Vð megum ekkert slaka á Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2016 06:00 Íslensku liðin hlutu fern verðlaun á EM sem lauk um helgina. Hér sjást fyrirliðar liðanna með verðlaunapeninga sína en þær eru frá vinstri: Hekla Mist Valgeirsdóttir (stúlknalið), Andrea Sif Pétursdóttir (kvennalið), Margrét Lúðvígsdóttir (blandað lið fullorðinna) og Tanja Ólafsdóttir (blandað lið unglinga). Vísir/Steinunn Anna „Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning. Fimleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira
„Fyrir mótið hefði ég ekki endilega búist við að öll liðin sem við sendum til keppni kæmust á verðlaunapall. Ég held við getum verið mjög ánægð með árangur íslensku liðanna í heild, þótt okkur hafi langað mikið í gullið í kvennakeppninni,“ sagði Ása Inga Þorsteinsdóttir, aðalfararstjóri íslenska hópsins og fyrrverandi landsliðsþjálfari, í samtali við Fréttablaðið í gær. Blönduðu liðin unnu bæði til bronsverðlauna; í fyrsta sinn í fullorðinsflokki og annað sinn í röð í unglingaflokki. Stúlknaliðið vann nokkuð öruggan sigur í sínum flokki en kvennaliðið þurfti að sjá á eftir gullinu í hendur Svía, líkt og á EM á Íslandi fyrir tveimur árum.Smáatriði skildu á milli Kvennaliðið, sem vann til gullverðlauna á EM 2010 og 2012, ætlaði sér að endurheimta gullið og virtist á góðri leið með það. Stelpurnar urðu efstar í undankeppninni og bættu árangur sinn á dýnu og trampólíni í úrslitunum. En gólfæfingarnar urðu íslenska liðinu að falli. Þær fengu 21,916 stig fyrir gólfæfingarnar, sem þykir býsna gott, en sænsku stelpurnar toppuðu þær íslensku með því að fá 22,650 í einkunn. Á endanum munaði 0,284 í einkunn á Íslandi og Svíþjóð. Flest lið hefðu tekið silfrinu fegins hendi en eftir árangur síðustu ára skilur 2. sætið eftir beiskt bragð í munni. Ása segir að stelpurnar séu aðallega svekktar út í sjálfar sig. „Það voru smávægileg mistök á trampólíni, dansi og dýnu og ef þú hefðir núllað eitthvað af þessu út hefðu þær verið efst á pallinum. Þær gera alltaf miklar kröfur til sín og ég held að þær séu ekkert svekktar með að Svíarnir hafi staðið sig frábærlega, heldur út í sjálfar sig,“ sagði Ása.Uppgangur Breta Hún segir að breiddin sé að aukast í áhaldafimleikum og til marks um það nefnir hún uppgang Breta sem sendu lið til keppni í öllum flokkum og unnu til bronsverðlauna í drengjaflokki. „Það var mjög gaman að sjá hvað Bretar eru að koma sterkir inn. Uppbyggingin þar er gríðarleg og ég myndi halda að Bretar myndu blanda sér í toppbaráttuna í öllum flokkum á næsta EM,“ sagði Ása.Framtíðin björt Að hennar mati er framtíðin björt í íslenskum hópfimleikum. „Við megum ekki gleyma því, þótt það séu þarna stelpur sem hafa farið á fjögur Evrópumót, að liðið er ungt. Ég held að við ættum að vera bjartsýn og halda áfram uppbyggingunni,“ sagði Ása en elstu stelpurnar í kvennaliðinu eru fæddar 1993 og því aðeins 23 ára gamlar. Og hún á von á að fleiri öflugar stelpur séu að koma upp, sem sjáist á árangri stúlknalandsliðsins. „Það er fullt af flottum og mjög sterkum stelpum að koma upp þar þannig að ég held að framtíðin sé björt. En við megum ekkert slaka á, sérstaklega í ljósi þess að það eru fleiri þjóðir að koma sterkar inn. Þetta er ekki lengur bara keppni á milli Norðurlandaþjóðanna,“ sagði Ása en þrátt fyrir að breiddin sé að aukast í greininni er staðreyndin sú að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ísland unnu 17 af 18 verðlaunum sem í boði voru á EM í Maribor.Íslenskt karlalið eftir tvö ár Ísland sendi ekki lið til leiks í karlaflokkunum í ár, þótt stefnt hafi verið að því. Ása vonast til að Ísland tefli fram karlaliði á næsta Evrópumóti sem fer fram að tveimur árum liðnum. „Ég held að við eigum að geta gert það. Það var markmiðið núna. Við ætluðum að fara með fimm lið en því miður komu upp meiðsli og nokkrir strákar þurftu að draga sig út. Við eigum að geta verið með fimm lið næst,“ sagði Ása sem ber þá von í brjósti að árangur blönduðu liðanna á EM í Maribor verði strákum í greininni heima á Íslandi hvatning.
Fimleikar Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sjá meira