Guðbjörg: Valdi meðvitað að fara til liðs þar sem frammistaða mín skiptir máli Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2016 17:30 Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ekki enn búin að fá á sig mark í undankeppni EM 2017. Það er ein ástæða þess að eitt stig er nóg fyrir stelpurnar okkar í leiknum gegn Slóveníu á föstudagskvöldið. Ísland vann Slóvena, 6-0, þegar liðin mættust ytra en allir leikmenn liðsins og þjálfarateymið hafa reynt að koma því til skila að Slóvenar séu með betra lið en það. „Slóvenía er miklu betra lið en það lítur út fyrir að vera. Við vinnum þær 6-0 á útivelli en í þeim leik hafði ég hvað mest að gera í markinu,“ segir Guðbjörg sem rifbeinsbrotnaði í útileiknum. „Þær fara af hörku inn í öll návígi þannig við þurfum að mæta þeim af meiri krafti. Þær eru með gott sóknarlið þannig við vissum að ef við gætum spilað út úr fyrstu pressu en ekki bara hreinsað og sækja þannig myndum við fá góðar sóknir.“Guðbjörg teygir fyrir æfingu liðsins í dag.vísir/gettyGengur mjög vel úti Guðbjörg og stöllur hennar í landsliðinu gáfu það út fyrir undankeppnina að þær vildu ekki bara komast á EM þriðja skiptið í röð heldur vinna sinn riðil í undankeppninni. „Það er meiri pressa á okkur núna. Við gáfum það út fyrir mótið að við ætluðum að vinna riðilinn. Það er ekkert öruggt enn þá. Við getum enn misstigið okkur. Því betra sem liðið verður því meiri pressa er en við bjuggum þetta til sjálfar,“ segir hún. Þessi öflugi markvörður yfirgaf tvöfalda Noregsmeistara Lilleström eftir síðustu leiktíð og gekk aftur í raðir Djurgården í Svíþjóð þar sem Guðbjörg hóf atvinnumannaferilinn. Það var hugsun á bakvið það. „Mér gengur mjög vel úti þannig ég kem til leiks full sjálfstraust og í góðu formi. Ég valdi meðvitað að fara í lið sem er nýliði í efstu deild. Það er ákveðin áskorun sem markvörður að fara til þannig liðs þar sem það verður mikið að gera í hverjum einasta leik og þín frammistaða getur skilað stigum. Það finnst mér ótrúlega skemmtilegt,“ segir Guðbjörgn en getur hún lofað EM-sæti á föstudagskvöldið? „Það ætla ég rétt að vona. Við verðum með sama leikskipulag og alltaf og ætlum að reyna að spila flottan fótbolta. Við erum alltaf meira að yfirgefa gamla góða íslenska leikstílinn að bomba boltanum bara fram,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30 Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00 Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Glódís Perla: Verður veisla ef allir mæta á völlinn Miðvörður kvennalandsliðsins segir stelpurnar eiga eftir að ná endanlegu markmiði sínu. 13. september 2016 13:30
Sara Björk kom sér út úr þægindarammanum: „Fæ að heyra það ef ég stend mig illa“ Sara Björk Gunnarsdóttir gekk í raðir eins besta liðs í Evrópu í sumar en fannst ekkert sniðugt að byrja fyrsta leik á bekknum. 13. september 2016 13:00
Stuð á stelpunum í köldum dalnum | Myndir Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætti til æfinga í fyrsta sinn í morgun fyrir tvíhöfðann gegn Slóvenum og Skotum. 13. september 2016 14:45