Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Kosið verður um forseta í Bandaríkjunum þann 8. nóvember næstkomandi. Vísir/AFP Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
Donald Trump, frambjóðandi Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, mætti Hillary Clinton, frambjóðanda Demókrataflokksins, mjög laskaður í forsetakappræðunum í nótt. Mjög var sótt að Trump eftir að hljóðupptökum þar sem hann talar með niðrandi hætti um fjölmiðlakonuna Nancy O’Dell, og konur almennt, var lekið til fjölmiðla. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir upptökuna hafa hlotið mikla gagnrýni vegna þess að þarna sé verið að tala illa um glæsilega hvíta konu og það fari ekki á milli mála að Trump hafi sagt þetta. Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump dragi framboð sitt til baka eftir að hljóðupptökunum, sem eru frá árinu 2005, var lekið. Mike Pence, varaforsetaefni Trumps, sagði ummælin ófyrirgefanleg og vilja fjölmargir að Pence taki við keflinu. Trump hefur beðist afsökunar á ummælunum, en segist ekki ætla að draga framboð sitt til baka. Þrátt fyrir þetta sýnir skoðanakönnun frá því í gær að stór hluti kjósenda Repúblíkanaflokksins standi með Trump. Hillary Clinton mælist þó með fjögurra prósentustiga forskot.Silja Bára Ómarsdóttir telur sigurlíkur Trump fara dvínandi. Fréttablaðið/Hörður SveinssonTrump hefur látið fjölda niðrandi ummæla falla í kosningabaráttunni. Silja Bára telur að þessi síðustu ummæli hafi sérstaklega hlotið gagnrýni vegna þess að hann var að tala um glæsilega hvíta konu og auðveldara sé að fordæma það. „Allt annað sem hann hefur verið að segja hefur verið rasismi, eða að hluta til rasismi, eða fitufordómar. Viðbrögðin sýna ef til vill hvað innbyggður rasismi er fastur í kerfinu,“ segir Silja Bára. Það að Trump hafi þegar verið búinn að missa fylgi hafi sennilega ýtt undir viðbrögðin. „Þetta vekur líka svona mikil viðbrögð vegna þess að það fer ekki á milli mála að þetta eru hans eigin orð og mynd og rödd. Áður hefur einhver verið að ásaka hann, en í þetta sinn er ekki hægt að draga í efa að hann hafi sagt þetta.“ Silja Bára segir mestar líkur á að Hillary Clinton sigri í kosningunum. „Nema að flokkurinn nái að sannfæra Trump um að hann þurfi að stíga til hliðar og þá er nýtt spil í gangi. En það er mjög ólíklegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Óborganlegt innslag 9. október 2016 17:26 „Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn Sjá meira
„Hún mun leggja sig fram við að leyfa Trump að fella sig sjálfur“ Aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands rýnir í kappræður Hillary og Trump sem verða í kvöld 9. október 2016 18:45