Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2016 10:15 Sektin er ein sú stærsta í sögunni. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB. Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur úrskurðað að bandaríski tæknirisinn Apple þurfi að greiða írskum yfirvöldum allt 13 milljarða evra, um 1700 milljarða króna, vegna vangreiddra skatta þar í landi. Samkeppnisyfirvöld í ESB hafa undanfarin ár rannsakað skattgreiðslur Apple í Írlandi. Hefur fyrirtækið nýtt sér úrskurði írskra yfirvalda sem gerir Apple kleift að lágmarka skattgreiðslur sínar á Írlandi. Fyrirtækið nýtir sér þetta fyrirkomulag með því að beina stórum hluta tekna af alþjóðlegri sölu á vörum sínum í gegnum Írland. Framkvæmdastjórn ESB segir að fyrirkomulagið hafi gert það að verkum að Apple hafi greitt rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003 og að árið 2014 hafi hlutfallið verið 0,005 prósent. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að þetta jafngildi ríkisaðstoð af hálfu írska ríkisins sem hafi gert Apple, umfram önnur fyrirtæki, kleift að greiða umtalsvert lægri skatta á Írlandi en önnur fyrirtæki um árabil. Þetta sé ólöglegt samkvæmt lögum ESB sem heimila ekki að völdum fyrirtækjum séu veittar slíkar ívilnanir. Apple er verðmætasta fyrirtæki heimsins í dag en samkvæmt lista Forbes er fyrirtækið metið á um 525 milljarða dollara, um 61 þúsund milljarð króna. Apple ætti að hafa efni á skattgreiðslunum sem þeim hefur nú verið skipað að greiða til baka en talið er að fyrirtækið sitji á varasjóði sem nemur 200 milljörðum dollara, um 20 þúsund milljörðum króna. Búist er við að bæði Apple og írska ríkisstjórnin muni áfrýja úrskurði Framkvæmdastjórnar ESB.
Tækni Tengdar fréttir Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37 ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Apple stendur frammi fyrir risavöxnum reikningi vegna ógreiddra skatta Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu hafa undanfarin þrjú ár rannsakað skattamál Apple í Írlandi. 29. ágúst 2016 21:37
ESB rannsakar skattamál Apple og Starbucks Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að rannsaka fyrirkomulag þriggja stórfyrirtækja við lönd í sambandinu. 12. júní 2014 08:45