Velvildin í vaskinn Ívar Halldórsson skrifar 26. september 2016 13:16 Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég fór í gossjálfssalan og fjárfesti í ískaldri Pepsi Max flösku. Kvikmyndin var að hefjast og ég náði að koma mér fyrir miðsvæðis í salnum fyrir framan hvíta bíótjaldið. Allt var eins og það átti að vera...en þá varð mér ljóst að gosið sem ég keypti var algjörlega goslaust. Flaskan kostaði 340 krónur, sem er mikill peningur fyrir takmarkað magn af köldum vökvanum, en ég ákvað að gera ekkert veður út af þessu. Ég var búinn að drekka rúmlega helminginn af flöskunni þegar hlé var gert á kvikmyndasýningunni og ekki laust við að ég væri svolítið ósáttur við goskaupin. Ég ákvað að kíkja fram með flöskuna og athuga hvort ég gæti höfðað til góðvildar þeirra sem voru að afgreiða svanga bíógesti í hálfleik. Ég var enn staðráðinn í að gera ekkert mál út af þessu, enda búinn að drekka mikið af innihaldinu. Ung afgreiðslustúlka brosir til mín og spyr mig hvort hún geti aðstoðað. Ég fer til hennar og segi henni frá goslausu flöskunni sem ég hafði fengið úr sjálfsalanum þeirra. Ég sagði að ég hafði reynt að gera mér drykkinn að góðu en hefði komist að því að ég vildi ekki klára drykkinn. Ég spurði hana hvort hún gæti gefið mér lítið gosglas í sárabætur. Hún hellti gosi í 0,4 lítra gosglas og fékk mér það. Ég var sáttur upp fyrir haus, þakkaði fyrir mig, tók sopa af betra gosi og taldi að þar með væri allt í góðu. En svo var víst ekki... Því næst bað hún mig að borga fyrir gosglasið. Það var augljóst að hún hafði eitthvað misskilið um hvað þetta allt snerist og sagðist ég ekki vera sáttur við að borga fyrir drykk sem mér skildist að hún hefði látið mig fá til að bæta mér upp kaup á gallaðri vöru. Hún bað mig að bíða meðan hún færi og fyndi yfirmann til að ráðfæra sig við. Hún gekk um allt í leita að yfirmanni en virtist ekki finna hann. Eftir talsverða bið fór ég að hafa áhyggjur af því að myndin yrði byrjuð áður en samningum yrði náð. Hún fann þó loks aðra stúlku sem hún ræddi við á meðan við og fleiri bíógestir biðu með bakið í samræðurnar. Þá gerðist hið óvænta... Hún gekk rösklega til baka og stóð loks aftur andspænis mér við afgreiðsluborðið. Án þess að segja neitt tók hún litla gosglasið (sem ég var búinn að drekka einn eða tvo sopa af), tók lokið af glasinu og hellti helmingi innihaldsins í vaskinn sem var á milli okkar. Hún rétti mér 0,2 lítrana sem eftir voru í litla gosglasinu aftur...orðlaust. Ég tók sopa en fannst mér vera svo skítugur eitthvað að ég skildi gosglasið eftir á afgreiðsluborðinu og gekk afvopnaður aftur inn í bíósalinn. Blákalt „Nei!“, hefði verið betra. Kjaftshögg hefði verið betra. Orðlaus... Niðurstaða þeirra sem stýrðu þjónustunni þar á bæ var þá sú að betra væri að henda fullkomlega góðum gosdrykk í vaskinn – en að heiðarlegur bíógestur sem lenti á slæmu eintaki af dýrum gosdrykk fengi að drekka hann. Mér leið reyndar um stund eins og að ég væri undir sterkum grun um einhvers konar svik - að ég væri að reyna að hafa vörur af fyrirtækinu með óheiðarlegum hætti... ...í 0,4 lítra skömmtum. Það er víst ekki á hverjum degi sem girt er niður mann með gosglasi. Gæti verið að skattaglöð ríkisstjórnin hafi verið nýbúin að taka við rekstri kvikmyndahússins og þetta hafi einfaldlega verið hlutfall verðmætanna sem átti að fara í vaskinn? ... eða fara í eitthvað annað, bara eitthvað allt annað en í það að þjónusta þann sem upphaflega borgaði fyrir þjónustuna og vöruna í góðri trú, með peningum sínum? Ég hugsaði þarna á einhverjum tímapunkti um að halda ræðuna um öll hungruðu börnin í heiminum... ...en sleppti því.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun