Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Alingsås 24-24 | Íslandsmeistararnir fóru illa að ráði sínu Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 8. október 2016 18:15 Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki unnið sænska liðið Alingsås á heimavelli í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Lokatölur 24-24 í hörkuleik. Haukar spiluðu frábærlega framan af og þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Janus Daði Smárason þeim átta mörkum yfir, 19-11. Við tóku afar slæmar 23 mínútur sem Alingsås vann 13-5. Haukar voru á einum tímapunkti komnir tveimur mörkum undir, 21-23, en Adam Haukur Baumruk skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og Íslandsmeistararnir náðu því jafnteflinu. Alingsås er búið að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni heima fyrir en það var ekki að sjá á leik liðsins lengi framan af. Haukar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn, spiluðu öfluga vörn, Giedrius Morkunas varði vel í markinu og Janus Daði stjórnaði sóknarleiknum frábærlega. Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í fyrri hálfleiknum og vörn Alingsås réði ekkert við hann. Gestirnir héldu í við Hauka framan af fyrri hálfleik en á síðustu 15 mínútum hans breyttu heimamenn stöðunni úr 7-6 í 15-8 sem voru hálfleikstölur. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og eftir 37 mínútur var staðan orðin 19-11, þeim í vil. En í staðinn fyrir að auka muninn fóru Haukar að verja forskotið og það fuðraði upp á næstu mínútum. Rickard Frisk, sem varði einungis tvö skot í fyrri hálfleik, fór allt í einu að verja og Jesper Konradsson, besti maður Alingsås, fór í gang í sókninni. Gestirnir skoruðu sjö mörk í röð og voru komnir í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar fjórar mínútum voru eftir. En þökk sé þremur mörkum Adams Hauks náðu Haukar jafnteflinu sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam Haukur kom næstur með sex mörk. Konradsson skoraði átta mörk úr aðeins níu skotum fyrir Alingsås. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Svíanna sunnudaginn 16. október.Gunnar: Vorum frábærir í 40 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum vonsvikinn að sjá sína menn glutra niður átta marka forystu gegn sænska liðinu Alingsås í dag. Haukar leiddu með átta mörkum, 19-11, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum en þurftu á endanum að berjast fyrir því að ná jafnteflinu. „Við vorum frábærir í 40 mínútur. Það fór rosaleg orka í þetta og við urðum svolítið bensínlausir. Ég hefði viljað fá meira innlegg frá þeim sem komu af bekknum. Það vantaði að fá einn ferskan til að stíga upp,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er ánægður með leikinn. Við vorum að spila á móti frábæru liði og ég er stoltur af strákunum. Við ætluðum að vinna þetta, það var markmiðið og ég er auðvitað svekktur að missa niður átta marka forystu.“ Þjálfarinn var þó sáttur við síðustu mínútur leiksins en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir í lokin en það er karakter að vinna þetta upp. Við duttum of langt niður og það má ekki gleyma því að við vorum á Akureyri á miðvikudaginn og komum heim seint um nóttina. Það hjálpaði okkur ekki,“ sagði Gunnar að lokum.Janus Daði: Urðum full einhæfir undir lokin Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Hauka í dag með átta mörk. Hann kom Haukum í 19-11 á 37. mínútu en síðustu 23 mínúturnar voru slakar af hálfu heimamanna og leikmenn Alingsås gengu á lagið. „Við vorum orðnir þreyttir og fórum að hnoðast eða eitthvað álíka. Við skoruðum ekki nógu mörg mörk,“ sagði Janus í leikslok. „Það er æðislegt að fá svona flott lið hingað og þá stígum við skrefi ofar. Við vorum flottir í dag en urðum full einhæfir undir lokin. Ég reyndi kannski of mikið og það þurfti að virkja fleiri.“ Haukar lentu tveimur mörkum undir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en náðu að landa jafnteflinu. „Það var flott. Við fórum að bomba á þetta. Okkur finnst við eiga fullt inni og það verður æðislegt að fara út og reyna þetta aftur,“ sagði Janus. En hefur hann trú á því að Haukar geti farið áfram? „Já, algjörlega. Annars myndum við ekki kaupa okkur flugmiða,“ sagði leikstjórnandinn knái að endingu. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira
Haukar geta nagað sig í handarbökin að hafa ekki unnið sænska liðið Alingsås á heimavelli í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Lokatölur 24-24 í hörkuleik. Haukar spiluðu frábærlega framan af og þegar sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik kom Janus Daði Smárason þeim átta mörkum yfir, 19-11. Við tóku afar slæmar 23 mínútur sem Alingsås vann 13-5. Haukar voru á einum tímapunkti komnir tveimur mörkum undir, 21-23, en Adam Haukur Baumruk skoraði þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og Íslandsmeistararnir náðu því jafnteflinu. Alingsås er búið að vinna alla fjóra leiki sína í deildinni heima fyrir en það var ekki að sjá á leik liðsins lengi framan af. Haukar voru einfaldlega miklu sterkari aðilinn, spiluðu öfluga vörn, Giedrius Morkunas varði vel í markinu og Janus Daði stjórnaði sóknarleiknum frábærlega. Selfyssingurinn skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar í fyrri hálfleiknum og vörn Alingsås réði ekkert við hann. Gestirnir héldu í við Hauka framan af fyrri hálfleik en á síðustu 15 mínútum hans breyttu heimamenn stöðunni úr 7-6 í 15-8 sem voru hálfleikstölur. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af sama krafti og eftir 37 mínútur var staðan orðin 19-11, þeim í vil. En í staðinn fyrir að auka muninn fóru Haukar að verja forskotið og það fuðraði upp á næstu mínútum. Rickard Frisk, sem varði einungis tvö skot í fyrri hálfleik, fór allt í einu að verja og Jesper Konradsson, besti maður Alingsås, fór í gang í sókninni. Gestirnir skoruðu sjö mörk í röð og voru komnir í kjörstöðu, tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar fjórar mínútum voru eftir. En þökk sé þremur mörkum Adams Hauks náðu Haukar jafnteflinu sem var það minnsta sem þeir áttu skilið úr leiknum. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam Haukur kom næstur með sex mörk. Konradsson skoraði átta mörk úr aðeins níu skotum fyrir Alingsås. Seinni leikurinn fer fram á heimavelli Svíanna sunnudaginn 16. október.Gunnar: Vorum frábærir í 40 mínútur Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum vonsvikinn að sjá sína menn glutra niður átta marka forystu gegn sænska liðinu Alingsås í dag. Haukar leiddu með átta mörkum, 19-11, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum en þurftu á endanum að berjast fyrir því að ná jafnteflinu. „Við vorum frábærir í 40 mínútur. Það fór rosaleg orka í þetta og við urðum svolítið bensínlausir. Ég hefði viljað fá meira innlegg frá þeim sem komu af bekknum. Það vantaði að fá einn ferskan til að stíga upp,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er ánægður með leikinn. Við vorum að spila á móti frábæru liði og ég er stoltur af strákunum. Við ætluðum að vinna þetta, það var markmiðið og ég er auðvitað svekktur að missa niður átta marka forystu.“ Þjálfarinn var þó sáttur við síðustu mínútur leiksins en Haukar skoruðu þrjú af síðustu fjórum mörkum leiksins. „Við vorum komnir tveimur mörkum undir í lokin en það er karakter að vinna þetta upp. Við duttum of langt niður og það má ekki gleyma því að við vorum á Akureyri á miðvikudaginn og komum heim seint um nóttina. Það hjálpaði okkur ekki,“ sagði Gunnar að lokum.Janus Daði: Urðum full einhæfir undir lokin Janus Daði Smárason var markahæstur í liði Hauka í dag með átta mörk. Hann kom Haukum í 19-11 á 37. mínútu en síðustu 23 mínúturnar voru slakar af hálfu heimamanna og leikmenn Alingsås gengu á lagið. „Við vorum orðnir þreyttir og fórum að hnoðast eða eitthvað álíka. Við skoruðum ekki nógu mörg mörk,“ sagði Janus í leikslok. „Það er æðislegt að fá svona flott lið hingað og þá stígum við skrefi ofar. Við vorum flottir í dag en urðum full einhæfir undir lokin. Ég reyndi kannski of mikið og það þurfti að virkja fleiri.“ Haukar lentu tveimur mörkum undir þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en náðu að landa jafnteflinu. „Það var flott. Við fórum að bomba á þetta. Okkur finnst við eiga fullt inni og það verður æðislegt að fara út og reyna þetta aftur,“ sagði Janus. En hefur hann trú á því að Haukar geti farið áfram? „Já, algjörlega. Annars myndum við ekki kaupa okkur flugmiða,“ sagði leikstjórnandinn knái að endingu.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Sjá meira