Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2016 20:59 Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton. Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton.
Donald Trump Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira