Rosberg: Ég mun halda mig innan velsæmismarka Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu heyja einvígi í eyðimörkinni í Abú Dabí um helgina. Vísir/Getty Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? Rosberg var spurður að því hvort fyrri reynsla hans af baráttu um titilinn árið 2014 myndi hjálpa honum. „Það hjálpar að hafa áður glímt við Lewis í einvígi um titilinn hérna árið 2014.“ Aðspurður um hvort bilanir í bíl Lewis gæfi mögulegum heimsmeistaratitli hans minna vægi sagði Rosberg: „Ég veit hvernig tímabilið hefur farið hjá okkur báðum en hvað varðar óáreiðanleika sem Lewis hefur verið að lenda í þá vil ég benda á að tímabilið er ekki búið svo það er of snemmt að tala um hvernig það fór. Ég myndi elska að klára tímabilið með því að vinna hér.“ „Ég er ekki að hugsa um hvað gerist í framtíðinni. Ég mun ekki velta því fyrir mér enda er ég í þessari stöðu vegna þess að ég hef verið að einbeita mér að núinu hverju sinni.“ Ökumennirnir voru spurðir að því hvort þeir myndu gera hvað sem er til að tryggja sér titilinn, jafnvel gríða til örþrifaráða. „Ég mun reyna að vinna keppnina og halda mig innan velsæmismarka,“ svaraði Rosberg. „Mitt eina markmið um helgina er að vinna keppnina. Það er eina sem ég get gert,“ svaraði Hamilton. Það vakti mikla athygli þegar Mercedes liðið tilkynnti í upphafi tímabilsins sem er að ljúka að vélvirkjar liðsins myndu skipta um bíl. Rosberg var spurður um liðsandann og tilgang þessara umskipta. „Breytingarnar á starfsmönnum innan liðsins, það er að segja þeir vélvirkjar sem fóru frá mér til Lewis og öfugt hafa virkað vel enda er liðsandinn betri en nokkru sinni í liðinu.“ Hvernig hefur samband ykkar tveggja þróast á síðustu þremur árum þar sem þið hafið iðulega barist af talsverðri hörku um titilinn? „Við virðum hvern annan og ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem byggir að miklu leyti á sambandi okkar síðan við vorum í Gó-kart saman,“ sagði Rosberg. „Ég er stoltur af Nico ef ég stíg til baka og lít á árangur hans hlutlaust. Sérstaklega akstur hans í ár,“ svaraði Hamilton við sömu spurningu. Lokaorð Rosberg á fundinum voru að hann ætlar að gera allt til að ná að vinna bæði keppnina og titilbaráttuna. Aðspurður hvernig tímabilið hefði þróast og hvað myndi einkenna tímabilið þegar upp verði staðið, sama hvernig fer um helgina svaraði Hamilton: „Titilbaráttan hefur ekki farið eins og ég hefði viljað hingað til á tímabilinu.“ „Tímabilið er búið að vera mikil áskorun, ég hef lært að það er allt hægt ef maður einbeitir sér að því sem maður er að gera. Ég er búin að koma aftur til baka eftir að hafa verið langt undir í baráttunni.“ Hann bætti svo við: „Eftir að tímabilinu lýkur hætti ég að hugsa um það, ég fer strax að hugsa til framtíðar. Ég er ekki vanur að líta of mikið til baka.“ Aðspurður um hvort hann myndi gera eins og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull stakk upp á og reyna að bakka Rosberg inn í einhver vandræði svaraði Hamilton: „Mitt eina markmið er að vinna keppnina, Nico hefur verið á ráspól hér síðustu tvö ár. Hann er yfirleitt fljótur hér. Ég get ekki ákveðið að ég muni bakka honum inn í hættu frá bílum sem eru aftar. Slíkt væri ekkert sérstaklega gáfulegt hér, það eru tvö löng svæði sem má opna afturvænginn á og það opnar á möguleika fyrir hinn að taka fram úr ef maður er að reyna að hægja á honum. Það væri því ekki gáfulegt að bjóða þeirri hættu heim. Ég mun því líklegast ekki gera það.“ Sjá einnig: Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni.Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Formúla Tengdar fréttir Yfirmaður Mercedes liðsins óttast bilun í einvíginu í Abú Dabí Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. 22. nóvember 2016 20:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg og Lewis Hamilton munu berjast um heimsmeistaratitil ökumanna í keppninni í Abú Dabí um helgina. Þeir mættust á blaðamannafundi í dag, hver sagði hvað? Rosberg var spurður að því hvort fyrri reynsla hans af baráttu um titilinn árið 2014 myndi hjálpa honum. „Það hjálpar að hafa áður glímt við Lewis í einvígi um titilinn hérna árið 2014.“ Aðspurður um hvort bilanir í bíl Lewis gæfi mögulegum heimsmeistaratitli hans minna vægi sagði Rosberg: „Ég veit hvernig tímabilið hefur farið hjá okkur báðum en hvað varðar óáreiðanleika sem Lewis hefur verið að lenda í þá vil ég benda á að tímabilið er ekki búið svo það er of snemmt að tala um hvernig það fór. Ég myndi elska að klára tímabilið með því að vinna hér.“ „Ég er ekki að hugsa um hvað gerist í framtíðinni. Ég mun ekki velta því fyrir mér enda er ég í þessari stöðu vegna þess að ég hef verið að einbeita mér að núinu hverju sinni.“ Ökumennirnir voru spurðir að því hvort þeir myndu gera hvað sem er til að tryggja sér titilinn, jafnvel gríða til örþrifaráða. „Ég mun reyna að vinna keppnina og halda mig innan velsæmismarka,“ svaraði Rosberg. „Mitt eina markmið um helgina er að vinna keppnina. Það er eina sem ég get gert,“ svaraði Hamilton. Það vakti mikla athygli þegar Mercedes liðið tilkynnti í upphafi tímabilsins sem er að ljúka að vélvirkjar liðsins myndu skipta um bíl. Rosberg var spurður um liðsandann og tilgang þessara umskipta. „Breytingarnar á starfsmönnum innan liðsins, það er að segja þeir vélvirkjar sem fóru frá mér til Lewis og öfugt hafa virkað vel enda er liðsandinn betri en nokkru sinni í liðinu.“ Hvernig hefur samband ykkar tveggja þróast á síðustu þremur árum þar sem þið hafið iðulega barist af talsverðri hörku um titilinn? „Við virðum hvern annan og ég ber mikla virðingu fyrir Lewis sem byggir að miklu leyti á sambandi okkar síðan við vorum í Gó-kart saman,“ sagði Rosberg. „Ég er stoltur af Nico ef ég stíg til baka og lít á árangur hans hlutlaust. Sérstaklega akstur hans í ár,“ svaraði Hamilton við sömu spurningu. Lokaorð Rosberg á fundinum voru að hann ætlar að gera allt til að ná að vinna bæði keppnina og titilbaráttuna. Aðspurður hvernig tímabilið hefði þróast og hvað myndi einkenna tímabilið þegar upp verði staðið, sama hvernig fer um helgina svaraði Hamilton: „Titilbaráttan hefur ekki farið eins og ég hefði viljað hingað til á tímabilinu.“ „Tímabilið er búið að vera mikil áskorun, ég hef lært að það er allt hægt ef maður einbeitir sér að því sem maður er að gera. Ég er búin að koma aftur til baka eftir að hafa verið langt undir í baráttunni.“ Hann bætti svo við: „Eftir að tímabilinu lýkur hætti ég að hugsa um það, ég fer strax að hugsa til framtíðar. Ég er ekki vanur að líta of mikið til baka.“ Aðspurður um hvort hann myndi gera eins og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull stakk upp á og reyna að bakka Rosberg inn í einhver vandræði svaraði Hamilton: „Mitt eina markmið er að vinna keppnina, Nico hefur verið á ráspól hér síðustu tvö ár. Hann er yfirleitt fljótur hér. Ég get ekki ákveðið að ég muni bakka honum inn í hættu frá bílum sem eru aftar. Slíkt væri ekkert sérstaklega gáfulegt hér, það eru tvö löng svæði sem má opna afturvænginn á og það opnar á möguleika fyrir hinn að taka fram úr ef maður er að reyna að hægja á honum. Það væri því ekki gáfulegt að bjóða þeirri hættu heim. Ég mun því líklegast ekki gera það.“ Sjá einnig: Horner: Hamilton ætti að beita brögðum í keppninni.Lokakeppni tímabilsins fer fram um komandi helgi. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á laugardag á Stöð 2 Sport 3. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 12:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.
Formúla Tengdar fréttir Yfirmaður Mercedes liðsins óttast bilun í einvíginu í Abú Dabí Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. 22. nóvember 2016 20:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45 Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Yfirmaður Mercedes liðsins óttast bilun í einvíginu í Abú Dabí Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 hefur sagt að hann óttist að bilun skemmi spennandi einvígi, Lewis Hamilton og Nico Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. 22. nóvember 2016 20:30
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30
Líkurnar ekki með Lewis Hamilton í titilbaráttunni Lewis Hamilton segir að hann standi andspænis "afar slökum líkum“ í kappakstri helgarinnar þar sem úrslit heimsmeistarakeppni ökumanna munu ráðast. 21. nóvember 2016 22:45
Massa vill ná góðum úrslitum í kveðjukeppninni Williams ökumaðurinn Felipe Massa segist vonast til að hann geti endað feril sinn í Formúlu 1 á "frábærum“ úrslitum í Abú Dabí um helgina. 24. nóvember 2016 15:30