Apple hyggst fjárfesta í sjálfkeyrandi bílum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 21:09 Ljóst er að tæknirisinn ætlar að beita sér á sjálfkeyrandi bílamarkaðnum. Vísir/EPA Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stórfyrirtækið Apple hefur viðurkennt í fyrsta skiptið að það hyggst fjárfesta í tækni tengdri sjálfkeyrandi bílum. Þetta kemur fram í bréfi fyrirtækisins til bandarískra samgönguyfirvalda. BBC greinir frá.Í umræddu bréfi kemur fram að Apple telur að gríðarlegan samfélagslegan ávinning megi hafa af sjálfkeyrandi bílum í framtíðinni. Orðrómar um að fyrirtækið hyggðist beita sér í þessum geira hafa lengi verið uppi, en ekki verið staðfestir þar til nú. Talsmaður Apple sagði að í bréfinu til samgönguyfirvalda hefði fyrirtækið lagt áherslu á mikilvægi þess að ríkisvaldið sýndi hófsemi í reglugerðum fyrir sjálfkeyrandi bíla. Þetta væri nauðsynlegt til að tryggja að gömlum sem og nýjum bílaframleiðendum væri ekki mismunað.Leggja til að fyrirtæki sameini krafta sínaApple lagði jafnframt til að fyrirtæki sem væru að framleiða sjálfkeyrandi bíla eða hyggðust gera slíkt myndu sameina krafta sína. Þannig væri hægt að vinna saman að þróunarstarfi bílanna með því að deila upplýsingum um árekstra og önnur lítilvægari óhöpp. Þetta gæti tryggt betri og öruggari aksturskerfi fyrir bílana. Mikilvægt væri að hið opinbera ætti í samstarfi við fyrirtækin um réttláta deilingu og meðferð slíkra upplýsinga. Ekki er ljóst hvort að Apple hyggst framleiða eigin sjálfkeyrandi bíl. Uppi hafa verið kenningar um að fyrirtækið hafi hætt við þau plön til þess að einbeita sér þess í stað að því að framleiða hugbúnað fyrir sjálfkeyrandi bíla sem aðrir framleiðendur geta nýtt sér.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira