Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota kemur til greina Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 19:15 Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon. Brexit Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon.
Brexit Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Sjá meira