Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Þórgnýr Einar albertsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Tónlistarkonan Katy Perry söng fyrir viðstadda á kosningafundi Hillary Clinton í Pennsylvaníuríki um helgina. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira