Margrét Lára: Sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2016 21:05 Margrét Lára í baráttunni í dag. vísir/anton Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.” EM 2017 í Hollandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Margrét Lára VIðarsdóttir, fyrirliði Íslands, sér ekki eftir því að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni og snúið til baka í íslenska landsliðið í fótbolta. Hún er fyrirliði liðsins sem tryggði sér sæti á EM í Hollandi næsta sumar í dag. „Það var mjög auðvelt að gíra sig upp í þetta. Við visusm þetta upp á hóteli áður en við fórum niður á völl,” sagði Margrét Lára í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum búnar að undirbúa okkur svo vel og erum það metnaðarfullt lið að við ætluðum ekki að láta þessi úrslit taka okkur úr jafnvægi,” sagði Margrét Lára. „Við ætluðum að vinna þennan leik í dag og ætlum að vinna þennan riðil. Það markmið er enn mjög ásjáanlegt og við ætlum bara að keyra á það.” Ísland hefur enn ekki fengið á sig mark í þessari undankeppni og segir Margrét Lára að þetta sé mikill heiður að bera fyrirliðabandið í þessu frábæra liði. „Það er mikill heiður að vera fyrirliði þessa liðs. Maður fær bara gæsahúð að hugsa til þess. Það er æðislegt að fá að taka þátt í þessu og ég sé ekki eftir að hafa æft eins og brjálæðingur á meðgöngunni því það var allt þess virði. Þetta er yndisleg.” „Mér fannst spilamennskan mjög góð. Við vorum að spila vel fyrstu 30 mínúturnar, en duttum niður síðustu fimmtán í fyrri. Það kom þessi brjálaða rigning og síðan ræddum við málin í hálfleik og gíruðum okkur aftur upp.” „Við kláruðum þennan leik frábærlega. Það voru margir leikmenn sem fengu fullt af mínútum og fengu sénsinn. Þær stóðu sig allar frábærlega.” Ísland mætir Skotlandi á þriðjudag og þarf liðið að tapa með sex marka mun til þess að missa toppsætið í hendur Skotlands. „Við ætlum að klára þetta með stæl, en við erum reyndar með ákjósanlega markatölu á þær líka. Við erum ekkert að láta það trufla okkur. Við ætlum að vinna leikinn gegn þeim og halda hreinu. Það væri magnað afrek að ná því, þó við séum búnar að ná góðum árangri.” Margrét segir að það verði lítið um fögnuð í kvöld, en benti þó á að á næsta borði lágu pítsur fyrir liðið. „Nei, mér sýnist það verða komnar einhverjar pítsur þarna. Við komum okkur bara niður á jörðina, en það er mjög erfiður leikur á þriðjudaginn,” sem var orðlaus yfir stuðningnum á Laugardalsvelli í kvöld: „Ég þakka bara fyrir stuðninginn. Þetta var geggjað! Ég hef aldrei spilað á Laugardalsvelli með svona frábæra stemningu og ég veit það fyrir víst að það verði helmingi fleirra fólk á þriðjudaginn, en hversu mikið af fólki vill Margrét fá til Hollands næsta sumar? „Ég vil fá alla sem komu í sumar til Frakklands því þetta skiptir miklu máli og við finnum það. Fyrir hverja fjögur til fimm þúsund manns hefur það mjög mikil áhrif því í kvennaboltanum þarf ekki mikið til.” „Að fá 4-5 þúsund manns skiptir miklu máli því það eru ekki eins margir stuðningsmenn hinna liðanna. Við getum átt stemninguna innan og utan vallar.” Harpa Þorsteinsdóttir gat ekki spilað með Íslandi í kvöld, en hún ber barn undir belti. Verður Harpa mætt, eins og Margrét Lára, til Hollands næsta sumar að spila fyrir Íslands hönd? „Ég ætla ekki að vera svo brött að svara fyrir hennar hönd, en hún hefur gert þetta áður. Hún kann þessa uppskrift og við vonumst til þess að hún nái að koma sem fyrst til baka, en hún er að fá miklu stærra hlutverk, að eignast barn,” sagði Margrét og bætti við að lokum: „Við sýnum henni stuðning, en hún verður að meta það sjálf hvernig þetta fer allt saman í hana.”
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira