Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins sögð viðbjóður Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. september 2016 07:00 Stefnuskrá Frelsisflokks Geerts Wilders er sögð viðbjóðsleg og hann sagður ala á ótta. Frelsisflokkurinn mælist þó með mest fylgi í Hollandi. vísir/afp Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira
Stefnuskrá hollenska Frelsisflokksins, sem nú mælist með mest fylgi í aðdraganda þingkosninga, er viðbjóðsleg. Þetta er mat Zeid Ra'ad al-Hussein, formanns mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.Zeid Ra'ad al-Hussein, formaður Mannréttindaráðs SÞ.vísir/afpAl-Hussein lét orðin falla á blaðamannafundi í Haag, höfuðborg Hollands, í gær. Talaði hann þar um hreyfingar þjóðernissinna, meðal annars í Hollandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Hann beindi spjótum sínum einkum að Geert Wilders, formanni Frelsisflokksins. „Ég er múslimi og, rasistum til mikillar undrunar, hvítur. Móðir mín er evrópsk og faðir minn arabi. Ég er reiður. Reiður vegna lyga Wilders og hræðsluáróðurs,“ sagði Al-Hussein. Þingkosningar verða í Hollandi á næsta ári og mælist Frelsisflokkur Wilders með mest fylgi, átján prósent samanborið við tíu prósent árið 2012. Wilders hefur í kosningabaráttunni lýst því yfir að hann vilji banna Kóraninn og moskur í Hollandi. „Stefnuskrá Frelsisflokksins er viðbjóðsleg,“ sagði Al-Hussein og líkti Wilders við bandaríska forsetaframbjóðandann Donald Trump, ungverska forsætisráðherrann Viktor Orban, Marine Le Pen, formann frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokks Bretlands. Þá sagði hann aðferðafræði fyrrgreindra stjórnmálamanna í takt við þær aðferðir sem hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki nota.Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands.vísir/afp„Þau leitast öll við að sækja í fortíð sem er svo hrein að fólk býr á engjum sem böðuð eru í sólskini og sameinast um trú sína. Fortíð sem átti sér aldrei stað. Hvergi,“ sagði Al-Hussein. Hann bað fólk um að misskilja sig þó ekki. Gjörðir þjóðernissinna væru ekki þær sömu og hryðjuverkamanna. „En talsmátinn, notkun lyga og ofureinföldun eru aðferðir sem Íslamska ríkið hefur nýtt sér.“ Hálft ár er nú í þingkosningar í Hollandi, þær fara fram þann 15. mars. Barist er um öll 150 þingsæti fulltrúadeildar þingsins. Ef niðurstöður verða í takt við skoðanakannanir mun flokkur Wilders fá 31 þingsæti. Það væri rúmlega tvöföldun frá því síðast var kosið, árið 2012, en þá fékk Frelsisflokkurinn fimmtán þingsæti. Stærsti flokkurinn, Frelsis- og lýðræðisflokkur forsætisráðherrans Marks Rutte, myndi hins vegar bíða afhroð og tapa sautján þingsætum. Fara úr 41 sæti niður í 24. Á sunnudag tók Rutte í sama streng og al-Hussein gerði í gær. Sagði hann Wilders ógn við hollenskt samfélag og útilokaði ríkisstjórnarsamstarf flokkanna tveggja. „Wilders er minn helsti óvinur í stjórnmálum. Hann elur á ótta en axlar enga ábyrgð á því að takast á við vandamálin sem hann skapar með því,“ sagði Rutte. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Erlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fleiri fréttir Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Sjá meira