Trump lofar að sýna öllum sanngirni Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. nóvember 2016 07:15 Donald Trump ásamt Mike Pence þegar úrslitin voru orðin ljós snemma í gærmorgun. Trump tekur við forsetaembættinu 20. janúar næstkomandi og Pence verður varaforseti hans Vísir/AFP Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur skotið ýmsum skelk í bringu, þar á meðal minnihlutahópum á borð við ólöglega innflytjendur og múslimakonur. „Börnin eru hrædd,“ var til dæmis haft eftir konu af rómönskum uppruna í Los Angeles á fréttavef dagblaðsins LA Times. Og bandarísk múslimakona skrifaði þetta á Twitter-síðu sína: „Ég óttast að dagurinn í dag verði sá síðasti sem mér hefur fundist ég vera sæmilega örugg með slæðuna.“ Í Kaliforníu, New York og víðar hefur fólk haldið út á götur til að mótmæla hinum nýkjörna forseta.Þær niðurstöður sem lágu fyrir í gærkvöldi.Sjálfur lagði Trump sig hins vegar fram um það að róa fólk og boðaði sættir í ávarpi sínu í gærmorgun, þegar úrslitin voru komin í ljós: „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna, og þetta skiptir mig miklu máli.“ Hann hét því að sýna öllum sanngirni og eiga gott samstarf við allar þjóðir heims. Svo ætlar hann að tvöfalda hagvöxt Bandaríkjanna og fá andstæðinga sína til liðs við sig. Clinton sagðist í símtali sínu við Trump, stuttu áður en hann flutti ávarp sitt, hafa boðist til þess að starfa með honum að málefnum Bandaríkjanna og hún sagðist vonast til þess að hann muni reynast vel: „Ég veit hve vonsvikin þið eruð því ég er það líka,“ sagði hún. „Þetta er sársaukafullt og mun verða það lengi.“ Hins vegar verði Bandaríkjamenn að viðurkenna úrslitin og una þeim: „Stjórnarskrárbundið lýðræði okkar krefst þess að við tökum þátt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur alltaf.“ Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en Donald Trump í forsetakosningunum á þriðjudag, en tapaði engu að síður. Það stafar af því að hún fær ekki jafn marga kjörmenn. Hún var komin með um það bil 150 þúsund atkvæðum meira en Trump þegar búið var að telja rúmlega 98 prósent atkvæða, en allt stefndi í að Trump fengi vel yfir 300 kjörmenn af 438, sem dugar honum ríflega til sigurs. Þetta hefur gerst fjórum sinnum áður í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum, síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush sigraði Demókratann Al Gore sem hafði fengið fleiri atkvæði. Trump hefur með sér meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings, en sú staða hefur verið harla sjaldgæf á síðustu áratugum. Þar með mætti ætla að Trump muni eiga frekar auðvelt með að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Sundurliðaðar niðurstöður og staðan í báðum deildum þingsins.Þótt Bandaríkjaforseti geti verið valdamikill með öflugan þingmeirihluta sér við hlið, þá er völdum hans veruleg takmörk sett ef þingið er ekki með honum. Þingið þarf til dæmis að samþykkja öll útgjöld, til dæmis ef reisa á múr við landamæri Mexíkó, og þingið þarf að vera fylgjandi hernaði sem Trump gæti viljað hrinda af stað. Eitt af því fyrsta sem nýkjörið þing gæti hins vegar komið í framkvæmd, með Trump í fararbroddi, er að kollvarpa heilbrigðisþjónustulöggjöf Baracks Obama sem hefur verið eitt helsta hitamálið í bandarískum stjórnmálum árum saman. „Þegar Trump tekur formlega við embættinu 20. janúar næstkomandi verður hann 70 ára gamall og kominn 220 daga inn á 71. árið. Þar með verður hann elstur allra forseta Bandaríkjanna á innsetningardegi. Næstur kemur Ronald Reagan sem var 69 ára og 349 daga þegar hann tók við embætti árið 1981.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum hefur skotið ýmsum skelk í bringu, þar á meðal minnihlutahópum á borð við ólöglega innflytjendur og múslimakonur. „Börnin eru hrædd,“ var til dæmis haft eftir konu af rómönskum uppruna í Los Angeles á fréttavef dagblaðsins LA Times. Og bandarísk múslimakona skrifaði þetta á Twitter-síðu sína: „Ég óttast að dagurinn í dag verði sá síðasti sem mér hefur fundist ég vera sæmilega örugg með slæðuna.“ Í Kaliforníu, New York og víðar hefur fólk haldið út á götur til að mótmæla hinum nýkjörna forseta.Þær niðurstöður sem lágu fyrir í gærkvöldi.Sjálfur lagði Trump sig hins vegar fram um það að róa fólk og boðaði sættir í ávarpi sínu í gærmorgun, þegar úrslitin voru komin í ljós: „Ég heiti því að verða forseti allra Bandaríkjamanna, og þetta skiptir mig miklu máli.“ Hann hét því að sýna öllum sanngirni og eiga gott samstarf við allar þjóðir heims. Svo ætlar hann að tvöfalda hagvöxt Bandaríkjanna og fá andstæðinga sína til liðs við sig. Clinton sagðist í símtali sínu við Trump, stuttu áður en hann flutti ávarp sitt, hafa boðist til þess að starfa með honum að málefnum Bandaríkjanna og hún sagðist vonast til þess að hann muni reynast vel: „Ég veit hve vonsvikin þið eruð því ég er það líka,“ sagði hún. „Þetta er sársaukafullt og mun verða það lengi.“ Hins vegar verði Bandaríkjamenn að viðurkenna úrslitin og una þeim: „Stjórnarskrárbundið lýðræði okkar krefst þess að við tökum þátt, ekki bara á fjögurra ára fresti heldur alltaf.“ Hillary Clinton fékk fleiri atkvæði en Donald Trump í forsetakosningunum á þriðjudag, en tapaði engu að síður. Það stafar af því að hún fær ekki jafn marga kjörmenn. Hún var komin með um það bil 150 þúsund atkvæðum meira en Trump þegar búið var að telja rúmlega 98 prósent atkvæða, en allt stefndi í að Trump fengi vel yfir 300 kjörmenn af 438, sem dugar honum ríflega til sigurs. Þetta hefur gerst fjórum sinnum áður í sögu forsetakosninga í Bandaríkjunum, síðast árið 2000 þegar Repúblikaninn George W. Bush sigraði Demókratann Al Gore sem hafði fengið fleiri atkvæði. Trump hefur með sér meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings, en sú staða hefur verið harla sjaldgæf á síðustu áratugum. Þar með mætti ætla að Trump muni eiga frekar auðvelt með að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið.Sundurliðaðar niðurstöður og staðan í báðum deildum þingsins.Þótt Bandaríkjaforseti geti verið valdamikill með öflugan þingmeirihluta sér við hlið, þá er völdum hans veruleg takmörk sett ef þingið er ekki með honum. Þingið þarf til dæmis að samþykkja öll útgjöld, til dæmis ef reisa á múr við landamæri Mexíkó, og þingið þarf að vera fylgjandi hernaði sem Trump gæti viljað hrinda af stað. Eitt af því fyrsta sem nýkjörið þing gæti hins vegar komið í framkvæmd, með Trump í fararbroddi, er að kollvarpa heilbrigðisþjónustulöggjöf Baracks Obama sem hefur verið eitt helsta hitamálið í bandarískum stjórnmálum árum saman. „Þegar Trump tekur formlega við embættinu 20. janúar næstkomandi verður hann 70 ára gamall og kominn 220 daga inn á 71. árið. Þar með verður hann elstur allra forseta Bandaríkjanna á innsetningardegi. Næstur kemur Ronald Reagan sem var 69 ára og 349 daga þegar hann tók við embætti árið 1981.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53 Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Sjá meira
Donald Trump í gegnum árin Farið yfir feril verðandi forseta Bandaríkjanna í máli og myndum. 9. nóvember 2016 14:53
Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna Kallar eftir einingu innan landsins og segist ætla að verða forseti allra íbúa Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 07:30