Er hægt að réttlæta allt með hausareglunni? Ólafur Arnarson skrifar 5. október 2016 00:00 Okkur Íslendingum er gjarnt að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Oftast er sá samanburður okkur mjög í hag, alla vega þegar við önnumst hann sjálfir. Þegar á okkur hallar grípum við gjarnan til hausareglunnar, sem aldrei bregst. Samkvæmt hausareglunni megum við Íslendingar vera allt að 999 sinnum lélegri en Bandaríkjamenn í hverju sem er en sigrum þá samt, því þeir eru þúsund sinnum fleiri en við. Löngum var það okkar helsta huggun á íþróttavellinum að þegar miðað var við höfðatölu vorum við miklu betri en allir andstæðingarnir þó við þyrftum að lúta í gras á vellinum sjálfum. Það var helst íslenska íþróttavorið um miðja síðustu öld, sem færði okkur raunverulega sigra í afreksíþróttum, þar til handboltastrákarnir okkar fóru að gera garðinn frægan í útlöndum. Á seinni árum hafa knattspyrnustelpurnar okkar og -strákarnir unnið stórafrek alveg burtséð frá hausareglunni og enn bætist við því fimleikafólkið, körfuboltastrákarnir og sundstelpurnar okkar eru í fremstu röð á heimsvísu. Í íþróttunum getum við því hætt að nota hausaregluna. Íslendingar eru orðnir asskoti góðir í íþróttum. En hvað með önnur svið? Erum við á heimsmælikvarða t.d. hvað viðskipti, menningu og listir varðar? Ef við byrjum á menningu og listum má fullyrða að við stöndum ágætlega, svona á heimsmælikvarða. Bækur íslenskra rithöfunda eru þýddar og gefnar út víða um lönd. Ragnar Kjartansson er einn eftirsóttasti listamaður í heimi. Ef við eignum okkur Ólaf Elíasson eigum við annan myndlistarmann sem er einn hinna virtustu í heimi. Íslensk tónlist fer sigurför um heiminn. Sigur Rós, OMAM, Kaleo og fleiri hljómsveitir eru í fremstu röð dægursveita austan hafs og vestan. Gleymum ekki Björk. Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sigmundsson halda uppi merki eyjarskeggja á eyjunni bláu í helstu tónleikahöllum veraldar. Leiklistar- og tónlistarlíf hér heima blómstrar sem aldrei fyrr. Við stöndumst fyllilega samanburð við þær þjóðir sem við berum okkur saman við, án þess að grípa til hausareglunnar. Atvinnugrein, sem blómstraði í byrjun þessarar aldar, hrundi, en reis svo aftur undir nýrri kennitölu, er fjármálastarfsemi. Þar erum við Íslendingar á heimsmælikvarða nú sem fyrr. Fyrir hrunið voru íslensku bankarnir engir eftirbátar framsæknustu banka í heiminum í skuldsetningu og gírun. Eftir hrun standa íslenskir bankar erlendum framar í að skrúfa upp efnahagsreikninga sína á kostnað viðskiptavina. Þar er þó ekki eingöngu snilli íslenskra bankamanna fyrir að þakka heldur eiga þeir hauk í horni í verðtryggingunni og gjöfulum stjórnmálamönnum.Einokunarrisar Þá er það hin gamalgróna grein, sjávarútvegurinn. Ráðamenn og forsvarsmenn greinarinnar segja okkur í tíma og ótíma að íslenskur sjávarútvegur sé eini sjávarútvegurinn í heiminum sem ekki er niðurgreiddur og skilar þjóðarbúinu arði. Sjálfsagt auðveldar það stórfyrirtækjum í greininni að skila arði að þau fá nær ókeypis aðgang að dýrmætri auðlind. Þau fá að miða við gerviverð, mun lægra en markaðsverð, við skipti á hlut til sjómanna. En hvernig er þetta t.d. í samanburði við Bandaríkin? Þær atvinnugreinar vestra, sem helst má líkja við íslenskan sjávarútveg, eru olíuiðnaðurinn og stáliðnaðurinn. Fyrir rúmri öld voru þessar greinar burðaratvinnugreinar bandarísks hagkerfis. Þær bjuggu við gríðarlegt stærðarhagræði og höfðu nánast algera einokun. Og fyrir rúmri öld réðust bandarísk stjórnvöld gegn þessari einokun og brutu upp U.S. Steel og Standard Oil í fjölmargar smærri einingar og gerðu ráðstafanir til að tryggja fulla samkeppni milli hinna nýju fyrirtækja. Varnir einokunarrisanna vestra þá minna um margt á málflutning þeirra sem verja ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi nú. Stjórnmálamenn á Íslandi standa enn vörð um einokun í íslenskum sjávarútvegi og verja greinina fyrir reglum samkeppnislaga, hunsa tilmæli frá samkeppnisyfirvöldum. Og liðin er heil öld frá því Bandaríkjamenn brutu niður einokunina í sínum mikilvægustu atvinnugreinum. Síðan hafa Bandaríkjamenn ráðist gegn einokun á símamarkaði, hugbúnaðarmarkaði og fleiri mörkuðum. Við Íslendingar verðum líklega að grípa til hausareglunnar þegar við setjum okkar stjórnmálamenn í alþjóðlegan samanburð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun
Okkur Íslendingum er gjarnt að bera okkur saman við aðrar þjóðir. Oftast er sá samanburður okkur mjög í hag, alla vega þegar við önnumst hann sjálfir. Þegar á okkur hallar grípum við gjarnan til hausareglunnar, sem aldrei bregst. Samkvæmt hausareglunni megum við Íslendingar vera allt að 999 sinnum lélegri en Bandaríkjamenn í hverju sem er en sigrum þá samt, því þeir eru þúsund sinnum fleiri en við. Löngum var það okkar helsta huggun á íþróttavellinum að þegar miðað var við höfðatölu vorum við miklu betri en allir andstæðingarnir þó við þyrftum að lúta í gras á vellinum sjálfum. Það var helst íslenska íþróttavorið um miðja síðustu öld, sem færði okkur raunverulega sigra í afreksíþróttum, þar til handboltastrákarnir okkar fóru að gera garðinn frægan í útlöndum. Á seinni árum hafa knattspyrnustelpurnar okkar og -strákarnir unnið stórafrek alveg burtséð frá hausareglunni og enn bætist við því fimleikafólkið, körfuboltastrákarnir og sundstelpurnar okkar eru í fremstu röð á heimsvísu. Í íþróttunum getum við því hætt að nota hausaregluna. Íslendingar eru orðnir asskoti góðir í íþróttum. En hvað með önnur svið? Erum við á heimsmælikvarða t.d. hvað viðskipti, menningu og listir varðar? Ef við byrjum á menningu og listum má fullyrða að við stöndum ágætlega, svona á heimsmælikvarða. Bækur íslenskra rithöfunda eru þýddar og gefnar út víða um lönd. Ragnar Kjartansson er einn eftirsóttasti listamaður í heimi. Ef við eignum okkur Ólaf Elíasson eigum við annan myndlistarmann sem er einn hinna virtustu í heimi. Íslensk tónlist fer sigurför um heiminn. Sigur Rós, OMAM, Kaleo og fleiri hljómsveitir eru í fremstu röð dægursveita austan hafs og vestan. Gleymum ekki Björk. Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sigmundsson halda uppi merki eyjarskeggja á eyjunni bláu í helstu tónleikahöllum veraldar. Leiklistar- og tónlistarlíf hér heima blómstrar sem aldrei fyrr. Við stöndumst fyllilega samanburð við þær þjóðir sem við berum okkur saman við, án þess að grípa til hausareglunnar. Atvinnugrein, sem blómstraði í byrjun þessarar aldar, hrundi, en reis svo aftur undir nýrri kennitölu, er fjármálastarfsemi. Þar erum við Íslendingar á heimsmælikvarða nú sem fyrr. Fyrir hrunið voru íslensku bankarnir engir eftirbátar framsæknustu banka í heiminum í skuldsetningu og gírun. Eftir hrun standa íslenskir bankar erlendum framar í að skrúfa upp efnahagsreikninga sína á kostnað viðskiptavina. Þar er þó ekki eingöngu snilli íslenskra bankamanna fyrir að þakka heldur eiga þeir hauk í horni í verðtryggingunni og gjöfulum stjórnmálamönnum.Einokunarrisar Þá er það hin gamalgróna grein, sjávarútvegurinn. Ráðamenn og forsvarsmenn greinarinnar segja okkur í tíma og ótíma að íslenskur sjávarútvegur sé eini sjávarútvegurinn í heiminum sem ekki er niðurgreiddur og skilar þjóðarbúinu arði. Sjálfsagt auðveldar það stórfyrirtækjum í greininni að skila arði að þau fá nær ókeypis aðgang að dýrmætri auðlind. Þau fá að miða við gerviverð, mun lægra en markaðsverð, við skipti á hlut til sjómanna. En hvernig er þetta t.d. í samanburði við Bandaríkin? Þær atvinnugreinar vestra, sem helst má líkja við íslenskan sjávarútveg, eru olíuiðnaðurinn og stáliðnaðurinn. Fyrir rúmri öld voru þessar greinar burðaratvinnugreinar bandarísks hagkerfis. Þær bjuggu við gríðarlegt stærðarhagræði og höfðu nánast algera einokun. Og fyrir rúmri öld réðust bandarísk stjórnvöld gegn þessari einokun og brutu upp U.S. Steel og Standard Oil í fjölmargar smærri einingar og gerðu ráðstafanir til að tryggja fulla samkeppni milli hinna nýju fyrirtækja. Varnir einokunarrisanna vestra þá minna um margt á málflutning þeirra sem verja ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi nú. Stjórnmálamenn á Íslandi standa enn vörð um einokun í íslenskum sjávarútvegi og verja greinina fyrir reglum samkeppnislaga, hunsa tilmæli frá samkeppnisyfirvöldum. Og liðin er heil öld frá því Bandaríkjamenn brutu niður einokunina í sínum mikilvægustu atvinnugreinum. Síðan hafa Bandaríkjamenn ráðist gegn einokun á símamarkaði, hugbúnaðarmarkaði og fleiri mörkuðum. Við Íslendingar verðum líklega að grípa til hausareglunnar þegar við setjum okkar stjórnmálamenn í alþjóðlegan samanburð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun