Skref í áttina frá taumlausri gleði Starri Freyr Jónsson skrifar 8. október 2016 12:45 Hljómsveitin Sykur heldur langþráða tónleika á Bryggjunni Brugghúsi næsta þriðjudag. mynd/aníta eldjárn Þótt fimm ár eru síðan síðasta plata, Mesópótamía, kom út hafa meðlimir Sykurs, þau Agnes Björt Andradóttir, Halldór Eldjárn, Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, svo sannarlega ekki verið aðgerðarlaus að sögn Kristjáns. Önnur verkefni hafi einfaldlega verið í forgangi. „Við fórum flest í nám á þessu tímabili og þá varð eðlilega minni tími aflögu til þess að einbeita sér að tónlistinni af fullum krafti. Stefán fór í vöruhönnun og við Halldór lærðum tölvunarfræði. Agnes hefur einnig haft í nógu að snúast sem stílisti við myndatökur ásamt því að vera í fleiri tónlistarverkefnum. Þrátt fyrir að lítið efni hafi komið út frá okkur síðan 2011 höfum við ekki setið auðum höndum. Við höfum verið að semja og æfa á fullu allan þennan tíma og meirihlutinn af lævsettinu okkar samanstendur af nýju efni. Það er mjög tímafrekt ferli að taka upp plötu og við höfum ekki viljað leggja út í það fyrr en við gætum gert það fullum fetum.“ Öðruvísi vinnsluferli Agnes segir nýja efnið talsvert frábrugðið lögum síðustu plötu. „Við tókum skref í áttina frá þeirri taumlausu gleði sem oft hefur einkennt tónlistina okkar og tjúnuðum hana til í takt við eigin tilfinningar og þroska, svo nú heyrist einnig ómur frá dýpri nótum tilfinningaskalans. Stærsti munurinn er þó líklega sá að seinasta plata var samin í hljóðverinu og svo yfir færð í lævbúning eftir á, meðan nýja efnið er samið á æfingum og hefur fengið tækifæri til að þróast náttúrulega á tónleikum áður en það er tekið upp.“ Sú leið hefur gefið hljómsveitarmeðlimum tækifæri til að spinna meira á staðnum að sögn Halldórs og leika sér með tónlistina þegar þau spila á tónleikum. „Við vitum ekki ennþá hvernig lokaniðurstaðan verður, en þetta er allavega búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og það er rosalega gaman að sjá þróunina í einstökum lögum. Ef við hefðum tekið lögin upp um leið og við sömdum þau, frekar en að leyfa þeim að þróast á tónleikum, hefði útkoman ekki orðið sú sama.“ Skemmtilegt sumar Sykur var á faraldsfæti í sumar og kom m.a. fram á tónlistarhátíðum í Danmörku og Sviss. „Tónlistarhátíðin í Danmörku heitir Trailerpark Festival sem er rosalega skemmtileg og metnaðarfull hátíð. Einnig komum við fram á stórri útihátíð í Sviss en hljóðfærin okkar týndust öll þegar við millilentum í Vín á leiðinni út. Sem betur fer kipptu Svisslendingarnir sér ekkert upp við það, heldur keyrðu þeir út um alla borg, milli hljóðfæraleiga, til þess að reyna að finna öll gömlu og skrýtnu hljóðfærin sem við notum,“ segir Stefán. Sykur spilaði einnig á arkitektaráðstefnu í Ósló og eru þau öll sammála um að hún hafi verið svalasta samkoma sem þau hafi spilað á til þessa. „En hvar sem við höfum farið í sumar höfum við fengið frábærar viðtökur, sama hvort það er á lítilli eða stórri hátíð og sama hvort áhorfendur þekkja tónlistina fyrir eður ei. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt sumar.“ Lært heilmikið Óvíst er um útgáfudag nýju plötunnar. „Við höfum veigrað okkur við því að nefna einhverjar ákveðnar dagsetningar þegar kemur að útgáfu á nýju efni. Þó getum við gefið nokkrar vísbendingar: Það má búast við plötunni um það leyti sem pláneturnar raðast upp í beina röð og Venus er rísandi í Bogmanni. Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt, þannig að platan verður örugglega töluvert frábrugðin fyrri plötum. Þó eru ákveðin karaktereinkenni bæði í lagasmíðum, útsetningum og hljóðheimi sem halda sér. Við höfum lært heilmikið síðan seinasta plata kom út.“ Sykur mun fylgja nýju plötunni eftir með tónleikum hérlendis og erlendis. „Við vonumst til að geta gefið út eitt lag von bráðar, en það er verið að mixa það í augnablikinu. Við ætlum að spila á Airwaves að venju og erum mjög spennt.“ Sykur mun koma tvisvar fram á Airwaves í næsta mánuði og nokkrir meðlimir troða upp með hliðarverkefni sín. „Það er alltaf jafngaman að spila á Airwaves, það leggja sig allir fram um að vera í toppformi og reyna eitthvað nýtt og öðruvísi. Við ákváðum þó að spila frekar lítið í ár; einu sinni í Gamla bíói kl. 2.30 aðfaranótt sunnudags en það verður brjálað partí. Auk þess komum við fram á einum „off-venue“ viðburði, í versluninni Geysi á Skólavörðustíg á miðvikudeginum. Einnig mun Halldór frumflytja sólóverkefnið sitt á laugardagskvöldinu og samstarfsverkefni hans og föður hans, Ljóðfæri, sem er eins konar samruni ljóðlistar og hljóðlistar, á fimmtudagskvöldinu. Kristján mun líka koma fram þrisvar undir listamannsnafninu Kreld auk þess að spila á fimm giggum á svuntuþeysa með rapparanum og athafnamanninum Kött Grá Pje.“ Tónleikarnir á þriðjudaginn hefjast kl. 21 og er ókeypis inn. Fylgjast má með með hljómsveitinni Sykri á Facebook og Twitter (@sykurtheband) og hlusta á þau á Spotify og Soundcloud. Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þótt fimm ár eru síðan síðasta plata, Mesópótamía, kom út hafa meðlimir Sykurs, þau Agnes Björt Andradóttir, Halldór Eldjárn, Kristján Eldjárn og Stefán Finnbogason, svo sannarlega ekki verið aðgerðarlaus að sögn Kristjáns. Önnur verkefni hafi einfaldlega verið í forgangi. „Við fórum flest í nám á þessu tímabili og þá varð eðlilega minni tími aflögu til þess að einbeita sér að tónlistinni af fullum krafti. Stefán fór í vöruhönnun og við Halldór lærðum tölvunarfræði. Agnes hefur einnig haft í nógu að snúast sem stílisti við myndatökur ásamt því að vera í fleiri tónlistarverkefnum. Þrátt fyrir að lítið efni hafi komið út frá okkur síðan 2011 höfum við ekki setið auðum höndum. Við höfum verið að semja og æfa á fullu allan þennan tíma og meirihlutinn af lævsettinu okkar samanstendur af nýju efni. Það er mjög tímafrekt ferli að taka upp plötu og við höfum ekki viljað leggja út í það fyrr en við gætum gert það fullum fetum.“ Öðruvísi vinnsluferli Agnes segir nýja efnið talsvert frábrugðið lögum síðustu plötu. „Við tókum skref í áttina frá þeirri taumlausu gleði sem oft hefur einkennt tónlistina okkar og tjúnuðum hana til í takt við eigin tilfinningar og þroska, svo nú heyrist einnig ómur frá dýpri nótum tilfinningaskalans. Stærsti munurinn er þó líklega sá að seinasta plata var samin í hljóðverinu og svo yfir færð í lævbúning eftir á, meðan nýja efnið er samið á æfingum og hefur fengið tækifæri til að þróast náttúrulega á tónleikum áður en það er tekið upp.“ Sú leið hefur gefið hljómsveitarmeðlimum tækifæri til að spinna meira á staðnum að sögn Halldórs og leika sér með tónlistina þegar þau spila á tónleikum. „Við vitum ekki ennþá hvernig lokaniðurstaðan verður, en þetta er allavega búið að vera ótrúlega skemmtilegt ferli og það er rosalega gaman að sjá þróunina í einstökum lögum. Ef við hefðum tekið lögin upp um leið og við sömdum þau, frekar en að leyfa þeim að þróast á tónleikum, hefði útkoman ekki orðið sú sama.“ Skemmtilegt sumar Sykur var á faraldsfæti í sumar og kom m.a. fram á tónlistarhátíðum í Danmörku og Sviss. „Tónlistarhátíðin í Danmörku heitir Trailerpark Festival sem er rosalega skemmtileg og metnaðarfull hátíð. Einnig komum við fram á stórri útihátíð í Sviss en hljóðfærin okkar týndust öll þegar við millilentum í Vín á leiðinni út. Sem betur fer kipptu Svisslendingarnir sér ekkert upp við það, heldur keyrðu þeir út um alla borg, milli hljóðfæraleiga, til þess að reyna að finna öll gömlu og skrýtnu hljóðfærin sem við notum,“ segir Stefán. Sykur spilaði einnig á arkitektaráðstefnu í Ósló og eru þau öll sammála um að hún hafi verið svalasta samkoma sem þau hafi spilað á til þessa. „En hvar sem við höfum farið í sumar höfum við fengið frábærar viðtökur, sama hvort það er á lítilli eða stórri hátíð og sama hvort áhorfendur þekkja tónlistina fyrir eður ei. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt sumar.“ Lært heilmikið Óvíst er um útgáfudag nýju plötunnar. „Við höfum veigrað okkur við því að nefna einhverjar ákveðnar dagsetningar þegar kemur að útgáfu á nýju efni. Þó getum við gefið nokkrar vísbendingar: Það má búast við plötunni um það leyti sem pláneturnar raðast upp í beina röð og Venus er rísandi í Bogmanni. Við erum alltaf að prófa eitthvað nýtt, þannig að platan verður örugglega töluvert frábrugðin fyrri plötum. Þó eru ákveðin karaktereinkenni bæði í lagasmíðum, útsetningum og hljóðheimi sem halda sér. Við höfum lært heilmikið síðan seinasta plata kom út.“ Sykur mun fylgja nýju plötunni eftir með tónleikum hérlendis og erlendis. „Við vonumst til að geta gefið út eitt lag von bráðar, en það er verið að mixa það í augnablikinu. Við ætlum að spila á Airwaves að venju og erum mjög spennt.“ Sykur mun koma tvisvar fram á Airwaves í næsta mánuði og nokkrir meðlimir troða upp með hliðarverkefni sín. „Það er alltaf jafngaman að spila á Airwaves, það leggja sig allir fram um að vera í toppformi og reyna eitthvað nýtt og öðruvísi. Við ákváðum þó að spila frekar lítið í ár; einu sinni í Gamla bíói kl. 2.30 aðfaranótt sunnudags en það verður brjálað partí. Auk þess komum við fram á einum „off-venue“ viðburði, í versluninni Geysi á Skólavörðustíg á miðvikudeginum. Einnig mun Halldór frumflytja sólóverkefnið sitt á laugardagskvöldinu og samstarfsverkefni hans og föður hans, Ljóðfæri, sem er eins konar samruni ljóðlistar og hljóðlistar, á fimmtudagskvöldinu. Kristján mun líka koma fram þrisvar undir listamannsnafninu Kreld auk þess að spila á fimm giggum á svuntuþeysa með rapparanum og athafnamanninum Kött Grá Pje.“ Tónleikarnir á þriðjudaginn hefjast kl. 21 og er ókeypis inn. Fylgjast má með með hljómsveitinni Sykri á Facebook og Twitter (@sykurtheband) og hlusta á þau á Spotify og Soundcloud.
Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira