Foo Fighters og The Prodigy koma fram á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2016 17:15 Búast má við mörg þúsund manns á hátíðinni 15. -18. júní næsta sumar. vísir/getty Stærsta tónlistarhátíð landsins Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var gangsett árið 2014. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynna í dag fyrstu tónlistaratriðin sem koma fram í Laugardalnum 15.-18. júní næstkomandi. Rokksveitin Foo Fighters er þar fremst á lista ásamt bresku raftónlistargoðsögnunum úr The Prodigy sem hefur verið ein vinsælasta rafsveit heims síðan á tíunda áratugnum. Einnig ber að nefna Richard Ashcroft, fyrrum forsprakka The Verve, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dubfire, Novelist, Dusky og má vænta fleiri stjarna úr raftónlistarheiminum á borð við hústónlistarfrömuðinn Kerri Chandler sem snýr aftur til þess að spila á tónlistarhátíðinni í þriðja skiptið. Íslendingar eru nú ekki lítið þekktir fyrir sína eigin tónlistarsenu og eiga því að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni en þeir sem staðfest hafa komu sína eru meðal annars Högni, Úlfur Úlfur, Amabadama, Emmsjé Gauti, GKR, Tiny, Aron Can, KSF og Alvia Islandia. Að auki hafa virtar tónlistarútgáfur á borð við Circoloco, Anjunadeep, Crew Love, ATG og SCI+TEC staðfest komu sína ásamt sínum listamönnum til þess að spila undir miðnætursólinni. Einsog áður fer tónlistarhátíðin fram á sumarsólstöðunum helgina 15.-18. júní 2017 og mun því sólin ekki setjast á meðan á hátíðinni stendur. Þó þetta kunni að vera eðlislægt fyrir Íslendinga þá hefur þessi sérstaða hátíðarinnar orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja hátíðina heim hvaðanæva úr veröldinni, ekki bara vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna þessa magnaða náttúrufyrirbæris. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að þeir leggi ríka áherslu á umhverfismál og það er henni mikið mál að minnka kolefnisfótspor sitt til muna. „Er það því skipuleggjendum Secret Solstice mikill heiður að tilkynna að hátíðin hefur hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil annað árið í röð. Þetta er að miklu leyti að þakka þeirri ákvörðun Secret Solstice að knýja hátíðina með jarðhitarafmagni sem framleitt er á hátíðarsvæðinu sjálfu ásamt því að vega upp á móti losun kolefnis með því að notast einungis við svonefnda hybrid bíla frá Toyota á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Miðar á fjórðu tónlistarhátíð Secret Solstice eru þegar komnir í sölu og eru fáanlegir á vefsíðunum Tix.is og Eventbrite fyrir 17.900 krónur.Fyrsta nöfn tónlistaratriða Secret Solstice 2017 má sjá hér að neðan:Foo Fighters The Prodigy Richard Ashcroft Dubfire Pharoahe Monch Foreign Beggars Dusky Kerri Chandler Rhye Högni Kiasmos Úlfur Úlfur Soul Clap John Acquaviva Wolf + Lamb Amabadama Emmsjé Gauti Tania Vulcano Droog Yotto Novelist Soffía Björg Artwork Klose One Tiny BenSol Shades of Reykjavík GKR Aron Can Dave Lord Pusswhip Krysko & Greg Lord [UK] Hildur KSF Alvia Islandia SXSXSX Fox Train Safari Kilo Captain Syrup Marteinn Tónlist Tengdar fréttir Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stærsta tónlistarhátíð landsins Secret Solstice hefur farið ört stækkandi síðan hún var gangsett árið 2014. Skipuleggjendur hátíðarinnar tilkynna í dag fyrstu tónlistaratriðin sem koma fram í Laugardalnum 15.-18. júní næstkomandi. Rokksveitin Foo Fighters er þar fremst á lista ásamt bresku raftónlistargoðsögnunum úr The Prodigy sem hefur verið ein vinsælasta rafsveit heims síðan á tíunda áratugnum. Einnig ber að nefna Richard Ashcroft, fyrrum forsprakka The Verve, Pharoahe Monch, Foreign Beggars, Dubfire, Novelist, Dusky og má vænta fleiri stjarna úr raftónlistarheiminum á borð við hústónlistarfrömuðinn Kerri Chandler sem snýr aftur til þess að spila á tónlistarhátíðinni í þriðja skiptið. Íslendingar eru nú ekki lítið þekktir fyrir sína eigin tónlistarsenu og eiga því að sjálfsögðu sína fulltrúa á hátíðinni en þeir sem staðfest hafa komu sína eru meðal annars Högni, Úlfur Úlfur, Amabadama, Emmsjé Gauti, GKR, Tiny, Aron Can, KSF og Alvia Islandia. Að auki hafa virtar tónlistarútgáfur á borð við Circoloco, Anjunadeep, Crew Love, ATG og SCI+TEC staðfest komu sína ásamt sínum listamönnum til þess að spila undir miðnætursólinni. Einsog áður fer tónlistarhátíðin fram á sumarsólstöðunum helgina 15.-18. júní 2017 og mun því sólin ekki setjast á meðan á hátíðinni stendur. Þó þetta kunni að vera eðlislægt fyrir Íslendinga þá hefur þessi sérstaða hátíðarinnar orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja hátíðina heim hvaðanæva úr veröldinni, ekki bara vegna tónlistarinnar heldur einnig vegna þessa magnaða náttúrufyrirbæris. Í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að þeir leggi ríka áherslu á umhverfismál og það er henni mikið mál að minnka kolefnisfótspor sitt til muna. „Er það því skipuleggjendum Secret Solstice mikill heiður að tilkynna að hátíðin hefur hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil annað árið í röð. Þetta er að miklu leyti að þakka þeirri ákvörðun Secret Solstice að knýja hátíðina með jarðhitarafmagni sem framleitt er á hátíðarsvæðinu sjálfu ásamt því að vega upp á móti losun kolefnis með því að notast einungis við svonefnda hybrid bíla frá Toyota á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Miðar á fjórðu tónlistarhátíð Secret Solstice eru þegar komnir í sölu og eru fáanlegir á vefsíðunum Tix.is og Eventbrite fyrir 17.900 krónur.Fyrsta nöfn tónlistaratriða Secret Solstice 2017 má sjá hér að neðan:Foo Fighters The Prodigy Richard Ashcroft Dubfire Pharoahe Monch Foreign Beggars Dusky Kerri Chandler Rhye Högni Kiasmos Úlfur Úlfur Soul Clap John Acquaviva Wolf + Lamb Amabadama Emmsjé Gauti Tania Vulcano Droog Yotto Novelist Soffía Björg Artwork Klose One Tiny BenSol Shades of Reykjavík GKR Aron Can Dave Lord Pusswhip Krysko & Greg Lord [UK] Hildur KSF Alvia Islandia SXSXSX Fox Train Safari Kilo Captain Syrup Marteinn
Tónlist Tengdar fréttir Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Stór tilkynning frá Secret Solstice í dag Tónlistarhátíðin Secret Solstice fer fram í Laugardalnum 15.-18. júní á næsta ári. 6. desember 2016 11:00