Zlatan: Varð sannfærður þegar "Sá sérstaki“ hringdi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 18:30 Zlatan gat ekki sagt nei við Mourinho. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“ Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við Manchester United í sumar frá PSG. En hann hefði getað endað á Old Trafford ári fyrr. Zlatan og Mourinho eru miklir mátar síðan „Sá sérstaki“, eins og Mourinho er stundum kallaður, var knattspyrnustjóri Zlatans hjá Inter. Í viðtali við Mirror segir Zlatan að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í fyrrasumar þegar Louis Van Gall stjórnaði liðinu. „Það var rætt um það að ég færi til United í fyrra, það er rétt. En ég trúði ekki á verkefnið, það var ekki réttur tímapunktur þá,“ sagði Zlatan en sagði að önnur staða hefði komið upp þegar Mourinho var orðinn knattspyrnustjóri Manchester United. „Þeir fengu „Þann sérstaka“ og þegar hann hringir og byrjar að tala við þig þá verður þú sannfærður. Hann þurfti ekki að tala lengi til þess að sannfæra mig. Það var nóg fyrir hann að hringja og segja að hann biði eftir mér í Manchester og ég var á lagður af stað,“ bætti Zlatan við. Þeir félagar Zlatan og Mourinho þekkja hvorn annan vel eftir þau tvö ár sem þeir voru saman hjá Inter. Inter varð meistari bæði árin. „Ég veit hvað hann vill, hvaða kröfur hann setur. Hann er sigurvegari og ég lít á sjálfan mig sem sigurvegara líka. Ég myndi gera hvað sem er til þess að vinna og hann hugsar eins. Því meiri tíma sem við eyðum saman, því meiri tíma sem við æfum saman því betri verðum við,“ sagði Zlatan kokhraustur að vanda. Zlatan hefur byrjað ágætlega hjá United á leiktíðinni og skorað fjögur deildarmörk í sjö leikjum. „Ég trúi því að vinna skili sér, þú leggur hart að þér og færð borgað. Ef maður leggur ekkert á sig þá fær maður ekkert til baka. Ég held að 50% af þessari íþrótt sé í hausnum á þér, hugarfarið. Ef maður undirbýr sig andlega þá verður allt auðveldara.“
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira