Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. október 2016 23:45 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í öðrum sjónvarpskappræðum af þrem í síðustu viku. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Stefnir í átök við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Fleiri fréttir Stefnir í átök við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14