Heimsbyggðin biðlar til Michelle Obama að bjóða sig fram árið 2020 Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 23:32 Verður Michelle Obama kannski fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna? Vísir/Getty Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira
Trump hefur ekki verið forsetaefni í heilan sólarhring, en fólk er strax farið að líta til næstu forsetakosninga árið 2020. Þrátt fyrir að Hillary Clinton hafi ekki hreppt Hvíta húsið er greinilegt að marga dreymir enn um að sjá konu í einu valdamesta embætti heims. Þannig fór myllumerkið #Michelle2020 á flug um leið og niðurstöður voru ljósar og vildu netverjar þannig biðla til Michelle Obama, forsetafrúar Bandaríkjanna, að bjóða sig fram að fjórum árum liðnum. Forsetafrúin nýtur gríðarlega vinsælda en ekki er vitað hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur eftir að forsetatíð eiginmanns hennar lýkur.I'm loving the #Michelle2020 tag already taking over. Just about the only sensible thing to happen today. #Election2016 #ElectionNight— Antranig Shokayan (@ant_shok) November 9, 2016 Michelle Obama wouldn't even have to have a proper campaign in 2020. Walk on stage, say a couple words then bam she'd win— Liv (@LivMawby) November 9, 2016 Please press fast forward to 2020 so Michelle Obama can fix things— GOD ZION T. (@GDtotheTOP) November 9, 2016 Harðorð í garð Trump Í tíð sinni sem forsetafrú hefur Obama meðal annars barist fyrir réttindum fyrrum hermanna og aðgengi stúlkna að menntun. Hún hefur ýjað að því að hún muni halda því verkefni áfram. Þá hefur hún einnig reynt að berjast gegn offitufaraldrinum með lýðheilsuátækinu „Let‘s move!“ eða „hreyfum okkur.“ Michelle Obama hefur verið gríðarlega áberandi í forsetatíð Barack og hafa ræður hennar um ýmis hitamál, svo sem lögregluofbeldi gegn svörtum, vakið mikla athygli. Ræða hennar á þingi Demókrata fyrr á árinu vakti sérstaklega mikla athygli, þar sem hún benti á þýðingu þess að eiginmaður hennar væri forseti. „Ég vakna á hverjum morgni í húsi byggðu af þrælum. Og ég fylgist með dætrum mínum, tveim fallegum, gáfuðum, ungum svörtum konum, leika við hundana sína á lóðinni.“ Þá var hún einnig harðorð í garð Donald Trump þegar „píku ummælin“ frægu litu dagsins ljós fyrr í haust. Hún sagði á fundi í New Hampshire að ummælin hafi ollið henni miklum óþægindum. Allt frá því tók hún skýra afstöðu í öllum ræðum sínum og neitaði meðal annars að nefna Trump á nafn.Ræðu Michelle Obama frá þingi Demókrata í júlí síðastliðnum má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33 Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09 Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Sjá meira
Buzzfeed byrjað að telja niður í forsetakosningarnar 2020 „Það eru minna en fjögur ár í þetta!!“ 9. nóvember 2016 23:33
Clinton sendi skýr skilaboð með fjólubláum Hillary Clinton ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í fyrsta sinn eftir að ljóst varð að hún hafði tapað í bandarísku forsetakosningunum fyrir Donald Trump. Clinton var klædd í svartan jakka með fjólubláum kragahornum en innan undir var hún í fjólublárri satínskyrtu. 9. nóvember 2016 23:09
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Halla Hrund Logadóttir segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna. 9. nóvember 2016 22:36