Spá því að orkuþörf nái brátt hámarki Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. október 2016 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, meðal annarra leiðtoga á ráðstefnu Alþjóðaorkumálaráðsins í Tyrklandi í gær. vísir/afp Árið 2030 er talið að eftirspurn eftir orku nái hámarki hér á jörð, þegar deilt er niður á mannfjölda. Þetta er spádómur Alþjóðaorkumálaráðsins, sem þessa dagana heldur ársfund sinn í Istanbúl. „Það er alveg ljóst að við erum að upplifa miklar breytingar sem munu hafa í för með sér að heimurinn verði allt annar en hann hefur verið fyrir orkuiðnaðinn,“ sagði Ged Davis, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaorkumálaráðinu, þegar skýrslan var kynnt. „Til þessa hafa menn talað um olíumagnshámark en nú er þetta að breytast og helstu orkusérfræðingar eru farnir að velta fyrir sér afleiðingunum af hámarkseftirspurn.“ Á ráðstefnunni, sem hófst í gær og stendur fram eftir vikunni, komu saman leiðtogar Rússlands, Tyrklands og fleiri ríkja ásamt framámönnum í orkuiðnaðinum. Þeir Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefna á víðtækt samstarf ríkjanna tveggja í orkumálum. Meðal annars verði nú lagt allt kapp á að leggja gasleiðslu frá Rússlandi undir Svartahafið og til Tyrklands, en þaðan verði hægt að flytja rússneskt gas til Evrópu. Þá skýrði Sádi-Arabía frá því að í næsta mánuði sé stefnt að því að fá olíuframleiðsluríki til þess að draga úr framleiðslunni.Ófullgerð sinfónía eða nútímadjass? Í skýrslu ráðsins segir að enginn hægðarleikur verði að ná fram því markmiði að hitastig jarðar hækki aðeins um tvær gráður. Til þess þurfi ríki heims að leggja mun meira af mörkum en þau hafa skuldbundið sig til nú þegar. Orkuþörf mannkyns hefur áratugum saman vaxið jafnt og þétt. Síðan 1970 hefur hún tvöfaldast. Þetta er samt að breytast verulega, samkvæmt sérfræðingum ráðsins. Þannig má búast við því að eftirspurn eftir raforku muni tvöfaldast til ársins 2060, en þá muni sólar- og vindorkuframleiðsla sjá mannkyninu fyrir 20 til 39 prósentum af orkuþörfinni, í staðinn fyrir aðeins fjórum prósentum eins og nú er. Í skýrslunni eru dregnar upp þrenns konar myndir af framtíð orkumála, og er þá horft til ársins 2060. Fyrsta sviðsmyndin er nefnd Nútímadjass, þar sem markaðsöflin ráða ferðinni, nýsköpun er áberandi en allt er frekar óútreiknanlegt. Önnur sviðsmynd nefnist í skýrslunni Ófullgerð sinfónía og þar er átt við að skynsamleg og sjálfbær hagvaxtarlíkön nái yfirhöndinni þannig að smám saman dragi úr kolefnisnotkun. Sú þriðja nefnist svo Hart rokk þar sem skoðaðar eru afleiðingar þess að skammtímasjónarmið ráði áfram ferðinni með ósjálfbærum hagvexti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17 Hráolíurisar sammælast um aðgerðir Rússland og Sádi-Arabía ætla að vinna að því að koma olíumarkaði á réttan kjöl. Enn er óráðið til hvaða aðgerða verður gripið en til greina kemur að draga mjög úr framleiðslu 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Árið 2030 er talið að eftirspurn eftir orku nái hámarki hér á jörð, þegar deilt er niður á mannfjölda. Þetta er spádómur Alþjóðaorkumálaráðsins, sem þessa dagana heldur ársfund sinn í Istanbúl. „Það er alveg ljóst að við erum að upplifa miklar breytingar sem munu hafa í för með sér að heimurinn verði allt annar en hann hefur verið fyrir orkuiðnaðinn,“ sagði Ged Davis, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaorkumálaráðinu, þegar skýrslan var kynnt. „Til þessa hafa menn talað um olíumagnshámark en nú er þetta að breytast og helstu orkusérfræðingar eru farnir að velta fyrir sér afleiðingunum af hámarkseftirspurn.“ Á ráðstefnunni, sem hófst í gær og stendur fram eftir vikunni, komu saman leiðtogar Rússlands, Tyrklands og fleiri ríkja ásamt framámönnum í orkuiðnaðinum. Þeir Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefna á víðtækt samstarf ríkjanna tveggja í orkumálum. Meðal annars verði nú lagt allt kapp á að leggja gasleiðslu frá Rússlandi undir Svartahafið og til Tyrklands, en þaðan verði hægt að flytja rússneskt gas til Evrópu. Þá skýrði Sádi-Arabía frá því að í næsta mánuði sé stefnt að því að fá olíuframleiðsluríki til þess að draga úr framleiðslunni.Ófullgerð sinfónía eða nútímadjass? Í skýrslu ráðsins segir að enginn hægðarleikur verði að ná fram því markmiði að hitastig jarðar hækki aðeins um tvær gráður. Til þess þurfi ríki heims að leggja mun meira af mörkum en þau hafa skuldbundið sig til nú þegar. Orkuþörf mannkyns hefur áratugum saman vaxið jafnt og þétt. Síðan 1970 hefur hún tvöfaldast. Þetta er samt að breytast verulega, samkvæmt sérfræðingum ráðsins. Þannig má búast við því að eftirspurn eftir raforku muni tvöfaldast til ársins 2060, en þá muni sólar- og vindorkuframleiðsla sjá mannkyninu fyrir 20 til 39 prósentum af orkuþörfinni, í staðinn fyrir aðeins fjórum prósentum eins og nú er. Í skýrslunni eru dregnar upp þrenns konar myndir af framtíð orkumála, og er þá horft til ársins 2060. Fyrsta sviðsmyndin er nefnd Nútímadjass, þar sem markaðsöflin ráða ferðinni, nýsköpun er áberandi en allt er frekar óútreiknanlegt. Önnur sviðsmynd nefnist í skýrslunni Ófullgerð sinfónía og þar er átt við að skynsamleg og sjálfbær hagvaxtarlíkön nái yfirhöndinni þannig að smám saman dragi úr kolefnisnotkun. Sú þriðja nefnist svo Hart rokk þar sem skoðaðar eru afleiðingar þess að skammtímasjónarmið ráði áfram ferðinni með ósjálfbærum hagvexti. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17 Hráolíurisar sammælast um aðgerðir Rússland og Sádi-Arabía ætla að vinna að því að koma olíumarkaði á réttan kjöl. Enn er óráðið til hvaða aðgerða verður gripið en til greina kemur að draga mjög úr framleiðslu 6. september 2016 07:00 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð hækkar eftir ákvörðun OPEC-ríkja Olíuverð hækkaði í kvöld á mörkuðum eftir að ríki OPEC, samtök olíuútflutningslanda, ákváðu að minnka framleiðslu á olíu í fyrsta sinn í átta ár. 29. september 2016 00:17
Hráolíurisar sammælast um aðgerðir Rússland og Sádi-Arabía ætla að vinna að því að koma olíumarkaði á réttan kjöl. Enn er óráðið til hvaða aðgerða verður gripið en til greina kemur að draga mjög úr framleiðslu 6. september 2016 07:00