð sína en annars væri honum sama. Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að það verði raunverulega vandamál að finna ökumann í sætið sem Rosberg skilur eftir sig autt. „Við vorum með besta mögulega ökumannsparið sem við gátum haft. Við vissum hvað við höfðum með Lewis og Nico,“ sagði þrefaldi heimsmeistarinn. „Nico kom okkur á óvart. Kappakstursökumenn hætta þegar þeir vilja hætta. Það er ekkert utanaðkomandi sem getur haft áhrif á þá niðurstöðu þeirra,“ bætti Lauda við. Martin Brundle, fyrrum ökumaður í Formúlu 1 og einn sérfræðinga Sky Sports sagði í viðtali fyrr í dag að hann ætti erfitt með að trúa þessu. „Ég hélt fyrst að þetta væri aprílgabb en það er ekki fyrsti apríl. Þetta kemur mjög á óvart. Hann hefur greinilega fengið nóg. Hann er ekki úr sér genginn. Hann er í góðu formi og er fljótur,“ sagði Brundle. Spretthlaups-konungurinn Usain Bolt var hissa á ákvörðun Rosberg. „Ég skil ekki ákvörðunina. Það hafa allir sínar ástæður en ég hreinlega skil þetta ekki. Ætli honum hafi ekki bara liðið eins og hann hafi afrekað það sem hann ætlaði að afreka,“ sagði Bolt.Dear fans, thx for your support over the years!pic.twitter.com/RDSQgGjFY8— Nico Rosberg (@nico_rosberg) December 2, 2016 Formúla Tengdar fréttir Hamilton hótaði því að hætta að keyra fyrir Mercedes Það gekk mikið á hjá Mercedes-liðinu í Formúlu 1 á tímabilinu en mestu lætin voru líklega er Lewis Hamilton bauðst til þess að yfirgefa herbúðir liðsins. 1. desember 2016 10:00 Herra og frú heimsmeistari Nico Rosberg tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt í fyrsta sinn með því að ná öðru sæti í lokakappakstrinum í Abú Dabí. 28. nóvember 2016 12:00 Bílskúrinn: Einvígið í Abú Dabí Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins varð heimsmeistari ökumanna með því að koma annar í mark í Abú Dabí. Liðsfélagi hans og fyrrum heimsmeistari, Lewis Hamilton gerði allt sem hann gat til tryggja sér titilinn en allt kom fyrir ekki. 1. desember 2016 17:45 Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16 Rosberg hendir stýrinu óvænt upp í hillu Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, tilkynnti í dag að hann væri hættur. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 2. desember 2016 13:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg sem tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil ökumanna um síðustu helgi tilkynnti óvænt í dag að hann sé hættur keppni í Formúlu 1. Rosberg tilkynnti þetta á blaðamannafundi sem haldin var í tilefni af því að í kvöld fær hann bikarinn formlega afhendann við hátíðlega athöfn í Vín í Austurríki. Kappakstursheimurinn er sleginn yfir óvæntum tíðindum dagsins. Rosberg er fyrsti ríkjandi heimsmeistarinn til að hætta síðan Alain Prost gerði það árið 1993. Ástæðurnar sem Rosberg gaf á fundinum voru meðal annars að tímabilið hefði tekið verulega á og hann hefði ekki getað sinnt fjölskyldu sinni eins og hann vildi. Eins sagði heimsmeistarinn að hann hefði alltaf haft þann draum að verða heimsmeistari í Formúlu 1 og sá draumur væri nú orðinn að veruleika. „Næsta skref er að einbeita mér eingöngu að því að vera faðir og eiginmaður í bili. Ég hlakka mjög mikið til þess,“ sagði Rosberg. „Það þarf mikinn kjark í að taka svona ákvörðun og sýnir hún hvernig mann Nico hefur að geyma. Hann er að hætta á toppi ferilsins, sem heimsmeistari, hann hefur nú náð markmiðinu sem hann setti sér í æsku. Hann var svo skýr með þessa hugsun þegar hann tilkynnti mér þetta fyrst að ég tók þessu strax sem raunverulegu. Nico hefur verið gríðarlega mikill keppnismaður og komið til baka eftir erfiða tíma á ferlingum og verið okkur innblástur. Hann hefur unnið sér inn mikla virðingu innan íþróttarinnar og gefið sig allan til liðsins síðan 2010. Við viljum einfaldlega þakka honum fyrir hans magnaða framlag til þess árangurs sem við höfum náð. Hann hefur ekið með tveimur af allra bestu ökumönnum sögunnar, Michael [Schumacher] og Lewis [Hamilton],“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes.Rosberg hóf keppni í Formúlu 1 árið 2006 með Williams liðinu.Vísir/GettyStólaleikurinn um sæti hjá Mercedes Mercedes liðið þarf nú að finna annan ökumann í stað Rosberg. Síminn hjá Wolff hefur líklega ekki stoppað mikið síðan tilkynningin kom fyrr í dag. Þegar eru uppi sögur um hver hreppir hnossið ef svo má segja, enda líklega eftirsóknarverðasta kappaksturssæti í heiminum að losna. Fernando Alonso, Sebastian Vettel, Valtteri Bottas og fleiri hafa verið nefndir sem mögulegir ökumenn í sætið. Fleiri geta þó komið til greina en það mun væntanlega skýrast á næstu dögum. Stólaleikurinn hefst þá frá og með deginum í dag. Lewis Hamilton, nú fyrrum liðsfélagi Rosberg hefur sagt að honum sé sama hver tekur við sæti Rosberg. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Hamilton. „Það verður skrýtið og sorglegt að hafa hann ekki með á næsta ári,“ bætti Hamilton við. Hamilton bætti við að ef liðið vildi leita ráða hjá honum um hver ætti að fá sætið þá myndi hann veita aðstoð sína en annars væri honum sama. Niki Lauda, sérstakur ráðgjafi Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að það verði raunverulega vandamál að finna ökumann í sætið sem Rosberg skilur eftir sig autt. „Við vorum með besta mögulega ökumannsparið sem við gátum haft. Við vissum hvað við höfðum með Lewis og Nico,“ sagði þrefaldi heimsmeistarinn. „Nico kom okkur á óvart. Kappakstursökumenn hætta þegar þeir vilja hætta. Það er ekkert utanaðkomandi sem getur haft áhrif á þá niðurstöðu þeirra,“ bætti Lauda við. Martin Brundle, fyrrum ökumaður í Formúlu 1 og einn sérfræðinga Sky Sports sagði í viðtali fyrr í dag að hann ætti erfitt með að trúa þessu. „Ég hélt fyrst að þetta væri aprílgabb en það er ekki fyrsti apríl. Þetta kemur mjög á óvart. Hann hefur greinilega fengið nóg. Hann er ekki úr sér genginn. Hann er í góðu formi og er fljótur,“ sagði Brundle. Spretthlaups-konungurinn Usain Bolt var hissa á ákvörðun Rosberg. „Ég skil ekki ákvörðunina. Það hafa allir sínar ástæður en ég hreinlega skil þetta ekki. Ætli honum hafi ekki bara liðið eins og hann hafi afrekað það sem hann ætlaði að afreka,“ sagði Bolt.Dear fans, thx for your support over the years!pic.twitter.com/RDSQgGjFY8— Nico Rosberg (@nico_rosberg) December 2, 2016
Formúla Tengdar fréttir Hamilton hótaði því að hætta að keyra fyrir Mercedes Það gekk mikið á hjá Mercedes-liðinu í Formúlu 1 á tímabilinu en mestu lætin voru líklega er Lewis Hamilton bauðst til þess að yfirgefa herbúðir liðsins. 1. desember 2016 10:00 Herra og frú heimsmeistari Nico Rosberg tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt í fyrsta sinn með því að ná öðru sæti í lokakappakstrinum í Abú Dabí. 28. nóvember 2016 12:00 Bílskúrinn: Einvígið í Abú Dabí Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins varð heimsmeistari ökumanna með því að koma annar í mark í Abú Dabí. Liðsfélagi hans og fyrrum heimsmeistari, Lewis Hamilton gerði allt sem hann gat til tryggja sér titilinn en allt kom fyrir ekki. 1. desember 2016 17:45 Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16 Rosberg hendir stýrinu óvænt upp í hillu Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, tilkynnti í dag að hann væri hættur. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 2. desember 2016 13:32 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton hótaði því að hætta að keyra fyrir Mercedes Það gekk mikið á hjá Mercedes-liðinu í Formúlu 1 á tímabilinu en mestu lætin voru líklega er Lewis Hamilton bauðst til þess að yfirgefa herbúðir liðsins. 1. desember 2016 10:00
Herra og frú heimsmeistari Nico Rosberg tryggði sér í gær heimsmeistaratitilinn í formúlu eitt í fyrsta sinn með því að ná öðru sæti í lokakappakstrinum í Abú Dabí. 28. nóvember 2016 12:00
Bílskúrinn: Einvígið í Abú Dabí Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins varð heimsmeistari ökumanna með því að koma annar í mark í Abú Dabí. Liðsfélagi hans og fyrrum heimsmeistari, Lewis Hamilton gerði allt sem hann gat til tryggja sér titilinn en allt kom fyrir ekki. 1. desember 2016 17:45
Rosberg tryggði sér heimsmeistaratitilinn | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir lokakeppni tímabilsins í Formúlu 1. Keppnin var hin besta skemmtun. 27. nóvember 2016 15:16
Rosberg hendir stýrinu óvænt upp í hillu Heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, tilkynnti í dag að hann væri hættur. Þessi tíðindi koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. 2. desember 2016 13:32