Bardagi Gunnars verður aðalbardaginn í Belfast Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. september 2016 17:30 Plakatið hjá UFC er tilbúið. Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty MMA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira
Vísir getur staðfest að Gunnar Nelson mun mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga kvöldsins á UFC-bardagakvöldi í Belfast. Bardagakvöldið fer fram þann 19. nóvember næstkomandi. Þetta er mikill heiður fyrir Gunnar en þetta verður í annað sinn sem hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi hjá UFC. Þar sem þetta er aðalbardagi kvöldsins verður bardaginn í fimm lotur en ekki þrjár. Síðast þegar Gunnar var í aðalbadaga kvöldsins fór hann fimm lotur með Rick Story og tapaði á dómaraúrskurði.Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína.vísir/gettyAndstæðingurinn er alvöru maður. Hinn 34 ára Dong Hyun Kim. Hann er í tíunda sæti á styrkleikalista UFC í veltivigtinni en Gunnar er í tólfta sæti. Kim hefur barist 26 sinnum og unnið 21 bardaga. Hann hefur aðeins tapað þrisvar sinnum. Einu sinni gerði hann jafntefli og einn bardagi var dæmdur ógildur. Níu sigrar komu með rothöggi og tveir með uppgjafartaki. Tíu sigrar hafa aftur á móti komið hjá honum á dómaraúrskurði. Sextán af þessum bardögum hafa verið í UFC. Kim hefur unnið 12 þeirra og aðeins tapað þremur. Það var ekki gegn neinum smáköllum heldur gegn Carlos Condit, meistaranum Tyron Woodley og svo gegn Demian Maia sem hafði einnig betur gegn Gunnari. Kim hefur unnið síðustu tvo bardaga sína en hann barðist síðast í nóvember á síðasta ári. Þetta er rosalegur bardagi gegn góðum og reyndum bardagakappa. Það verður mikið undir hjá báðum köppum því sigur í þessum bardaga mun væntanlega skjóta viðkomandi vel inn á topp tíu listann og í bardaga við einhvern af strákunum þar. Gunnar hefur ekki farið leynt með þann metnað sinn að verða meistari í veltivigtinni. Sigur gegn hinum sterka Kim verður stórt skref í rétta átt fyrir hann. Miðasala á bardagakvöldið hefst þann 23. september. Það mun fara fram í SSE Arena í Belfast en þar var UFC-bardagakvöld einnig haldið árið 2007. Höllin er afar glæsileg og tekur um 11 þúsund manns í sæti.Kim er með frábærar fellur og verður áhugavert að sjá hvort hann þori í gólfið með Gunnari.vísir/getty
MMA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fleiri fréttir Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Sjá meira