Kúbumenn órólegir vegna Trump Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 10:52 Obama og Raul Castro takast í hendur Vísir/EPA Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft. Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Eftir fráfall Fidel Castro í gær hefur mikill óróleiki seytlað um sig í Kúbu sérstaklega í ljósi þess að nýr forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, mun taka við stjórnartaumunum 20. janúar á næsta ári. Kúbumenn hafa áhyggjur af því að tengslin milli landanna tveggja muni stirðna á ný. Haft er eftir einum Kúbumanni í frétt BBC þar sem hann segir: „Það verður líklega minna um túrista. Það mun hafa áhrif á efnahaginn og alla Kúbverja.“Grunnur að betri samskiptumTengslin milli Kúbu og Bandaríkjanna hafa, eins og mörgum er kunnugt, verið stirð undanfarna áratugi. Sögulegar sættir tókust milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í árslok 2014 þar sem samið var um unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna. Viðskiptabann og diplómatískur fjandskapur hafði þá ríkt milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kúbu í um hálfa öld. Barack Obama Bandaríkjaforseti fór í opinbera heimsókn þangað í mars á þessu ári. Fram af því hafði enginn bandarískur forseti heimsótt landið frá ári byltingarinnar 1959 þegar Fidel Castro og stuðningsmenn hans steyptu herstjóranum Fulgencio Batista af stóli en sá hafði mikinn stuðning bandarískra stjórnvalda. Sú bylting markaði þáttaskil í samskiptum þessara tveggja ríkja og settu Bandaríkin viðskiptabann á Kúbu og slitu um leið stjórnmálatengslum við landið.Trump er ólíkindatólDonald Trump hefur sagt að í hans valdatíð verði kúbanska sendiráðinu í Flórída lokað og lagði hann sig fram við að sannfæra Kúbumenn, sem búsettir eru í Flórída, að honum væri mikið í nöp við þá Castro-bræður. Viðbrögð Trump við fráfalli Castro voru meðal annars að kalla hann „miskunnarlausan einræðisherra.“ Kúbumenn eru því óvissir hvernig Trump muni taka á þessum málum.Misjöfn viðbrögðFráfall Fidel Castro hefur fengið misjöfn viðbrögð út um allan heim. Margir hafa syrgt leiðtogann og hefur stjórnmálafólk víðsvegar að sent frá sér yfirlýsingar vegna þessa. Hins vegar hafa ekki allir syrgt þennan umdeilda leiðtoga eins og sjá mátti í fréttum frá Flórída í gær þegar Kúbumenn búsettir þar þustu út á götur borgarinnar og fögnuðu ákaft.
Donald Trump Tengdar fréttir Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34 Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04 Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39 Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
Viðbrögð við fráfalli Castro: "Risi í sögu 20. aldarinnar“ Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálafólks hefur tjáð sig vegna fráfalls Fidel Castro, fyrrverandi forseta Kúbu. 26. nóvember 2016 10:34
Fidel Castro látinn níræður að aldri Castro var forseti Kúbu í um það bil 50 ár áður en að Raul bróðir hans tók við stjórn árið 2008. 26. nóvember 2016 09:04
Tómas R. um Castro: Fékk Kúbumenn til að bera höfuðið hátt en það kostaði málfrelsið og slæman efnahag Tómas R. Einarsson tónlistarmaður segir að þó að Fídel Castro sé allur þýði það ekki að það myndist eitthvað sérstakt tómarúm í kúbönskum stjórnmálum. 26. nóvember 2016 14:39
Fögnuðu fréttum af andláti Castro í Litlu Havana í Miami Fólk var dansandi á götum, veifandi fánum og skutu upp flugeldum eftir að fréttirnar bárust af andláti Fídel Castro en mikill fjöldi brottfluttra Kúbumanna býr í Miami. 26. nóvember 2016 10:06