Trump skipar Priebus starfsmannastjóra Hvíta hússins Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 22:51 Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum. Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur greint frá því að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins, muni gegna starfi starfsmnannastjóra Hvíta hússins.. The New York Times greinir frá þessu. Í yfirlýsingu frá Trump kemur einnig fram að hann hafi skipað Stephen Bannon yfirmann stefnumótunnar ríkisstjórnarinnar. Preibus og Bannon gegndu báðir veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Hinn fyrrnefndi var kjörinn formaður landsnefndar Repúblíkanaflokksins árið 2011 og telja fjölmiðlar vestanhafs að hann hafi að vissu leyti brúað bilið milli Trumps og Repúblíkanaflokksins í kosningabaráttunni.Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjá með kosningaherferð Trumps. Bannon stendur utan Repúblíkanaflokksins og hefur raunar löngum gagnrýnt flokkinn. Sú staðreynd er talin ein helsta ástæða þess að Trump kaus Priebus umfram Bannon sem yfirmann forsetaembættisins. Bannon rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Vefmiðillinn hefur meðal annars borið fóstureyðingar saman við helförina og smánað fórnarlömb kvenna sem hafa orðið fyrir áreitni á netinu.Hlakka til samstarfsins „Við áttum mjög gott samstarf í kosningaherferðinni, herferð sem leiddi okkur til sigurs,“ sagði Bannon þegar tilkynnt hafði verið um skipun hans. „Slíkt samstarf mun verða til þess að áherslumál Trumps sem forseta nái fram að ganga,“ sagði hann. Preibus er einnig fullur eftirvæntingar og lýsti því yfir þegar valið var kunngjört að „hann hlakkaði til þess að skapa hagkerfi sem virkar fyrir alla, að treysta landamærin, afnema Obamacare og útrýma hryðjuverkum róttækra múslima.“ Þeir Bannon og Trump eru þeir fyrstu sem Trump skipar í ríkisstjórn sína. Líkur eru á að Trump tilkynni um skipan fleiri embættismanna á næstu dögum.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06 Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira
Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. 10. nóvember 2016 15:06
Hugsanlegir ráðherrar í stjórn Trumps Fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru farnir að birta vangaveltur sínar um það hverjir gætu orðið fyrir valinu í ríkisstjórn með Donald Trump. Nýja stjórnin hefur öruggan meirihluta Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings í 12. nóvember 2016 07:00