Airwaves sem aldrei fyrr Jakob Frímann Magnússon skrifar 9. nóvember 2016 07:00 Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Að baki er hin árvissa Iceland Airwaves tónlistarhátíð, nú fjölmennari og margþættari en nokkru sinni fyrr. Hátíðin skartaði 270 tónlistarviðburðum á 14 tónleikastöðum auk 830 viðburða á „off–venue“ dagskrá. Þá eru ótaldir ýmsir tengdir viðburðir, fundir og fyrirlestrar auk fjölmargra tónleika á Airwaves-miðborgarvökunni sl. föstudag er verslanir miðborgarinnar voru opnar fram eftir og buðu upp á lifandi tónlist, léttar veitingar o.fl. Það eru því um 1.200 viðburðir að baki á sex dögum sem hlýtur að teljast Íslandsmet í tónleikamaraþoni. Á sjötta þúsund erlendra gesta sótti hátíðina að þessu sinni en greiðandi hátíðargestir á aðaldagskrá voru alls nærri tíu þúsundum. Gestir á „off-venue“ dagskrám hafa að líkindum ekki verið færri en 40.000. Um menningarlegan og efnahagslegan ávinning alls þessa þarf ekki að fjölyrða.Fjölþætting Allmargir sérviðburðir voru haldnir í þessari sömu viku, flestir tengdir tónlist, hlutverki hennar og útbreiðslu: Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, stýrði áhugaverðum panel og umræðum í Hörpu um Tónlistarborgir þar sem fulltrúar Seattle, Chicago, Berlínar, Reykjavíkur og Lundúna voru meðal þátttakenda. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, stóð fyrir fjölþættum málstofum, m.a. um rapp og hip-hop, leiðir til að koma kvikmyndatónlist á framfæri, um alþjóðleg almannatengsl, markaðssóknir á breska og þýska tónlistarmarkaði og skipulagði að auki „speed-dating“ fundi íslenskra listamanna með erlendum umboðsaðilum, tónleikahöldurum og útgefendum. NORDEX – Samstarfsvettvangur norrænu tónlistarútflutningsmiðstöðvanna, efndi til kynningarfunda um starfsemi sína, þ.m.t. Nordic Playlist -NPL- o.fl. og þýska vegglistateymið URBAN NATION efndi til fjölmargra Wall Poetry-viðburða, en þessi hópur á heiður af mörgum af best heppnuðu vegglistaverkum Reykjavíkurborgar og starfar náið með vegglista- og tónlistarfólki víða um heim.Björk og Bessi Þá ber að geta sérstaklega sýningarinnar Digital Björk í Hörpunni sem hófst á Airwaves og stendur til 9. desember, en Björk var einmitt aðalnúmerið á Iceland Airwaves þetta árið. Forseti Íslands hélt síðan sérstaka Airwaves-móttöku á Bessastöðum fyrir lykilfólk úr alþjóðlega tónlistargeiranum. Móttakan mæltist afar vel fyrir og speglar í senn menningar- og viðskiptalegt mikilvægi Iceland Airwaves.KEXP á KEX Á KEX hostelinu við Skúlagötu hefur á undanförnum árum verið efnt til samstarfs við hina útbreiddu útvarpsstöð KEXP í Seattle um beinar fjölþjóðlegar útsendingar. Þetta hefur gert KEX hostel að einum eftirsóttasta tónleikastað Airwaves-vikunnar, enda fylgjast tugþúsundir með lifandi streymi stöðvarinnar og milljónir að auki þegar litið er til endurflutnings. Umrædd stöð hefur átt stóran þátt í að breiða út fagnaðarerindi íslenskrar tónlistar á undanförnum árum og á vissulega sinn þátt í þeirri ánægjulegu staðreynd að tónleikar íslenskra listamanna á erlendri grundu eru nú ekki færri en 1.400 á ári hverju! Að þessu sinni voru fjölmargir íslenskir listamenn í brennidepli KEXP-stöðvarinnar á Airwaves ásamt alþjóðlegum listamönnum á borð við Kronos kvartettinn og Digable Planets. Aðrar alþjóðlegar útvarpsstöðvar munu nú renna hýru auga til markaðssókna á Iceland Airwaves. Ljóst er að þessi hátíð hefur fyrir löngu skipað sér í röð fremstu og áhrifamestu tónlistarhátíða heims, jafnhliða því að vera álitlegur búhnykkur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklinga, þ.m.t. þá er starfa við tónlist. Vert er að óska þeim til hamingju sem haft hafa veg og vanda af undirbúningi og framkvæmd Iceland Airwaves 2016. Þakkað skal og öllum þeim listamönnum og öðrum sem lögðu sitt af mörkum. Til mikils var unnið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun