FIFA 17 er frábær: Lengi getur gott batnað Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. september 2016 10:00 Marco Reus prýðir forsíðu leiksins en hann nýtur afar mikilla vinsælda í Þýskalandi. Nýjasta útgáfan af vinsælasta íþróttaleik heims kemur út á Íslandi í dag, FIFA 17 frá EA Sports er frábær tölvuleikur; á ótrúlegan hátt tekst framleiðendum að gefa í og bæta við nýjum þáttum í leikinn á meðan haldið er áfram að fullkomna spilunina. FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. Leikurinn hefur vakið einstaklega mikla athygli hér á landi, eftir samskipti KSÍ og EA Sports sem framleiðir leikinn. Íslensku landsliðin eru ekki í leiknum, eins og frægt er. Gaman hefði verið að sjá landsliðsfólkið okkar í þessum glæsilega leik.Frábært ferðalag David Rutter, framleiðslustjóri FIFA-leikjanna, og félagar hans ákváðu að bjóða upp á nýja vídd í FIFA 17 – fyrsta stóra viðbótin við spilun síðan FIFA Ultimate Team var kynnt til leiks í FIFA 13. Í ár er hægt að setja sig í spor ungs fótboltamanns, sem ber nafnið Alex Hunter, í spilunarham sem kallast The Journey (sem mætii þýða sem Ferðalagið). Ég fékk leikinn í hendur í vikunni og ákvað að eyða mestum tíma í spiluninni í þennan ham, því hann skiptir mestu máli í uppfærslunni í ár. Skemmst er frá því að segja að þessi viðbót er stórkostleg, maður verður strax nánast háður því að halda sögunni áfram, ná lengra sem Alex Hunter og kynnast stórstjörnum knattspyrnuheimsins í gegnum leikinn.Grípandi söguþráður Hunter er fyrst kynntur til sögunnar 11 ára að aldri og fær maður hlutverk í yngri flokka leik. Ég ætla ekki að spilla neinu fyrir þeim sem vilja kynnast söguþræðinum á eigin skinni en get sagt að ýmsar stórstjörnur fléttast inn í söguþráðinn, auk mjög áhugasamrar mömmu, afa sem gefur góð ráð og pabba sem vill varla tala við son sinn.Spilarar fá að kynnast Alex Hunter og hjálpa honum að verða að stórstjörnu. Ris hans þykir minna á hvernig Marcus Rashford braust fram á sjónarsviðið.Vinskapur verður til og vinskapur endar. Allt er þetta einstaklega raunverulegt, enda komu atvinnumenn að söguþræðinum, til þess að gera „leiknu atriðin“, sem gerast ekki inn á knattspyrnuvellinum, eins raunveruleg og hægt er. Sem leikmaður fær maður að kynnast þjálfurum, reynsluboltum og öðrum ungum leikmönnum sem maður er í samkeppni við. Maður getur ráðið tilsvörum, bæði við félagana og við fréttamenn. Svörin hafa áhrif á vinsældir Hunters, til að mynda hversu margir elta hann á Twitter sem hefur áhrif á styrktarsamninga.Lítur vel út FIFA 17 lítur vel út – aldrei hefur nokkur íþróttaleikur fangað raunveruleikann jafn vel. Þetta er fyrsta útgáfan þar sem EA Sports notast við Frostbite-leikjavélina og kemur það berlega í ljós, bæði í spilun og í atriðum sem gerast í The Journey. Búið er að lappa upp á hið svokallaða Career Mode, þar sem spilarar setja sig í spor knattspyrnustjóra. Búið er að auka á skyldur stjórans, nú þarf að hugsa út í treyjusölu og fleira þegar kemur að því að stjórna liðum. Einnig geta spilarar haft áhrif á útlit stjórans og fleira. En í hreinskilni sagt gafst mér ekki tími til þess að kafa nógu djúpt í þennan ham leiksins, með tilliti til þess hvort hnökrar fyrri leikja hafi verið lagaðir. Forvitnilegt verður að sjá hvort endurnýjun leikmanna verði bætt, en það hefur verið stærsti gallinn á Career Mode hingað til.Skriðþungi leikmanna Búið er að breyta spiluninni inni á sjálfum vellinum. Til dæmis eru föstu leikatriðin gjörbreytt. Leikmenn láta stundum illa að stjórn, oft er eins og skriðþunginn sé of mikill. Erfitt getur reynst að halda boltanum og spilið getur orðið svolítið einhæft. Maður spyr sig hvort gervigreindin sé hreinlega orðin of mikil. Í The Journey fær maður líka stundum á tilfinninguna að úrslit leikjanna séu fyrirfram ákveðin. Stundum gefa varnirnar hinum unga Alex Hunter allt of mikið pláss og stundum missa menn boltann til hans á slæmum stöðum.Umgjörðin áþreifanleg En þrátt fyrir að spilunin geti stundum valdið pirringi, þá verður það ekki tekið af framleiðendum að þeim tekst frábærlega upp í umgjörðinni. „Sjónvarpsútsendingarnar“ frá hinum fjölmörgu deildum í leiknum eru ólíkar og maður sér að hugsað er út í minnstu smáatriði. Leikurinn er að verða líkari NBA2k-leikjunum og Madden, þar sem keppst er við að hafa hlutina sem raunverulegasta utan vallar, ekki síður en inni á vellinum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem EA Sports tekur svona mikla áhættu í uppfærslu sinni. Leikurinn er ekki fullkominn, en hann mun eflaust standa uppi sem mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. Líklega var EA Sports að framlengja gullaldartímabil knattspyrnuleikja enn frekar með þessum leik. Gullaldartímabil sem grundvallast á ástríðu framleiðanda auk góðs skilnings á þeim leikjavélum sem framleitt er fyrir. Gullaldartímabil sem hefur haft áhrif á knattspyrnuna og fjölgað unnendum þessarar fögru íþróttar. Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Ísland ekki með í FIFA 17 Því miður. 18. september 2016 14:02 FIFA 16 dómur: Búið að bóna kaggann FIFA 16 lofar góðu. Framleiðendur hjá EA Sports virðast enn einu sinni hafa náð að taka skref í rétta átt. Leikurinn orðinn enn raunverulegri og er búið að gjörbreyta spiluninni. 24. september 2015 09:00 FIFA 15: Stórkostlegur aðalréttur en meðlætið síðra FIFA 15 frá EA Sports kemur út í kvöld. Leikurinn er mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. FIFA 15 fangar stemningu á flestum völlum Evrópu og lætur spilaranum líða eins og hann sé þátttakandi í alvöru sjónvarpsútsendingu. Kvöldopnanir verða í helstu tölvuleikjaverslunum landsins í kvöld vegna útgáfunnar. 24. september 2014 07:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nýjasta útgáfan af vinsælasta íþróttaleik heims kemur út á Íslandi í dag, FIFA 17 frá EA Sports er frábær tölvuleikur; á ótrúlegan hátt tekst framleiðendum að gefa í og bæta við nýjum þáttum í leikinn á meðan haldið er áfram að fullkomna spilunina. FIFA 17 er raunverulegasti íþróttaleikur sem komið hefur út og mun eflaust fjölga ástríðufullum unnendum knattspyrnunnar. Leikurinn hefur vakið einstaklega mikla athygli hér á landi, eftir samskipti KSÍ og EA Sports sem framleiðir leikinn. Íslensku landsliðin eru ekki í leiknum, eins og frægt er. Gaman hefði verið að sjá landsliðsfólkið okkar í þessum glæsilega leik.Frábært ferðalag David Rutter, framleiðslustjóri FIFA-leikjanna, og félagar hans ákváðu að bjóða upp á nýja vídd í FIFA 17 – fyrsta stóra viðbótin við spilun síðan FIFA Ultimate Team var kynnt til leiks í FIFA 13. Í ár er hægt að setja sig í spor ungs fótboltamanns, sem ber nafnið Alex Hunter, í spilunarham sem kallast The Journey (sem mætii þýða sem Ferðalagið). Ég fékk leikinn í hendur í vikunni og ákvað að eyða mestum tíma í spiluninni í þennan ham, því hann skiptir mestu máli í uppfærslunni í ár. Skemmst er frá því að segja að þessi viðbót er stórkostleg, maður verður strax nánast háður því að halda sögunni áfram, ná lengra sem Alex Hunter og kynnast stórstjörnum knattspyrnuheimsins í gegnum leikinn.Grípandi söguþráður Hunter er fyrst kynntur til sögunnar 11 ára að aldri og fær maður hlutverk í yngri flokka leik. Ég ætla ekki að spilla neinu fyrir þeim sem vilja kynnast söguþræðinum á eigin skinni en get sagt að ýmsar stórstjörnur fléttast inn í söguþráðinn, auk mjög áhugasamrar mömmu, afa sem gefur góð ráð og pabba sem vill varla tala við son sinn.Spilarar fá að kynnast Alex Hunter og hjálpa honum að verða að stórstjörnu. Ris hans þykir minna á hvernig Marcus Rashford braust fram á sjónarsviðið.Vinskapur verður til og vinskapur endar. Allt er þetta einstaklega raunverulegt, enda komu atvinnumenn að söguþræðinum, til þess að gera „leiknu atriðin“, sem gerast ekki inn á knattspyrnuvellinum, eins raunveruleg og hægt er. Sem leikmaður fær maður að kynnast þjálfurum, reynsluboltum og öðrum ungum leikmönnum sem maður er í samkeppni við. Maður getur ráðið tilsvörum, bæði við félagana og við fréttamenn. Svörin hafa áhrif á vinsældir Hunters, til að mynda hversu margir elta hann á Twitter sem hefur áhrif á styrktarsamninga.Lítur vel út FIFA 17 lítur vel út – aldrei hefur nokkur íþróttaleikur fangað raunveruleikann jafn vel. Þetta er fyrsta útgáfan þar sem EA Sports notast við Frostbite-leikjavélina og kemur það berlega í ljós, bæði í spilun og í atriðum sem gerast í The Journey. Búið er að lappa upp á hið svokallaða Career Mode, þar sem spilarar setja sig í spor knattspyrnustjóra. Búið er að auka á skyldur stjórans, nú þarf að hugsa út í treyjusölu og fleira þegar kemur að því að stjórna liðum. Einnig geta spilarar haft áhrif á útlit stjórans og fleira. En í hreinskilni sagt gafst mér ekki tími til þess að kafa nógu djúpt í þennan ham leiksins, með tilliti til þess hvort hnökrar fyrri leikja hafi verið lagaðir. Forvitnilegt verður að sjá hvort endurnýjun leikmanna verði bætt, en það hefur verið stærsti gallinn á Career Mode hingað til.Skriðþungi leikmanna Búið er að breyta spiluninni inni á sjálfum vellinum. Til dæmis eru föstu leikatriðin gjörbreytt. Leikmenn láta stundum illa að stjórn, oft er eins og skriðþunginn sé of mikill. Erfitt getur reynst að halda boltanum og spilið getur orðið svolítið einhæft. Maður spyr sig hvort gervigreindin sé hreinlega orðin of mikil. Í The Journey fær maður líka stundum á tilfinninguna að úrslit leikjanna séu fyrirfram ákveðin. Stundum gefa varnirnar hinum unga Alex Hunter allt of mikið pláss og stundum missa menn boltann til hans á slæmum stöðum.Umgjörðin áþreifanleg En þrátt fyrir að spilunin geti stundum valdið pirringi, þá verður það ekki tekið af framleiðendum að þeim tekst frábærlega upp í umgjörðinni. „Sjónvarpsútsendingarnar“ frá hinum fjölmörgu deildum í leiknum eru ólíkar og maður sér að hugsað er út í minnstu smáatriði. Leikurinn er að verða líkari NBA2k-leikjunum og Madden, þar sem keppst er við að hafa hlutina sem raunverulegasta utan vallar, ekki síður en inni á vellinum. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem EA Sports tekur svona mikla áhættu í uppfærslu sinni. Leikurinn er ekki fullkominn, en hann mun eflaust standa uppi sem mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. Líklega var EA Sports að framlengja gullaldartímabil knattspyrnuleikja enn frekar með þessum leik. Gullaldartímabil sem grundvallast á ástríðu framleiðanda auk góðs skilnings á þeim leikjavélum sem framleitt er fyrir. Gullaldartímabil sem hefur haft áhrif á knattspyrnuna og fjölgað unnendum þessarar fögru íþróttar.
Leikjadómar Leikjavísir Tengdar fréttir Ísland ekki með í FIFA 17 Því miður. 18. september 2016 14:02 FIFA 16 dómur: Búið að bóna kaggann FIFA 16 lofar góðu. Framleiðendur hjá EA Sports virðast enn einu sinni hafa náð að taka skref í rétta átt. Leikurinn orðinn enn raunverulegri og er búið að gjörbreyta spiluninni. 24. september 2015 09:00 FIFA 15: Stórkostlegur aðalréttur en meðlætið síðra FIFA 15 frá EA Sports kemur út í kvöld. Leikurinn er mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. FIFA 15 fangar stemningu á flestum völlum Evrópu og lætur spilaranum líða eins og hann sé þátttakandi í alvöru sjónvarpsútsendingu. Kvöldopnanir verða í helstu tölvuleikjaverslunum landsins í kvöld vegna útgáfunnar. 24. september 2014 07:00 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
FIFA 16 dómur: Búið að bóna kaggann FIFA 16 lofar góðu. Framleiðendur hjá EA Sports virðast enn einu sinni hafa náð að taka skref í rétta átt. Leikurinn orðinn enn raunverulegri og er búið að gjörbreyta spiluninni. 24. september 2015 09:00
FIFA 15: Stórkostlegur aðalréttur en meðlætið síðra FIFA 15 frá EA Sports kemur út í kvöld. Leikurinn er mikilvæg uppfærsla í FIFA-seríunni. FIFA 15 fangar stemningu á flestum völlum Evrópu og lætur spilaranum líða eins og hann sé þátttakandi í alvöru sjónvarpsútsendingu. Kvöldopnanir verða í helstu tölvuleikjaverslunum landsins í kvöld vegna útgáfunnar. 24. september 2014 07:00