Heimurinn væri betri ef fleiri hlustuðu á þungarokk Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 9. desember 2016 11:15 Mynd/gva Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari einnar hrikalegustu þungarokksveitar landsins, Skálmaldar. Á sviðinu sveiflar hann síðu hári og segir dynjandi dauðarokk það besta til að róa taugarnar. Þar fyrir utan gengst hann lítið upp í harðhausaímynd rokksins. Hann hlustar á jólalög og verður meira að segja með jólahugvekju á sunnudag klukkan 15 í Hannesarholti. „Ég hlakka mikið til. Hugvekja er svo fallegt hugtak, fallegt orð. Þetta verður söngstund hvar allir sem vilja geta sungið með, ég ætla að segja sögur og jólaandinn mun svífa yfir,“ segir Þráinn. „Jólahugvekja“ vekur óneitanlega spurninguna um hvort hann sé trúaður rokkari. „Ja, ég veit ekki hvernig best er að svara þessu. Ég trúi ekki á guð eins og hann er settur fram í kenningum kristinna manna, það meikar bara ekki sens fyrir mér og ef hann er til þá þarf hann að útskýra ansi margt. Ég held að móðir náttúra sé sterkasta aflið í heiminum. Auðvitað er þægilegt að ímynda sér líf eftir dauðann en á meðan við erum sannarlega hér er mikilvægt að einbeita sér að því og gera sitt besta til að láta sér og öðrum líða vel. Við eigum að vera dugleg að hjálpa hvert öðru og passa upp á hvert annað,“ segir Þráinn og þar með fauk harðhausarokkímyndin út um gluggann. Í ljós kemur að Þráinn er sveitamaður að norðan.Tónlistin náði þó tökum á honum strax í æsku svo leiðin lá ekki í Bændaskólann.Á tónleikaferð um Frakkland þar sem einir tónleikar fóru fram í Klaustri.„Það kom aldrei til tals að ég tæki við búinu enda sáu foreldrar mínir fljótt að hausinn á mér var í tónlistinni. Ég á mér samt þann draum að enda sem fjárbóndi hvort sem það getur nú talist gáfulegt,“ segir hann sposkur. „Ég ólst upp í Torfunesi í Þingeyjarsýslu þar sem foreldrar mínir voru með fjárbúskap í félagsbúi með afa og ömmu á Rangá. Ég á eina systur, Margréti sem er fjórum árum eldri en ég en það voru alltaf milljón börn heima í Torfunesi, sérstaklega á sumrin. Á veturna var maður hins vegar mikið einn. Allt of mikið einn kannski. Ég var stórskrýtið eintak, held ég,“ segir Þráinn. „Ætli mamma hafi ekki alltaf verið mín helsta fyrirmynd, ég hékk utan í henni endalaust sem krakki en hún mataði mig á tónlist. Mamma dó fyrir nokkrum árum. Hún var grunnskólakennari og vann alltaf utan heimilis. Pabbi býr enn í Torfunesi og við förum öll sumur í sveitina og reynum að vera sem mest og lengst þar enda er hvergi betra að vera og því betur er fjölskylda mín sammála mér.“FráStuðmönnum í dauðarokkið „Ég hlustaði á allar plöturnar hennar mömmu og það sem var til heima; Hljóma, Beach Boys, Bítlana, CSN&Y, Stuðmenn og fleiri. Frændur mínir voru mér miklar fyrirmyndir en þeir áttu hljóðfæri sem var ansi stórt og merkilegt í huga sveitastráksins. Ég var syngjandi og raulandi allan daginn sem barn en svo heyrði ég í Deep Purple, Iron Maiden, AC/DC, Kiss og Dio og þá varð ekki aftur snúið. Unglingsárin voru svo í dauðarokkinu í kringum 1990 sem var stórkostlegt tímabil,“ segir Þráinn en vill ekki kannast við stormasöm unglingsár. „Ég var frekar rólegur unglingur, held ég, nema í skólanum. Afleitur námsmaður samt og oftast með vesen ef ég fékk ekki að vera í tónlist eða sagnfræðipælingum,“ segir hann. Hvað er það versta sem þú hefur gert af þér? „Úff … no comment!“ segir hann og hlær. „Ég les mikið tónlistar- og sögubækur. Ég er einfaldlega sagnfræðinörd. Seinni heimsstyrjöldin og saga mannsins heillar mig alveg óstjórnlega.”Allir frekir egóistar Hljómsveitin Skálmöld gaf út nýja hljómplötu í september, Vögguvísur Yggdrasils, og í kjölfarið fylgdi fjögurra vikna tónleikaferðalag. Nú er hljómsveitin í pásu þar til næsta tónleikaferðalag tekur við í febrúar um Skandinavíu og eftir það taka við tónleikahátíðir og svo frekari ferðalög næsta haust. „Þetta gengur bara býsna vel og við höldum ótrauðir áfram um sinn,“ segir Þráinn. Samkomulagið sé gott meðal hljómsveitarmeðlima þótt allir hafi þeir sterkar skoðanir. „Við semjum allir tónlistina og vinnum úr hugmyndunum saman. Snæbjörn semur textana enda hagur á orðin. Við tökumst auðvitað á og það eru ekkert allir alltaf sammála en við erum að vinna að sama markinu og ef allir eru samtaka þá er þetta minna mál. Við erum allir frekir og sjálflægir egóistar með sterkar skoðanir og þessi blanda virkar vel. Enginn amlóðaháttur hjá Skálmöld! Við krakka sem langar að stofna hljómsveit segi ég: Gerið það núna, strax! Ekki bíða! Látið ykkur dreyma um hvernig tónlistin á að hljóma og byrjið að æfa ykkur. Þegar þið eruð búin að æfa ykkur þá æfið þið ykkur aðeins meira og þegar þið eruð búin að því þá æfið pínulítið meira. Það er mikilvægt að hlusta á ráðleggingar annarra en þetta snýst samt alltaf um hve mikla vinnu þið leggið í þetta.“ Vínylsafnarinn Þráinn. „Þessir tveir eru úr hljómsveitinni Korpiklaani en á síðasta tónleikaferðalagi gengum við fleiri kílómetra á dag til að finna plötubúðir.“Slakar á við dauðarokkHvernig tilfinning er að horfa framan í öskrandi áhorfendur af sviðinu? „Líklega besta tilfinning í heimi. Öll feimni, allt stress og allt vesen hverfur þegar ég stíg upp á svið og sé áheyrendur. Að spila með Skálmöld og upplifa viðbrögðin sem við fáum er einstakt,“ segir Þráinn og þakkar vinsældir hljómsveitarinnar hjá breiðum hópi fólks á öllum aldri því, að þeir séu einlægir í sinni tónlistarsköpun. „Við erum heiðarlegir og elskum að gera það sem við gerum. Fólk tengir við það,“ segir hann og blæs á að rokkheimurinn sé lokaður harðhausaheimur sem ástæða sé fyrir lattelepjandi meðaljón að óttast. „Það eru bara rólegheitamenn í þungarokkinu, maður fær svo mikla útrás við að spila og hlusta á harða tónlist. Fleiri ættu að hlusta á þungarokk, þá væri heimurinn betri,“ fullyrðir Þráinn og segir ekkert betra til að róa taugarnar en dynjandi dauðarokk. „Ég þarf oftast kraftmikla tónlist til að mér líði vel og dauðarokkið fær mig til að slaka á. Svo á ég stundir þar sem ég nýt þess að hlusta á rólegheitamúsík eins og Mike Oldfield og klassíkina. Það var svo gaman að spila með sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og ég vona að við gerum þetta saman aftur. Tónlist er bara tónlist,“ segir Þráinn og þegar hann er spurður hvað hann sé að hlusta á í dag eru það jólalögin! En reyndar líka rokk. „Ég er að hlusta á Paradise Lost, Vallenfyre, nýju Metallica-plötuna og nýju Hammerfall-plötuna. Já og Motörhead, maður á alltaf að hlusta á Motörhead, alla daga, alltaf. Það er betra fyrir fólk.“Síða hárinu sveiflað á tónleikum. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið,“ segir Þráinn. Mynd/Halldór IngiFelur feimnina bak við hárið Þráinn er síðhærður eins og títt er um þungarokkara og spurður út í hárið á sér segir hann það ekki einungis þjóna þeim tilgangi að sveifla því á tónleikum. Lubbinn komi sér vel til að skýla sér á bak við, sérstaklega þegar spennufall taki við eftir tónleika. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið. Við höfum frá upphafi vanið okkur á að fara fram í sal eftir gigg og heilsað upp á fólk. Ég átti mjög erfitt með að stíga þetta skref á sínum tíma. Mér þykir gott að vera einn eftir tónleika og eftir gigg á ég til að detta niður í blús sem tekur smá stund að stíga upp úr en þetta er ekkert stórmál í dag. En ég neita því ekki að stundum kemur sér vel að fela sig bak við lubbann. Ég byrjaði að safna 14 ára gamall og nei, ég ætla ekki að klippa mig stutt,“ segir Þráinn og skellir upp úr þegar hann er spurður hvernig hann hirði um hárið á sér; fléttar hann það jafnvel eða bindur í tagl? „Ég fæ þessa spurningu óþægilega oft en ég geri ekkert sérstakt við hárið. Um daginn var ég reyndar spurður hvort ég ætti ekki að vera á hárvörusamningi. Mér líst vel á það, hendið inn tilboðum!“Ruglaður pabbi Þráinn býr með Berglindi Rúnarsdóttur og saman eiga þau tvær stelpur, Elísabetu tíu ára og Brynhildi, sem verður fjögurra ára í janúar. Dæturnar fá tónlistarlegt uppeldi en Þráinn rekur sinn eigin tónlistarskóla og segir krökkum mikilvægt að hafa aðgang að tónlist og hljóðfærum. Sjálfur glamrar hann á öll hljóðfæri og fær hljóm úr þeim öllum, nema trompet. Tónlist sé einfaldlega næring fyrir sálina. Eldri dóttirin hefur mætt á nokkra Skálmaldartónleika en annars segist Þráinn ekki ýta Skálmöld að dætrunum. „Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir hann. Spurður hvernig pabbi hann sé segist hann „óttalegur ruglukollur“. „En ég geri mitt besta,“ bætir hann við. Hann leggi mikið upp úr samveru við dætur sínar og fjölskyldan sé dugleg við að slaka á heima. „Mér finnst mjög mikilvægt að fara með yngri stelpuna í leikskólann og sækja hana, við tölum mikið saman á leiðinni og syngjum. Þetta eru gríðarlega mikilvægar stundir sem ég náði líka með eldri stelpunni á sínum tíma, hún röltir líka stundum með okkur áleiðis í skólann sinn. Við verjum miklum tíma saman, förum í sund, spilum á spil og hlustum á tónlist. Við erum líka góð í að slaka á heima, við erum ekkert á sífelldu brölti.“„Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir Þráinn um dætur sínar, þær Elísabetu, sem er hér með honum á mynd, og Brynhildi.Súrmeti hvunndags Einhvern veginn kemur ekki á óvart að Þráinn er hrifinn af gömlum og gildum íslenskum mat. Þorramatur er meira að segja á borðum hvunndags á heimilinu þó Þráinn sé líka hrifinn af vel krydduðum indverskum réttum. Matargleðinni deilir hann með föður sínum og stefna þeir á að gefa út bók. „Hún mun hugsanlega kallast „Borðað með feðgum“. Fólk þarf að læra að meta súrmetið og reykta matinn og ég held að þessi bók gæti slegið í gegn. Á kápunni verður mynd af innmat!“Jólahugvekja Þráins verður í Hannesarholti sunnudaginn 11. desember klukkan 15, en ekki í kvöld eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari einnar hrikalegustu þungarokksveitar landsins, Skálmaldar. Á sviðinu sveiflar hann síðu hári og segir dynjandi dauðarokk það besta til að róa taugarnar. Þar fyrir utan gengst hann lítið upp í harðhausaímynd rokksins. Hann hlustar á jólalög og verður meira að segja með jólahugvekju á sunnudag klukkan 15 í Hannesarholti. „Ég hlakka mikið til. Hugvekja er svo fallegt hugtak, fallegt orð. Þetta verður söngstund hvar allir sem vilja geta sungið með, ég ætla að segja sögur og jólaandinn mun svífa yfir,“ segir Þráinn. „Jólahugvekja“ vekur óneitanlega spurninguna um hvort hann sé trúaður rokkari. „Ja, ég veit ekki hvernig best er að svara þessu. Ég trúi ekki á guð eins og hann er settur fram í kenningum kristinna manna, það meikar bara ekki sens fyrir mér og ef hann er til þá þarf hann að útskýra ansi margt. Ég held að móðir náttúra sé sterkasta aflið í heiminum. Auðvitað er þægilegt að ímynda sér líf eftir dauðann en á meðan við erum sannarlega hér er mikilvægt að einbeita sér að því og gera sitt besta til að láta sér og öðrum líða vel. Við eigum að vera dugleg að hjálpa hvert öðru og passa upp á hvert annað,“ segir Þráinn og þar með fauk harðhausarokkímyndin út um gluggann. Í ljós kemur að Þráinn er sveitamaður að norðan.Tónlistin náði þó tökum á honum strax í æsku svo leiðin lá ekki í Bændaskólann.Á tónleikaferð um Frakkland þar sem einir tónleikar fóru fram í Klaustri.„Það kom aldrei til tals að ég tæki við búinu enda sáu foreldrar mínir fljótt að hausinn á mér var í tónlistinni. Ég á mér samt þann draum að enda sem fjárbóndi hvort sem það getur nú talist gáfulegt,“ segir hann sposkur. „Ég ólst upp í Torfunesi í Þingeyjarsýslu þar sem foreldrar mínir voru með fjárbúskap í félagsbúi með afa og ömmu á Rangá. Ég á eina systur, Margréti sem er fjórum árum eldri en ég en það voru alltaf milljón börn heima í Torfunesi, sérstaklega á sumrin. Á veturna var maður hins vegar mikið einn. Allt of mikið einn kannski. Ég var stórskrýtið eintak, held ég,“ segir Þráinn. „Ætli mamma hafi ekki alltaf verið mín helsta fyrirmynd, ég hékk utan í henni endalaust sem krakki en hún mataði mig á tónlist. Mamma dó fyrir nokkrum árum. Hún var grunnskólakennari og vann alltaf utan heimilis. Pabbi býr enn í Torfunesi og við förum öll sumur í sveitina og reynum að vera sem mest og lengst þar enda er hvergi betra að vera og því betur er fjölskylda mín sammála mér.“FráStuðmönnum í dauðarokkið „Ég hlustaði á allar plöturnar hennar mömmu og það sem var til heima; Hljóma, Beach Boys, Bítlana, CSN&Y, Stuðmenn og fleiri. Frændur mínir voru mér miklar fyrirmyndir en þeir áttu hljóðfæri sem var ansi stórt og merkilegt í huga sveitastráksins. Ég var syngjandi og raulandi allan daginn sem barn en svo heyrði ég í Deep Purple, Iron Maiden, AC/DC, Kiss og Dio og þá varð ekki aftur snúið. Unglingsárin voru svo í dauðarokkinu í kringum 1990 sem var stórkostlegt tímabil,“ segir Þráinn en vill ekki kannast við stormasöm unglingsár. „Ég var frekar rólegur unglingur, held ég, nema í skólanum. Afleitur námsmaður samt og oftast með vesen ef ég fékk ekki að vera í tónlist eða sagnfræðipælingum,“ segir hann. Hvað er það versta sem þú hefur gert af þér? „Úff … no comment!“ segir hann og hlær. „Ég les mikið tónlistar- og sögubækur. Ég er einfaldlega sagnfræðinörd. Seinni heimsstyrjöldin og saga mannsins heillar mig alveg óstjórnlega.”Allir frekir egóistar Hljómsveitin Skálmöld gaf út nýja hljómplötu í september, Vögguvísur Yggdrasils, og í kjölfarið fylgdi fjögurra vikna tónleikaferðalag. Nú er hljómsveitin í pásu þar til næsta tónleikaferðalag tekur við í febrúar um Skandinavíu og eftir það taka við tónleikahátíðir og svo frekari ferðalög næsta haust. „Þetta gengur bara býsna vel og við höldum ótrauðir áfram um sinn,“ segir Þráinn. Samkomulagið sé gott meðal hljómsveitarmeðlima þótt allir hafi þeir sterkar skoðanir. „Við semjum allir tónlistina og vinnum úr hugmyndunum saman. Snæbjörn semur textana enda hagur á orðin. Við tökumst auðvitað á og það eru ekkert allir alltaf sammála en við erum að vinna að sama markinu og ef allir eru samtaka þá er þetta minna mál. Við erum allir frekir og sjálflægir egóistar með sterkar skoðanir og þessi blanda virkar vel. Enginn amlóðaháttur hjá Skálmöld! Við krakka sem langar að stofna hljómsveit segi ég: Gerið það núna, strax! Ekki bíða! Látið ykkur dreyma um hvernig tónlistin á að hljóma og byrjið að æfa ykkur. Þegar þið eruð búin að æfa ykkur þá æfið þið ykkur aðeins meira og þegar þið eruð búin að því þá æfið pínulítið meira. Það er mikilvægt að hlusta á ráðleggingar annarra en þetta snýst samt alltaf um hve mikla vinnu þið leggið í þetta.“ Vínylsafnarinn Þráinn. „Þessir tveir eru úr hljómsveitinni Korpiklaani en á síðasta tónleikaferðalagi gengum við fleiri kílómetra á dag til að finna plötubúðir.“Slakar á við dauðarokkHvernig tilfinning er að horfa framan í öskrandi áhorfendur af sviðinu? „Líklega besta tilfinning í heimi. Öll feimni, allt stress og allt vesen hverfur þegar ég stíg upp á svið og sé áheyrendur. Að spila með Skálmöld og upplifa viðbrögðin sem við fáum er einstakt,“ segir Þráinn og þakkar vinsældir hljómsveitarinnar hjá breiðum hópi fólks á öllum aldri því, að þeir séu einlægir í sinni tónlistarsköpun. „Við erum heiðarlegir og elskum að gera það sem við gerum. Fólk tengir við það,“ segir hann og blæs á að rokkheimurinn sé lokaður harðhausaheimur sem ástæða sé fyrir lattelepjandi meðaljón að óttast. „Það eru bara rólegheitamenn í þungarokkinu, maður fær svo mikla útrás við að spila og hlusta á harða tónlist. Fleiri ættu að hlusta á þungarokk, þá væri heimurinn betri,“ fullyrðir Þráinn og segir ekkert betra til að róa taugarnar en dynjandi dauðarokk. „Ég þarf oftast kraftmikla tónlist til að mér líði vel og dauðarokkið fær mig til að slaka á. Svo á ég stundir þar sem ég nýt þess að hlusta á rólegheitamúsík eins og Mike Oldfield og klassíkina. Það var svo gaman að spila með sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og ég vona að við gerum þetta saman aftur. Tónlist er bara tónlist,“ segir Þráinn og þegar hann er spurður hvað hann sé að hlusta á í dag eru það jólalögin! En reyndar líka rokk. „Ég er að hlusta á Paradise Lost, Vallenfyre, nýju Metallica-plötuna og nýju Hammerfall-plötuna. Já og Motörhead, maður á alltaf að hlusta á Motörhead, alla daga, alltaf. Það er betra fyrir fólk.“Síða hárinu sveiflað á tónleikum. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið,“ segir Þráinn. Mynd/Halldór IngiFelur feimnina bak við hárið Þráinn er síðhærður eins og títt er um þungarokkara og spurður út í hárið á sér segir hann það ekki einungis þjóna þeim tilgangi að sveifla því á tónleikum. Lubbinn komi sér vel til að skýla sér á bak við, sérstaklega þegar spennufall taki við eftir tónleika. „Það er auðvitað þægilegt fyrir félagsfælna að fela sig bak við hárið. Við höfum frá upphafi vanið okkur á að fara fram í sal eftir gigg og heilsað upp á fólk. Ég átti mjög erfitt með að stíga þetta skref á sínum tíma. Mér þykir gott að vera einn eftir tónleika og eftir gigg á ég til að detta niður í blús sem tekur smá stund að stíga upp úr en þetta er ekkert stórmál í dag. En ég neita því ekki að stundum kemur sér vel að fela sig bak við lubbann. Ég byrjaði að safna 14 ára gamall og nei, ég ætla ekki að klippa mig stutt,“ segir Þráinn og skellir upp úr þegar hann er spurður hvernig hann hirði um hárið á sér; fléttar hann það jafnvel eða bindur í tagl? „Ég fæ þessa spurningu óþægilega oft en ég geri ekkert sérstakt við hárið. Um daginn var ég reyndar spurður hvort ég ætti ekki að vera á hárvörusamningi. Mér líst vel á það, hendið inn tilboðum!“Ruglaður pabbi Þráinn býr með Berglindi Rúnarsdóttur og saman eiga þau tvær stelpur, Elísabetu tíu ára og Brynhildi, sem verður fjögurra ára í janúar. Dæturnar fá tónlistarlegt uppeldi en Þráinn rekur sinn eigin tónlistarskóla og segir krökkum mikilvægt að hafa aðgang að tónlist og hljóðfærum. Sjálfur glamrar hann á öll hljóðfæri og fær hljóm úr þeim öllum, nema trompet. Tónlist sé einfaldlega næring fyrir sálina. Eldri dóttirin hefur mætt á nokkra Skálmaldartónleika en annars segist Þráinn ekki ýta Skálmöld að dætrunum. „Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir hann. Spurður hvernig pabbi hann sé segist hann „óttalegur ruglukollur“. „En ég geri mitt besta,“ bætir hann við. Hann leggi mikið upp úr samveru við dætur sínar og fjölskyldan sé dugleg við að slaka á heima. „Mér finnst mjög mikilvægt að fara með yngri stelpuna í leikskólann og sækja hana, við tölum mikið saman á leiðinni og syngjum. Þetta eru gríðarlega mikilvægar stundir sem ég náði líka með eldri stelpunni á sínum tíma, hún röltir líka stundum með okkur áleiðis í skólann sinn. Við verjum miklum tíma saman, förum í sund, spilum á spil og hlustum á tónlist. Við erum líka góð í að slaka á heima, við erum ekkert á sífelldu brölti.“„Þær hlusta mikið á tónlist en eiga eftir að uppgötva þungarokkið, það kemur allt saman,“ segir Þráinn um dætur sínar, þær Elísabetu, sem er hér með honum á mynd, og Brynhildi.Súrmeti hvunndags Einhvern veginn kemur ekki á óvart að Þráinn er hrifinn af gömlum og gildum íslenskum mat. Þorramatur er meira að segja á borðum hvunndags á heimilinu þó Þráinn sé líka hrifinn af vel krydduðum indverskum réttum. Matargleðinni deilir hann með föður sínum og stefna þeir á að gefa út bók. „Hún mun hugsanlega kallast „Borðað með feðgum“. Fólk þarf að læra að meta súrmetið og reykta matinn og ég held að þessi bók gæti slegið í gegn. Á kápunni verður mynd af innmat!“Jólahugvekja Þráins verður í Hannesarholti sunnudaginn 11. desember klukkan 15, en ekki í kvöld eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag.
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira